skottuskrif

Friday, December 30, 2005

Gleðilegt ár

Vinsælasti frasi fjölmiðlafólks í dag er án efa að þetta og hitt hafi eða hafi ekki verið til lykta leitt.
Takið eftir þessu.
Á NFS var góðkunnugt fólk fengið til velja skussa og stjörnu ársins. Ég vil meina að Jónína Ben hafi unnið sér inn fyrrnefnda titilinn og Eggert Skúlason þann síðari fyrir að hjóla hringveginn til styrktar Hjartaheill, landssamtökum hjartveikra. Hallgrímur Helgason verður samt áfram stjarnan mín;-)
Það var lítið um efningu áramótaheita 05 hjá Skottunni. Gekk hvorki á Esjuna né flutti úr kjallaranum. Skammarlegt!! Kláraði samt heila flösku af Lýsi, ALEIN:-)
Svo er það gamlákur á morgun. Mamma heldur því fram að hún sé að elda kalkún en af stærðinni að dæma er þetta strútur, þvílík skepna.
Jæja, gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir það liðna.
XXXX

Wednesday, December 28, 2005

Valkvíði

Þegar kemur að því að velja námskeið fyrir næstu önn fer ég gjarnan að velta fyrir mér hvers vegna ég valdi sálfræðina. Hef þó lúmskan grun en sú ástæða er með öllu ófullnægjandi. Greinin er fjölþætt og nær yfir mörg spennandi viðfangsefni en mig vantar þennan brennandi áhuga. Sé mig ekki starfandi sem klíníker né við tilraunir sem útilokar ansi margt. Var að rýna í námsskrána og komst að því að það er ótalmargt ANNAÐ sem mig langar til að læra. Félagsfræði, sagnfræði, bókmenntafræði, íslenska og enska toppa listann. Í gamla daga langaði mig til að verða flugfreyja(sú hugmynd flaug sem betur fer rétt á eftir sjoppukonunni;-), rithöfundur, kennari eða lögfræðingur. Reyndar heldur kennsla á framhaldsskólastigi enn fast í mig en þá væri ég svo til föst hér á fróni.
Öfunda fólk sem hefur vitað frá blautu barnsbeini hvað það vildi gera við líf sitt. Man eftir bekkjarfélaga úr grunnskóla sem sagðist ákveðinn ætla að verða tannlæknir. Þó mér finnist óskiljanlegt hvernig 10 ára gutti gat ákveðið að vilja eyða deginum gónandi upp í fólk þá er sá ágæti drengur nú að klára námið.
Kannski ég láti bara gamla drauminn rætast og gerist sjopputæknir sem telur ekki í pokann:-)

Monday, December 26, 2005

Þolinmæði þrautir vinnur allar.

Óþolinmæði er minn stærsti löstur, verkin eiga helst að hafa verið gerð í gær. Ég á því einstaklega erfitt með að bíða eftir að bakið mitt batni. Nenni ekki að vera þessi vælitýpa en veit ekki hvernig fólk sem ekki getur hreyft sig hleypir út gremju. Ekki argar maður á ástvini á jólum. Heimsæki slysó á morgun.
Horfði á The Girl With a Pearl earing með Colin Firth(tilvonandi eiginmanni mínum þó hann viti það ekki enn) og Scarlett Johannsson. Colin er ómótstæðilegur í hlutverki þýska listmálarans Veermer. Myndin fjallar um samband Vermeer og vinnukonu hans sem sat fyrir á einu frægasta málverki hans. Kynferðisleg spenna er meginþema myndarinnar en þó kom aldrei til neins líkamlegs á milli þeirra þar sem hann var giftur og margra barna faðir. Ég er ekki að biðja um að myndir endi alltaf með lófaklappi og látum en ég beið allan, ALLAN tímann eftir einhverju djúsí. Neibb ekki einu sinni koss. Leið svipað og þegar ég labbaði út af Seven nema þá var ég líka reið. Skipti yfir á Love Actually þar sem Colin var aftur mættur þremur öldum síðar. Þar fékk ég loks langþráðan endi og meira en það. Má ég biðja um milliveg?

Saturday, December 24, 2005

Jólasiðir

Tja get nú ekki sagt að andi jólanna sé hjá mér þessa stundina. Eitthvað fór lítið fyrir þeim hefðum sem ég hef komið mér upp á Þorlák og aðfangadag. Komst ekki niður í bæ í gær, gat ekki skipt á rúminu , farið á æfingu í morgun né keyrt út pakkana. Pabbi var nú svo ljúfur að setja hreint utan um rúmið mitt í dag, þessi elska. En svona er þetta.
Ég vil líka þakka fyrir öll jólakortin sem ég hef fengið og biðja fólk um að senda mér líka næsta ár þó það hafi ekki fengið kort frá mér í ár;-)
Gleðileg jól.
Stórt knús
Svansa

Friday, December 23, 2005

Jólastress??

Las ágæta grein í mogganum í morgun. Höfundurinn sem er heimspekinemi spyr sig og lesendur hvaða fólk það er sem alltaf er að vara okkur við jólastressinu. Hann heldur áfram og spyr hvað felist í hinu svokallaða jólastressi og hvort einhver viti um hvað þetta fólk er að tala. Heimspekineminn kemst að þeirri niðurstöðu að það fólk sem básúnar hæst yfir stressinu séu sérfræðingar á sviðinu og umfjöllunin sé dulin auglýsing fyrir starfsemi þeirra. Hann segir að umfjöllunin um að Allir séu stressaðir ali á frekar en minnki stressið.
Þetta er alveg tímabær grein þó ég sé ekki með öllu sammála því sem kemur fram í henni. Viljum við ekki öll vera eins og fólk er flest, eða allavega nálægt því? Ef allir eru stressaðir en ekki við er það kannski merki um að við séum ekki að standa okkur í stykkinu. Þarf þá ekki að baka fleiri sortir, kaupa stærri gjafir og fara aðra umferð yfir gólfin?
Sjálf finn ég engan skilgreinanlegan mun á jólastressi og stressi á öðrum árstímum. En ég þarf heldur ekki að fæða og klæða börn. Ég þarf ekki að útskýra fyrir tárvotum augum að mamma eigi ekki pening fyrir SEGA MEGA leikjatölvu eða salti í grautinn. Mig hefur aldrei skort efnisleg gæði og get því ekki dæmt um álagið sem fylgir fátækt. Ég er ein af þeim heppnu. Þó ég efist um að jógatími og tedrykkja geti komið í veg fyrir slíkt álag þá efast ég samt ekki um tilvist þess. Fólk hefur sjálfsagt mjög persónulegar hugmyndir um hvað felist í hinu svokallaða jólastressi. Heimspekineminn fær því tæpast eitthvað eitt svar við þeirri spurningu.

Svona að lokum, þá rann ég á bakinu niður stigann heima hjá mér(nei! ég var ekki það drukkin:-) Ég var með fullar hendur og náði því ekki að setja þær fyrir mig. Ég er stokkbólgin og get ekkert beygt mig. Argggg. Fer og læt kíkja á mig á morgun ef þetta lagast ekki:-(

Thursday, December 22, 2005

Hopeless CASE

Ok,, Er að fara í matarboð í kvöld þar sem hver og einn á að koma með eitthvað góðgæti. Upphaflega var mér úthlutað það erfiða verkefni að koma með BRAUÐ. Ég veit ekki hvort fólkið hafi haldið að ég kæmi með vikugamalt samlokubrauð því verkefnið var tekið af mér:-( Ég á semsagt ekki að koma með NEITT. Það er greinilegt að fólk er búið að skipa mér í HC hópinn í matargerð.
Óska hér með eftir manneskju sem er tilbúin að kenna mér að elda, þangað til mun ég bjarga svona matarboðum með Baileys flösku, og hananú.

Wednesday, December 21, 2005

Ég vil snjó, núna, núna ,,,,, NÚNA.
Er dauðleið á að hafa haustveður allt árið. Mig langar á skíði og snjósleða, búa til snjóbolta, snjóengla og snjókarla. Hvað varð um veðrið okkar???
Eruð þið að grínast með:
  • launahækkun þingmanna
  • forsíðufrétt DV
  • Kortagleði Íslendinga
  • Ný íslensk fjós
Svo er ég að vandræðast með jólalesninguna. Gat ekki að beðið til jóla þannig að ég fór á bókasafn í dag að leita að einhverju spennandi. Fór bókalaus út:-( Greinilegt að fleiri hafa ákveðið að taka forskot á sæluna.
Endilega komið með tillögur ef þið lumið á einhverjum gömlum góðum mola.

Monday, December 19, 2005

HOME

Ferðin var í alla staði yndisleg. Góður matur, gott veður og síðast en ekki síst frábær félagsskapur. Hótelið var að mínu mati fínt þó ég svæfi á fangabedda;-) Ekki voru nú allir jafn sáttir enda standardinn mishár hjá fólki. En staðsetningin var svo góð að ég get ekki kvartað.
Daninn náði heldur betur að hægja á mér. A týpan varð að víkja og tölta í takt við fjöldann. Eini æsingurinn sem ég varð vör við var í löndum mínum í H&M. Fannst líka gott að geta klárað að kaupa jólagjafir án þess að fara inn í Moll! Mér líður nefnilega alltaf eins og kæstri skötu í Kringlunni fyrir jólin og ekki er hún stór.
Mikið eru Danir myndarlegt fólk, þeir voru ófáir snúningarnir sem ég tók. Skil ekki hvað Íslendingar eru að gorta sig. Íris gerði nokkrar tilraunir til að koma mér út við mikinn fögnuð nærstaddra. Mér var ekki skemmt:-)
Setti persónulegt met í hvítvíns og Baileysdrykkju ásamt möndluáti:-( Komst líka að því að ég kann ekki að dansa:-( Fórum á Salsa klúbb síðasta kvöldið og ég sver það við vorum stödd í Dirty dancing. Einhvern veginn tókst mér samt að snúa 2 metra háum manni í hringi. Lofaði herranum að snúa aftur að ári liðnu og vera þá búin að læra grunnsporin. En þetta var svo gaman!!!!
Ég held að Íslendingar séu ekkert sérlega vinsælir hjá Dönum í dag. Fyrsta kvöldið var fréttaskýringarþáttur í sjónvarpinu um innrás Íslendinga í Danmörku. Þátturinn var á neikvæðum nótum og spannaði allt frá Miss World til hugsanlegra kaupa á H&M. Baugsmálið, bankarnir, mikilmennskubrjálæði og jeppaeign var meðal efnis. Sem betur fer héldu allir að ég og Íris værum spænskar:-)
Eitt að lokum. Er heimkoma hápunktur utanlandsferðar? Fólkið mitt er alltaf svo fegið að komast heim. Ég veit ekki, kannski er ég svona skrítin því mig langar ALLTAF að vera lengur.
Jæja best að hætta þessu röfli.

Wednesday, December 14, 2005

Búin

Þá eru prófin búin og reyndar ég líka. Er að fara út á flugvöll og langaði bara að kasta kveðju til allra.
Aubs, ef þú lest þetta til hamingju með afmælið á morgun og góða skemmtun á laugardaginn.
Knús Svansa

Tuesday, December 13, 2005

Less is MORE

Braut grundvallar prófregluna mína í dag. Aldrei fara yfir krossa, aldrei, ALDREI. Fyrsta hugsun er oftast rétt og hingað til hefur sú regla komið að góðum notum. Skil ekki hvað er að mér, argg.
Ég hef ekki farið 1 sinni í ræktina í prófunum. Labbaði frekar um hverfið, skoðaði skreytingar og fékk frískt loft í leiðinni. Eins og jólaskraut er nú fallegt og ljósin velkomin í skammdeginu má öllu ofgera. Less is more people, skrautið nær ekki að njóta sín ef það sést ekki í sjálft húsið fyrir dingalingi. Og ef skreytiþörfin er alveg að yfirbuga fólk þá er hægt að kaupa piparkökuhús og tapa sér með Smarties(ég er enn að reyna koma þessu inn hjá mömmu, það sést ekki í eina gluggakistu í húsinu).
En mikið á ég elskulega foreldra, svona hljóðaði kort sem ég fékk í dag;
Þú ert elskuð
fyrir litlu stúlkuna sem
þú varst
Sérstöku konuna sem þú ert núna,
og yndislegu dótturina sem þú verður alltaf.

Það hefur enginn logið svona fallega að mér áður:-)

Saturday, December 10, 2005

FRAMTAK!!!!

Ég hvet alla til að kíkja inn á www.eoe.is og taka þátt í frábæru framtaki.
Mig langar að biðja drenginn að giftast mér:-)

Wednesday, December 07, 2005

koffín í æð

Lofaði sjálfri mér að drekka hvorki kaffi né kók á kvöldin þrátt fyrir próflestur. Tókst ekki betur en svo að einn plús er kominn í hóp svikinna loforða, damn. Minn vanalegi 6 tíma svefn er kominn niður 5 tíma takk fyrir!!! Samkvæmt heilsusálfræðinni hefur fólk sem sefur færri en 6 tíma allt að 70% hærri dauðatíðni en þeir sem sofa 7 til 8 tíma og að sjálfsögðu kemur svefnskortur niður á einbeitingu fólks(sem er kannski ástæðan fyrir að ég er að blogga í staðinn fyrir að lesa:-(
Eitt að lokum.
Hvers vegna má ekki lengur tala um svertingja sem svarta og hvítt fólk sem hvítt fólk? Í bókinni sem ég er að lesa er talað um Afrísk Ameríska og Evrópsk Ameríska ogsfr. Svartur maður sem flytur frá Frakklandi til Ameríku og hefur kannski aldrei á ævinni komið til Afríku er samt Afrísk Amerískur. Mér finnst þetta óþarfa málalengingar.
Vá hvað ég er í miklu tuðskapi..., farin að lesa,,
Kveðja frá einni evrópsk íslenskri.

Mótþróaþrjóskuröskun

Opositional defiant disorder= mótþróaþrjóskuröskun....
.....
er í hópi hegðunarraskana hjá börnum.
Einkenni;
  • Missir oft stjórn á skapi sínu
  • Rífst oft við fullorðna
  • Neitar að hlýða beiðnum eða reglum
  • Reynir viljandi að pirra aðra
  • Kennir öðrum um mistök sín og misgjörðir
  • Er viðkvæmt og pirrast auðveldlega
  • Er reitt og gramt
  • Illgjarn eða hefnigjarnt
Má ekki alveg eins kalla þessa röskun FREKJU??

Saturday, December 03, 2005

Meatspin!!

Jæja gott fólk nú er búið að opna fyrir öll komment, þökk sé þér Rúna mín.. Þannig að endilega tjáið ykkur:-)
Annars lenti ég í ansi skondnu atviki í gær. Ég er í síma, sjónvarps og blaðabanni þessa dagana svo ég geti einbeitt mér að lestrinum(gengur samt misvel). Allavega í gær sat ég og horfði á Idol ásamt góðu fólki með tölvuna á hnjánum, svona til að minnka samviskubitið yfir að vera ekki lesa. Eitthvað fór lítið fyrir tölvuglósum og í staðinn hékk ég á ýmsum síðum. Á Mamito síðunni var bent á www.meatspin.com. Nema hvað í sakleysi mínu opna ég þessa síðu og guð minn góður ha ha ha ha. Það versta er að ég var með hljóðið á hæsta þannig að síðan vakti óhjákvæmilega athygli nærstaddra. Mér leið eins og versta öfugugga. Vara viðkvæma við að þetta myndbrot hverfur ekki svo auðveldlega úr huganum!!
Svo ætla ég að vera voða dugleg og setja hlekki og eitthvað meira inn á síðuna um jólin.

Thursday, December 01, 2005

Er Vala Matt þensluhvetjandi....

..... Spyr Velvakandi.
Ekki ætla ég að dæma um hversu mikil áhrif Vala Matt hefur á Kaupæði landans. En þessi grein mynti mig samt á Veggjakrot sem ég sá eitt sinn niðri bæ. "Ljóðið" var eitthvað á þessa vegu:

Ég sannfæri fólk um að kaupa hluti
sem ekkert gagn er af
sem það á ekki pening fyrir
til að ganga í augun á öðru fólki
sem er alveg sama.
Vala Matt.

Mér finnst þetta umhugsunarvert en dæmi hver fyrir sig.
Svona að lokum þá er komið nýtt fótanuddtæki, á aðeins 35.oookr.
Ætli margar geymslur verði 35 þúsund krónum ríkari eftir jólin í ár?