Jólastress??
Las ágæta grein í mogganum í morgun. Höfundurinn sem er heimspekinemi spyr sig og lesendur hvaða fólk það er sem alltaf er að vara okkur við jólastressinu. Hann heldur áfram og spyr hvað felist í hinu svokallaða jólastressi og hvort einhver viti um hvað þetta fólk er að tala. Heimspekineminn kemst að þeirri niðurstöðu að það fólk sem básúnar hæst yfir stressinu séu sérfræðingar á sviðinu og umfjöllunin sé dulin auglýsing fyrir starfsemi þeirra. Hann segir að umfjöllunin um að Allir séu stressaðir ali á frekar en minnki stressið.
Þetta er alveg tímabær grein þó ég sé ekki með öllu sammála því sem kemur fram í henni. Viljum við ekki öll vera eins og fólk er flest, eða allavega nálægt því? Ef allir eru stressaðir en ekki við er það kannski merki um að við séum ekki að standa okkur í stykkinu. Þarf þá ekki að baka fleiri sortir, kaupa stærri gjafir og fara aðra umferð yfir gólfin?
Sjálf finn ég engan skilgreinanlegan mun á jólastressi og stressi á öðrum árstímum. En ég þarf heldur ekki að fæða og klæða börn. Ég þarf ekki að útskýra fyrir tárvotum augum að mamma eigi ekki pening fyrir SEGA MEGA leikjatölvu eða salti í grautinn. Mig hefur aldrei skort efnisleg gæði og get því ekki dæmt um álagið sem fylgir fátækt. Ég er ein af þeim heppnu. Þó ég efist um að jógatími og tedrykkja geti komið í veg fyrir slíkt álag þá efast ég samt ekki um tilvist þess. Fólk hefur sjálfsagt mjög persónulegar hugmyndir um hvað felist í hinu svokallaða jólastressi. Heimspekineminn fær því tæpast eitthvað eitt svar við þeirri spurningu.
Svona að lokum, þá rann ég á bakinu niður stigann heima hjá mér(nei! ég var ekki það drukkin:-) Ég var með fullar hendur og náði því ekki að setja þær fyrir mig. Ég er stokkbólgin og get ekkert beygt mig. Argggg. Fer og læt kíkja á mig á morgun ef þetta lagast ekki:-(
Þetta er alveg tímabær grein þó ég sé ekki með öllu sammála því sem kemur fram í henni. Viljum við ekki öll vera eins og fólk er flest, eða allavega nálægt því? Ef allir eru stressaðir en ekki við er það kannski merki um að við séum ekki að standa okkur í stykkinu. Þarf þá ekki að baka fleiri sortir, kaupa stærri gjafir og fara aðra umferð yfir gólfin?
Sjálf finn ég engan skilgreinanlegan mun á jólastressi og stressi á öðrum árstímum. En ég þarf heldur ekki að fæða og klæða börn. Ég þarf ekki að útskýra fyrir tárvotum augum að mamma eigi ekki pening fyrir SEGA MEGA leikjatölvu eða salti í grautinn. Mig hefur aldrei skort efnisleg gæði og get því ekki dæmt um álagið sem fylgir fátækt. Ég er ein af þeim heppnu. Þó ég efist um að jógatími og tedrykkja geti komið í veg fyrir slíkt álag þá efast ég samt ekki um tilvist þess. Fólk hefur sjálfsagt mjög persónulegar hugmyndir um hvað felist í hinu svokallaða jólastressi. Heimspekineminn fær því tæpast eitthvað eitt svar við þeirri spurningu.
Svona að lokum, þá rann ég á bakinu niður stigann heima hjá mér(nei! ég var ekki það drukkin:-) Ég var með fullar hendur og náði því ekki að setja þær fyrir mig. Ég er stokkbólgin og get ekkert beygt mig. Argggg. Fer og læt kíkja á mig á morgun ef þetta lagast ekki:-(
1 Comments:
At 1:34 AM, Oddrun said…
Ekkert stress í gangi hjá mér, vann til átta í gærkvöldi og fór þá í skötuveislu á "Fimm fiska" nammi namm, frábært. Fórum síðan á rölt og enduðum í bókabúðinni þar sem Friðrik gaf mér Þorláksmessugjöf, bók til að lesa um jólinn. Það var yndislega fallegt af honum. Er að rjúka í vinnuna og vinn til eitt í dag. Vona að þú sért ekki alvarlega slösuð eftir stigan heima hjá þér, þú hefðir ekkert meitt þig ef þú hefðir verið blindfull, manstu þegar Lilla datt?
Gleðilega Jólahátíð Svana mín
Post a Comment
<< Home