skottuskrif

Monday, May 29, 2006

Safnarar

Var að velta fyrir mér kenningum um veiðieðli karla og söfnun kvenna. Það þekkja allir forsöguna um manninn á veiðum fjarri heimahögum og konuna sem safnaði jurtum og öðrum nytjum í nágrenninu. Sagan er gjarnan notuð til að útskýra mun sem finnst á atferli kynjanna. Konur eru áttavilltari því þær þurftu ekki rata til baka úr veiðiferðum , og þar sem auðveldara var að klöngrast með drasl fyrir horn en að draga það langar leiðir eru þær duglegri að sanka að sér hlutum. Karlar leggja upp með skýrari markmið, drepa bráð, meðan konur vita síður hvers þær leita og þreifa sig áfram. Fært til nútímans þá fara fáir karlmenn(ótilneyddir) í búðir að skoða, þeir fara til kaupa eitthvað ákveðið, skyrtu eða bindi, konur þurfa helst að koma við allar flíkurnar í búðinni. Ég man nú ekki alveg hvernig allar þessar kenningar hljómuðu en það er ljóst að einhver smá snúningur er í minni fjölskyldu. Til að mynda man ég ekki eftir að hafa safnað einhverju síðan ég var 8 ára. Þjóðarbrúður, servíettur og ilmvatnsprufur, punktur. Mamma safnar engu svo ég viti til og ekki systir mín heldur. Hér myndu sumir stoppa mig og segja að ég safnaði skóm, töskum, glingri og fötum. En ég lít ekki svo á að þetta séu safnmunir, ekki hendir fólk eða gefur reglulega af safninu sínu. Málið er að bræður mínir og pabbi eru allir ötulir safnarar. Til dæmis safnaði pabbi einu sinni merktum pennum. Voða flottir Sjóvá,Toyota, Eimskips, og Landsbankapennar fylltu allar skúffur. Í dag safnar hann hljóðfærum(sem er alveg efni í færslu út af fyrir sig). Ég þarf ekki lengur að fara á Videoleigu því báðir bræður mínir safna DVD og sá eldri safnar ævintýrabókum og geisladiskum. Ekki má svo gleyma afa mínum sem safnar sjálfteknum myndum af íslenskum kirkjum, spennandi!
Niðurstaða mín er semsagt sú að það er villandi að segja að konur hafi "Safnað" því væntanlega voru jurtirnar étnar og kurlið brennt, allavega voru þær ekki að safna óþarfa.
Að lokum eruð þið að safna einhverju?

Friday, May 26, 2006

SOS

Þvílík spenna, þvílíkir leikar, allt að gerast..... hef semsagt verið dugleg að fylgjast með kosningasjónvarpi NFS. Er lítið fyrir að ræða stjórnmál á síðunni, fæ útrásina annarsstaðar. En VÁ hvað framkoma í sjónvarpi hefur mikil áhrif á skoðanamyndun. Var gráti og hlátri næst þegar ég horfði á frambjóðendur í Reykjanesbæ og Kópavogi. Jafnvel ég myndi kjósa Sjálfstæðið í Reykjanesbæ, lægi fyrr dauð en að kjósa það í Kópavogi. Hér í borginni vil ég minna fólk á að nota atkvæði sitt og kjósa með hjartanu. Ef hjartað segir D eða F skuluð þið hunsa það og nota skynsemina, ef það segir B þá er hjartabilun.

Monday, May 22, 2006

Húbba húlla húlla húlla-=-

Jæja þá er hinni ofur umtöluðu evróvision allri lokið, í bili. Er lítill aðdáandi keppninnar og nenni ekki að fara um hana mörgum orðum. Velti þó fyrir mér þátttöku Íslands. Fyrir utan kostnað í tengslum við framlag myndi sigur(sem aldrei verður) sjá botninn á buddunni, ansi dýr verðlaun. En keppnin gefur tilefni til gleðskapar og stundum er í lagi að loka augunum fyrir hallærinu, allavega hljómuðu lögin betur með þeirri taktík.
Annað, hef aðeins verið að fylgjast með sögu HM í fótbolta. Hvernig stendur á að buxur knattspyrnumanna síkkuðu á sama tíma og pils kvenna styttust?

Svona að lokum þá var Eden í Hveragerði að auglýsa eftir talandi kráku og skemmtilegum öpum í Fréttablaðinu í gær. Svona í alvöru, má fólk eiga Apa sem gæludýr á Íslandi, spyr sú sem ekki veit?????

Monday, May 15, 2006

Bíll versus Hjól?

Hef verið að gæla við þá hugmynd að selja bílinn og fá mér hjól. Eftir tvo hjólastuldi á innan við mánuði hét ég að fá mér aldrei aftur slík farartæki. Þar sem 14 ár eru liðin frá þeim leiðindum hefur tíminn læknað sárin. Er samt hrædd um að löngunin sé umræðutengd og að hjólið muni bara sofna í bílskúrnum eftir fyrstu ferðina. Sá kjörið tækifæri til að prófa áhugann á nýja hjólinu hans Hemma. Raunin varð sú að mín náði ekki niður á pedalana, skrítin gullíverismi hjá framleiðanda. Í morgun fékk ég svo aðra bakþanka þegar ég sá konu reiða hjólið sitt eftir göngustíg. Konan skjögraði á HÁ háhæluðum með pena hliðartösku fyrir fartölvuna, plastpoka og Coofee to go! Langaði mest að stöðva bílinn, bjóða fram aðstoð eða benda henni á að stundum þarf að fórna stílnum með bílnum. Svo fór ég að hugsa um veðrið, veturinn, kuldan, svitan, innkaupin, sveitina...... Langar alveg enn í hjól en ætla að halda aðeins lengur í bílinn svona til að sjá hvernig mér farnast.
Svona að lokum.
Eyþór Arnalds:
  • ók drukkinn
  • keyrði niður ljósastaur
  • flúði af vettvangi
  • NÁÐIST
Þar af leiðir að Eyþór dregur sig í hlé í kosningabaráttunni.
Geir Haarde telur að Eyþór hafi tekið á málinu af myndarskap og axlað þá ábyrgð sem rétt er að hann axli vegna þessa(segir á baksíðu mbl).
Bíddu, ábyrgð og myndarskapur???

Bíll versus Hjól?

Hef verið að gæla við þá hugmynd að selja bílinn og fá mér hjól. Eftir tvo hjólastuldi á innan við mánuði hét ég að fá mér aldrei aftur slík farartæki. Þar sem 14 ár eru liðin frá þeim leiðindum hefur tíminn læknað sárin. Er samt hrædd um að löngunin sé umræðutengd og að hjólið muni bara sofna í bílskúrnum eftir fyrstu ferðina. Sá kjörið tækifæri til að prófa áhugann á nýja hjólinu hans Hemma. Raunin varð sú að mín náði ekki niður á pedalana, skrítin gullíverismi hjá framleiðanda. Í morgun fékk ég svo aðra bakþanka þegar ég sá konu reiða hjólið sitt eftir göngustíg. Konan skjögraði á HÁ háhæluðum með pena hliðartösku fyrir fartölvuna, plastpoka og Coofee to go! Langaði mest að stöðva bílinn, bjóða fram aðstoð eða benda henni á að stundum þarf að fórna stílnum með bílnum. Svo fór ég að hugsa um veðrið, veturinn, kuldan, svitan, innkaupin, sveitina...... Langar alveg enn í hjól en ætla að halda aðeins lengur í bílinn svona til að sjá hvernig mér farnast.
Svona að lokum.
Eyþór Arnalds:
  • ók drukkinn
  • keyrði niður ljósastaur
  • flúði af vettvangi
  • NÁÐIST
Þar af leiðir að Eyþór dregur sig í hlé í kosningabaráttunni.
Geir Haarde telur að Eyþór hafi tekið á málinu af myndarskap og axlað þá ábyrgð sem rétt er að hann axli vegna þessa(segir á baksíðu mbl).
Bíddu, ábyrgð og myndarskapur???

Wednesday, May 10, 2006

Fögur Fyrirheit

Var semsagt búin að skipuleggja ferð á Esjuna í gærmorgun, leikar fóru 1, O fyrir Esjunni. Ég er farin að halda að þetta snúist um nálægð, Esjan er ekki nógu langt í burtu! Í staðinn tók ég út skautana og renndi mér niður við sjávarsíðuna. Hætti mér varla út í umferðina á þessum skautum ,þeir renna svo hratt að ég þarf að grípa í ljósastaura til að stoppa mig, frekar halló;-)
Annars spáir skottan bæði ljúfu og spennandi sumri. Ljóshærði álfurinn minn ætlar að kaupa sér mótorhjól, YES, sé mig alveg aftan á fákinum, bara gaman. ÆTLA að prófa sigla með stóra bró og kvinnu, spila golf(a.m.k 1 sinni) og slaka á í bústaðnum, já svo SKAL ég sigra Esjuna þetta sumarið.
Að öðru, lenti í því um helgina að ræða staðsetningu Reykjavíkurflugvallar við leigubílstjóra! Vá hvað þetta er orðin þreitt umræða, svona svipuð og veðrið.

Monday, May 08, 2006

Feel free to fart

Ok, stóð í biðröð áðan í Hagkaup þegar konan á undan mér rekur svona líka við. Vá hvað mín átti bágt með sig og svipurinn á veslings konunni, ha ha. Hún ætlaði augljóslega að læða en Úpps. Sem minnir mig á The Fartroom. Vissuð þið að á ST jóseps spítalanum í Hafnarfirði er sérstakt fretherbergi. Fór í allsherjarspeglun um daginn og eftir rannsóknina var ég keyrð í herbergið og mér tilkynnt að ég ætti ekkert að vera feimin við að reka við. Var uppfull af lofti eftir rannsóknina en að vera með 3 öðrum fretandi manneskjum í herbergi fannst mér frekar skammarlegt. Ef ekki hefði verið fyrir kæruleysisprautuna hefði ég örugglega frekar sprungið.
En svona til að setja punktinn yfir þetta prumputal þá stinkar kötturinn minn! Tulla, Lilja, Eva eða annað kattafólk, er þetta bara þurrfóðrið, ég gef henni ekkert annað og það var ekki svona svæsin lykt af gömlu kisunni??

Friday, May 05, 2006

Ég skil ekki

þá "góðmennsku" þingmanna að leggja niður störf svo þeir steli ekki þrumu sveitastjórnakosninga! Geta þeir ekki brainstormað næstu kosningaloforð(svik) á kvöldin?
Annað, las grein í dag undir yfirskriftinni Skólabúningar- að hætti hersins. Greinin er eftir fyrrum kennara minn og núverandi aðjúnkt í ensku við HÍ. Í Greininni undrast höfundur á að jafn framsækið afl og B-listinn í Reykjavík skuli kenna sig við jafn gamaldags hugmynd og skólabúninga. Hér fór ég auðvitað strax að efast, ég meina listinn heitir Framsókn og þar við lýkur framsókninni.
Áfram gagnrýnir höfundur þá staðhæfingar að skólabúningar geti dregið úr einelti, aukið sjálfstraust nemenda, dregið úr neikvæðu áreiti og stuðlað að betri námsárangri. Að lokum segir höfundur að í frjálsu lýðræðisríki eigi ekki að líðast að börnum sé skipað að klæðast sömu fötunum dag eftir dag árum saman, slíkt kallist ill meðferð á börnum. Gott og vel, skólabúningar hífa ekki greindarvísitöluna en málið snýst bara ekkert um það. Hver man ekki eftir því hvernig þetta var í grunnskóla, allir þurftu að eiga einhver stöðluð föt annars var þeim strítt! Ég varð aldrei fyrir einelti í skóla en varð vitni af mörgum tilfellum þar sem klæðaburður nemenda kom við sögu. Eigum við ekki bara sem frjálst lýðræðisríki að hætta að skipa börnum að ganga í skóla dag eftir dag ár eftir ár. Ég veit ekki í hvaða draumalandi höfundur býr ef hann skilgreinir skólabúninga sem illa meðferð á börnum. Það má gagnrýna Framsókn fyrir ansi margt en að mínu mati er þessi tillaga ekki svo galin. Nóg er mismununin í samfélaginu og grunnskólabörn ættu ekki að þurfa líða fyrir ef foreldrar hafa ekki efni á nýjustu tísku.

Tuesday, May 02, 2006

Eftirminnileg hlutverk

Var að Greysast í gær og Christiana Ricci var í gestahlutverki í þættinum. Sama hvað ég reyni þá sé ég alltaf Wednesday í Adams family þegar Ricci er að leika. Ég lendi í sömu vandræðum með fleiri eftirminnilega charactera;
  • Johny Depp- Edward scissorhands
  • Jack Nicholson- Jokerinn í Batman
  • Anthony Hopkins- Hannibal
  • Jeff Goldblum- Fly
  • Dustin Hoffman- Rainman
  • David Schwimmer- Alltaf Ross
  • Harrison Ford- Indiana Jones
  • Julia Roberts- Vændiskonan Vivian í Pretty Woman
  • Tom Cruise-Vampíra
Af hverju er Brad Pitt ekki alveg eins fastur í hausnum á mér sem Vampíra eða Jennifer Aniston sem Rachel?
Lendir einhver annar í þessu??