skottuskrif

Friday, December 30, 2005

Gleðilegt ár

Vinsælasti frasi fjölmiðlafólks í dag er án efa að þetta og hitt hafi eða hafi ekki verið til lykta leitt.
Takið eftir þessu.
Á NFS var góðkunnugt fólk fengið til velja skussa og stjörnu ársins. Ég vil meina að Jónína Ben hafi unnið sér inn fyrrnefnda titilinn og Eggert Skúlason þann síðari fyrir að hjóla hringveginn til styrktar Hjartaheill, landssamtökum hjartveikra. Hallgrímur Helgason verður samt áfram stjarnan mín;-)
Það var lítið um efningu áramótaheita 05 hjá Skottunni. Gekk hvorki á Esjuna né flutti úr kjallaranum. Skammarlegt!! Kláraði samt heila flösku af Lýsi, ALEIN:-)
Svo er það gamlákur á morgun. Mamma heldur því fram að hún sé að elda kalkún en af stærðinni að dæma er þetta strútur, þvílík skepna.
Jæja, gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir það liðna.
XXXX

7 Comments:

  • At 4:52 AM, Blogger TaranTullan said…

    Sömuleiðis Svana mín!!

     
  • At 7:08 AM, Blogger Oddrun said…

    Gleðilegt á Svana mín, það heilsaiði fallega og vonandi fáum við eins fallegt og gott ár eins og það heilsaði okkur hér í Stykkishólmi. Man sjaldan eftir svona góðu og stilltu veðri. Mitt nýársheit er að ná í burtu fimm kílóum sem komu eftir að ég hætti að reykja.

     
  • At 7:34 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já óska þér gleðilegs árs og mundu að Esjan fer ekkert.´Aramót mín voru næs í góðra vina og ættingja hóp.Ég er ekki alveg sammála þér í sambandi við Jónínu Ben,tel að hún sé mikið veik og einnig ekki sérlega vel gefin og því getur hún ekki að gert.
    Komnir gestir svo kær kveðja.
    Anoný.

     
  • At 12:20 PM, Blogger Skottan said…

    Veðrið lék líka við okkur hér á mölinni. Yndislegt kvöld. Til hamingju með afmælið Rúna mín, ég er ekki frá því að þú yngist með hverju árinu. Þú syndir þessi reyklausu kíló af þér.
    Anoný, þú talar eins og mamma mín??:-)
    Veik, sjúk, vitlaus, sama hvaða orð lýsir ástandi J.B þá vona ég að vinir hennar í Sjálfstæðisfl. hafi vit fyrir henni á nýju ári.

     
  • At 1:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðilegt ár Svana mín og við verðum nú að hittast oftar í ár en við gerðum á síðasta ári...þetta gengur ekki lengur :)

     
  • At 10:45 AM, Blogger Skottan said…

    Gleðilegt ár Ingunn mín. Legg til að við hittumst í næstu viku???

     
  • At 2:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til er ég! Nefndu stað og stund :)

     

Post a Comment

<< Home