Less is MORE
Braut grundvallar prófregluna mína í dag. Aldrei fara yfir krossa, aldrei, ALDREI. Fyrsta hugsun er oftast rétt og hingað til hefur sú regla komið að góðum notum. Skil ekki hvað er að mér, argg.
Ég hef ekki farið 1 sinni í ræktina í prófunum. Labbaði frekar um hverfið, skoðaði skreytingar og fékk frískt loft í leiðinni. Eins og jólaskraut er nú fallegt og ljósin velkomin í skammdeginu má öllu ofgera. Less is more people, skrautið nær ekki að njóta sín ef það sést ekki í sjálft húsið fyrir dingalingi. Og ef skreytiþörfin er alveg að yfirbuga fólk þá er hægt að kaupa piparkökuhús og tapa sér með Smarties(ég er enn að reyna koma þessu inn hjá mömmu, það sést ekki í eina gluggakistu í húsinu).
En mikið á ég elskulega foreldra, svona hljóðaði kort sem ég fékk í dag;
Þú ert elskuð
fyrir litlu stúlkuna sem
þú varst
Sérstöku konuna sem þú ert núna,
og yndislegu dótturina sem þú verður alltaf.
Það hefur enginn logið svona fallega að mér áður:-)
Ég hef ekki farið 1 sinni í ræktina í prófunum. Labbaði frekar um hverfið, skoðaði skreytingar og fékk frískt loft í leiðinni. Eins og jólaskraut er nú fallegt og ljósin velkomin í skammdeginu má öllu ofgera. Less is more people, skrautið nær ekki að njóta sín ef það sést ekki í sjálft húsið fyrir dingalingi. Og ef skreytiþörfin er alveg að yfirbuga fólk þá er hægt að kaupa piparkökuhús og tapa sér með Smarties(ég er enn að reyna koma þessu inn hjá mömmu, það sést ekki í eina gluggakistu í húsinu).
En mikið á ég elskulega foreldra, svona hljóðaði kort sem ég fékk í dag;
Þú ert elskuð
fyrir litlu stúlkuna sem
þú varst
Sérstöku konuna sem þú ert núna,
og yndislegu dótturina sem þú verður alltaf.
Það hefur enginn logið svona fallega að mér áður:-)
4 Comments:
At 11:53 AM, Anonymous said…
Eg held að eg myndi þola öllum allt sem sendu mér slíka kveðju,mamma þín er líklega mikið jólabarn og ætti bara að fá að njóta þess þó mörgum ofbjóði þó öll dírðin.Ef engin(n) hefði gaman að þessu þá væri desember ansi dimmur og drungalegur.Rétt hjá þér,fyrsta hugsun er oftast rétt.
Kv anony.
At 2:44 PM, Oddrun said…
Elsku Svana mín, þekjandi mömmu þína þá meinar hún hvert orð og ekki eru nú margar mömmur sem geta ort svona fallega. Hefur þig aldrei langað til að prófa að yrkja, annað hvort hefðbundið eða með stuðlum og höfuðstöfum. Æi ég vildi að það væri meira skreytt í Hólminum, það er nú samt alltaf að aukast, gaman að sjá breytinguna á þessum fjórum árum sem ég hef búið hér.
At 2:45 PM, Oddrun said…
Svana prentvillupúkinn gerði mér óleik, ég veit að það eru tvö k í "þekkjandi"
At 8:27 PM, Skottan said…
Reyndar orti mamma ekki ljóðið. Þetta er fjöldaframleidd lýgi;-)
Ég ætlaði nú ekki að hljóma eins og skröggur, það er mjög fallega skreytt heima hjá foreldrum mínum. Ég er samt fegin að þurfa ekki að þrífa gluggakisturnar.
Post a Comment
<< Home