skottuskrif

Saturday, December 24, 2005

Jólasiðir

Tja get nú ekki sagt að andi jólanna sé hjá mér þessa stundina. Eitthvað fór lítið fyrir þeim hefðum sem ég hef komið mér upp á Þorlák og aðfangadag. Komst ekki niður í bæ í gær, gat ekki skipt á rúminu , farið á æfingu í morgun né keyrt út pakkana. Pabbi var nú svo ljúfur að setja hreint utan um rúmið mitt í dag, þessi elska. En svona er þetta.
Ég vil líka þakka fyrir öll jólakortin sem ég hef fengið og biðja fólk um að senda mér líka næsta ár þó það hafi ekki fengið kort frá mér í ár;-)
Gleðileg jól.
Stórt knús
Svansa

5 Comments:

  • At 2:56 AM, Blogger Oddrun said…

    Jæja Svana svo þú nenntir ekki að senda jólakort. En hafðu ekki áhyggjur ég held áfram að senda uppáhalds frænkunni jólakveðjur með góðum óskum. Guð blessi þér nýja árið.

     
  • At 7:28 AM, Blogger Skottan said…

    Gleðileg jól elsku Rúna mín. Og til hamingju með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni.

     
  • At 7:42 AM, Blogger Oddrun said…

    Já takk Svana mín og láttu þér batna. það er svindl að vera lasin á jólunum

     
  • At 4:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðileg jól samt þó byrjun þeirra sé ekki gæfuleg þá mundu að þeim lýkur ekki fyrr en á 13.degi jóla.Skil þig þó vel það er frekar fúllt að vera hundónýtur á þessum tíma.Mikið áttu góðan pabba,vona að þér batni sem fyrst, reyndu að leika Pollíönnuleikinn.Alltaf gaman að lesa þig,þú hefur húmor þótt veik sért.
    Kv anony.

     
  • At 7:58 AM, Blogger Skottan said…

    Takk fyrir. Fólk verður að hafa húmor fyrir sjálfu sér og ég brosi í gegnum tárin;-) Efast samt um að bakið lagist fyrir lok þessara jóla. En það lagast örugglega og ég má þakka fyrir það. Gleðileg jól.

     

Post a Comment

<< Home