skottuskrif

Thursday, December 22, 2005

Hopeless CASE

Ok,, Er að fara í matarboð í kvöld þar sem hver og einn á að koma með eitthvað góðgæti. Upphaflega var mér úthlutað það erfiða verkefni að koma með BRAUÐ. Ég veit ekki hvort fólkið hafi haldið að ég kæmi með vikugamalt samlokubrauð því verkefnið var tekið af mér:-( Ég á semsagt ekki að koma með NEITT. Það er greinilegt að fólk er búið að skipa mér í HC hópinn í matargerð.
Óska hér með eftir manneskju sem er tilbúin að kenna mér að elda, þangað til mun ég bjarga svona matarboðum með Baileys flösku, og hananú.

3 Comments:

  • At 4:34 AM, Anonymous Anonymous said…

    Auðveldast er fylgjast með einhverjum sem kann að elda,spurja og skrifa niður.
    Svo er gaman að fara á námskeið.Þú hlýtur að geta lært að elda eins og hver annar,reyndar finnst mér líkjörinn sem þú nefndir ágætur með kaffi.Góða skemmtun.
    Kv anony.

     
  • At 6:29 AM, Blogger Skottan said…

    Þetta er kannski minnst spurning um getu, áhuginn er nú ekkert að drepa mig;-)Nenni sjaldan að elda fyrir mig eina. Já mér finnst Baileys lang bestur með kaffi ummm.
    Takk fyrir.

     
  • At 11:22 AM, Blogger Oddrun said…

    Dúllan mín, þeir sem eru of þungir ættu að taka upp þínar matarvenjur ja nema Baileys, Hafðu það gott í kvöld

     

Post a Comment

<< Home