skottuskrif

Monday, May 30, 2005

Stúdent

Jæja þá er örverpið í fjölskyldunni orðið stúdent. Það var rosa veisla heima á laugardaginn og góð stemming. Ég fór með Pabba á útskriftina í Háskólabíó. Bjóst við að athöfnin tæki 4 tíma því að skólastjórinn var að kveðja eftir 28 ára starf og skólinn var að fagna hundrað ára afmæli. En betur fór en áhorfðist, þetta tók tæpa 3 tíma og þá hafði ég líka fengið nóg af Verslódýrð. Jón Ólafsson(Sjjjjjjjjjjjarmur) spilaði á píanó, Védís Hervör söng fallegt lag og Selma bar höfuðið hátt þrátt fyrir undangengnar Eu"hörmungar". Í veislunni píndi mamma mig til að setja upp húfuna hans Dóra sem er svona 4 númerum of stór. Á sínum tíma fannst mér alveg óþarfi að kaupa þetta hallærislega höfuðfat, fékk það lánað. Mér þætti samt fróðlegt að vita hver átti hugmyndina að þessum sið?? Sennilegast er merkingin ekkert annað en gamall hégómi. Það þótti víst voða fínt að vera stúdent hér í denn og menn hafa líklega keppst við að finna leið til að sýna að þeir væru lærðir. Í dag er prófið í álíka sessi og gagnfræðiprófið var fyrir 30 árum.
Það er komin önnur kúla í vinkonuhópinn, til hamingju Edda mín. Ég hálf öfunda barnið í maganum á henni því að betri manneskju er ekki hægt að finna.
Og Elín Pæja varð 25 ára á laugardaginn. Hún þurfti að eyða deginum í próf og lestur en ætlar að bæta það upp með veislu í Júní, Jibbý.....
Er lúin eftir veisluhöld helgarinnar. Ætla snemma í háttinn og reyna drusla mér í ræktina í fyrramálið, ég skal ég skal ég skalég skal............
Að lokum þá ætti að banna rigningu þegar Svana mætir í sandölum í vinnuna!!!!

Monday, May 16, 2005

VID HLÆJUM AÐ YKKUR

Nýjasta töskutrendið hjá stjörnunum í dag eru víst svokallaðar spæjaratöskur frá Fendi. Ok þetta eru töff töskur en verðið er ekki eins eftirsóknarvert, ein taska kostar allt að 1,3 milljón!!!!
Í hvert skipti sem ég les svona"fréttir",eða fæ yfirdráttarþörf í kjölfar auglýsinga, minni ég sjálfa mig á viðtal sem ég las fyrir skömmu. Viðtalið var við íslenska konu sem vinnur fyrir eitthvað tískuhús, man ekki alveg hvaða. Allavega þá sagði þessi kona að almennt þætti hönnuðum og starfsfólki tískuhúsanna ekkert eins hallærislegt og fólk sem eyðir morðfé í merkjaflíkur. Þetta "hátískufólk" forðast merkjavörur eins og heitan eldinn. Að láta sjá sig í slíkum flíkum þýðir að þú ert einn af þeim, þessum heimsku sauðum. Það er semsagt viðtekin hugmynd innan tískuhúsanna að verið sé að hafa fólk að fíflum.
Viðurkenni að ég var fífl! Ráfaði milli verslana(samt ekki hátískuverslana) með æðisglampa í augunum, Donna K, Calvin K, Armani etc,,, keypti aðallega kaupanna vegna, sekúntu sæla sem gleymdist jafn fljótt.
Í dag þá get ég skoðað í búðum án þess að kaupa, slíkt var óhugsandi hérna áður fyrr. En þrátt fyrir vitneskju mína um þennan fíflagang er ég samt komin með lista yfir það sem mig langar í, og á þessum lista er merkjavara:-( Að vísu hlaupa þessar vörur ekki á milljónum en þær eru heldur ekki ódýrar. Það besta er að ég réttlæti slík kaup fyrir mér, eins og að yfirleitt fari þessar flíkur betur í þvotti, séu klassískar, eftirfarandi réttlæting er algengust" ég hef ekkert leyft sjálfri mér þennan mánuðinn" járí jarí jarí.
Spurningin er semsagt sú hvort hægt sé að fífla fólk ef það veit að verið er að fífla það??
Held ekki þannig að í dag er ég ekki fífl þó ég sé sauður. Í öllu er ég ekki(og get ekki verið) jafn mikið fifl og stjörnurnar.

Sunday, May 15, 2005

Ó þú hagvöxtur!

Jæja síðasta prófið var í gærmorgun, þannig að öndin er aðeins léttari. Kveð hagvöxt, velferð og sjávarútveg með litlum trega. Reyndar gekk betur en áhorfðist. Félagsskapurinn var heldur ekki af verri endanum, það voru AMK fjórir mjög svo frambærilegir strákar í stofunni,UMMMMM. Næst á dagskrá er að hlaða batteríin í 3 daga áður en vinnutörnin tekur við. Ég er búin að sofa svona 12 tíma síðustu 3 sólarhringa og er í einhverju annarlegu ástandi sem ég kann ekki alveg að lýsa. Ekkert sérlega þreitt heldur dofin.
Annars hef ég ekkert mikið að segja, ætla að skella mér í heimsókn, fara svo í pottinn og slaka á.

Sunday, May 08, 2005

PRÓFLESTUR

Smá uppfærsla
Magga og Tryggvi eignuðust stelpu!!! já þrátt fyrir að hún og helmingurinn af fjölskyldunni hefði dreymt fyrir um strák. En prinsessan er algjör dúlla, var 16 merkur og 51,5cm. Var að skoða myndir á netinu og Magga tekur sig ótrúlega vel út. Þetta gefur mér svona einhverja framtíðarglætu um mig í móðurhlutverkinu, þar sem við erum svona svipaðar barnagælur, með öðrum orðum þá höfum við aldrei verið að tapa okkur yfir börnum annarra. Þó að mér finnist gaman að sjá vinkonur mínar takast á við móðurhlutverkin, þá er fjarri að mig langi til að vera í sömu sporum( fyrir utan mínútu kling í eggjastokkum annað slagið). Kannski myndi þessi afstaða mín breytast ef ég væri í sambúð, veit ekki? Allavega í dag þá langar mig bara að ferðast um heiminn, sjá og upplifa nýja staði.
Annars er ég að morkna yfir bókunum, finnst meira að segja tilbreyting að fara út í búð og ánægjulegt að sópa, bara allt annað en lestur OHHHH svo þreitt, nenni ekki meira.
Mér líður og lít út eins og illa skitinn hundaskítur. Þannig að ef svo ótrúlega vildi til að þið sjáið mig einhversstaðar á götum borgarinnar, takið mig þá upp og hendið mér í næsta rusl!!!