skottuskrif

Wednesday, December 07, 2005

Mótþróaþrjóskuröskun

Opositional defiant disorder= mótþróaþrjóskuröskun....
.....
er í hópi hegðunarraskana hjá börnum.
Einkenni;
  • Missir oft stjórn á skapi sínu
  • Rífst oft við fullorðna
  • Neitar að hlýða beiðnum eða reglum
  • Reynir viljandi að pirra aðra
  • Kennir öðrum um mistök sín og misgjörðir
  • Er viðkvæmt og pirrast auðveldlega
  • Er reitt og gramt
  • Illgjarn eða hefnigjarnt
Má ekki alveg eins kalla þessa röskun FREKJU??

10 Comments:

  • At 3:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Piff, það er búið að finna eitthvað fínt orð yfir allt nú til dags...

     
  • At 4:22 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sjálfsagt spilar hú oft inn í enoft fer hegðunin út fyrir öll mörk svo varhugavert er að alhæfa nokkuð um þessi mál fyrirfram.
    Kv anonymous

     
  • At 5:16 AM, Blogger Skottan said…

    Jamm ég veit. Auðvitað eru einkenni og aðstæður mismunandi milli barna og sjálfsagt að veita þeim börnum aðstoð. Auk þess eiga þessir "flokkar" eða heiti helst að auðvelda samskipti milli fagaðilia sem og rannsóknir. Oh fæ bara bömmer:-( Mér finnst samt mótÞróaþrjóskuröskun lýsa því sem helst myndi vera lagt að jöfnu við frekju. Þá er bara finna betra heiti.

     
  • At 5:44 AM, Blogger Skottan said…

    Úpps, ég meinti að heitið á flokkinum gefur til kynna að hér sé aðallega um frekju að ræða. Svo væri líka ágætt að taka fram í viðmiðunum hvenær slík hegðun ætti að teljast röskun.

     
  • At 7:37 AM, Blogger Oddrun said…

    Frekja er miklu einfaldara, þetta er eins og "Holtavörðuheiðarverkfærageymsluskúrslykill", get ekki ýmindað mér að venjulegt fólk geti hreinlega munað svona langlokur

     
  • At 8:17 AM, Blogger Skottan said…

    Það er einmitt málið, venjulegt fólk á bara ekkert að vera að flokka börn. Þá er hætta á stimplun og að fólk fari að koma fram við börnin samkvæmt þeirri stimplun. En einhvern veginn verða fagaðilar víst að miðla hugmyndum og vera vissir um að þeir séu að tala um sama hlutinn. Þetta er vandmeðfarinn heimur.

     
  • At 9:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    Börn og reyndar fullornir líka,fara alltaf eins langt og þeir komast.Frek börn?,bæld börn, kerfið virðist vilja steypa alla í sama mótið,hugsaðu um hvers við færum á mis ef engin væri fjölbreytnin.Kv anony.

     
  • At 8:32 AM, Anonymous Anonymous said…

    Málið er að þegar börn eru komin með sjúkdómsgreiningu frá lækni þá fá skólarnir meiri pening frá Ríkinu til að sinna sérkennslu! Í sumum skólum orðið svo slæmt að næstum annar hver krakki í bekknum kominn með greiningu á hegðunarvanda!... "ég er með hreyfiofvirkni og mótþróaþrjóskuröskun, en þú?" ... ;) nauðsynlegt???

    Elín

     
  • At 9:04 AM, Blogger Skottan said…

    Um Elín mín viltu nokkuð að ég fari út í að greina sjálfa mig? Ég yrði kjörið Case study. En í dag þá þjáist ég alla vega af insomnia:-( Segi ekki meir.

     
  • At 1:31 AM, Blogger Naglinn said…

    Það var nákvæmlega það sem ég sagði í ritgerðinni minni.... 'viðmið DSM-IV skarast á við almenna frekju í börnum'

     

Post a Comment

<< Home