Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Óþolinmæði er minn stærsti löstur, verkin eiga helst að hafa verið gerð í gær. Ég á því einstaklega erfitt með að bíða eftir að bakið mitt batni. Nenni ekki að vera þessi vælitýpa en veit ekki hvernig fólk sem ekki getur hreyft sig hleypir út gremju. Ekki argar maður á ástvini á jólum. Heimsæki slysó á morgun.
Horfði á The Girl With a Pearl earing með Colin Firth(tilvonandi eiginmanni mínum þó hann viti það ekki enn) og Scarlett Johannsson. Colin er ómótstæðilegur í hlutverki þýska listmálarans Veermer. Myndin fjallar um samband Vermeer og vinnukonu hans sem sat fyrir á einu frægasta málverki hans. Kynferðisleg spenna er meginþema myndarinnar en þó kom aldrei til neins líkamlegs á milli þeirra þar sem hann var giftur og margra barna faðir. Ég er ekki að biðja um að myndir endi alltaf með lófaklappi og látum en ég beið allan, ALLAN tímann eftir einhverju djúsí. Neibb ekki einu sinni koss. Leið svipað og þegar ég labbaði út af Seven nema þá var ég líka reið. Skipti yfir á Love Actually þar sem Colin var aftur mættur þremur öldum síðar. Þar fékk ég loks langþráðan endi og meira en það. Má ég biðja um milliveg?
Horfði á The Girl With a Pearl earing með Colin Firth(tilvonandi eiginmanni mínum þó hann viti það ekki enn) og Scarlett Johannsson. Colin er ómótstæðilegur í hlutverki þýska listmálarans Veermer. Myndin fjallar um samband Vermeer og vinnukonu hans sem sat fyrir á einu frægasta málverki hans. Kynferðisleg spenna er meginþema myndarinnar en þó kom aldrei til neins líkamlegs á milli þeirra þar sem hann var giftur og margra barna faðir. Ég er ekki að biðja um að myndir endi alltaf með lófaklappi og látum en ég beið allan, ALLAN tímann eftir einhverju djúsí. Neibb ekki einu sinni koss. Leið svipað og þegar ég labbaði út af Seven nema þá var ég líka reið. Skipti yfir á Love Actually þar sem Colin var aftur mættur þremur öldum síðar. Þar fékk ég loks langþráðan endi og meira en það. Má ég biðja um milliveg?
6 Comments:
At 9:08 AM, Anonymous said…
Heyri á öllu að þér líður ekki par vel.Eftir hverju ertu eiginlega að bíða?? Af hverju læturðu ekki líta á þig?? Góðar bíómyndir lækna e.t.v..sálina dálítið en ekki bakið.Svo hættu að vorkenna sjálfri þér og heimsæktu nú Slisó.Hvar er skynsemin??
Kv anony.
At 1:50 PM, Skottan said…
Já, ákvað að vera skynsöm og fór núna áðan. Þetta er sem betur fer bara slæmt mar. Bólgueyðandi, verkjalyf, kaldir bakstrar og ég verð stálslegin eftir tíu daga;-)
At 3:31 PM, Anonymous said…
Verra gat þetta verið,gott að heyra að þú munt ná þér,til hamingju með það.Eg er viss um þessi úrskurður verður til þess aðþér líður betur,samt skítt að eyða jólunum í svona ástandi.Nú er bara að láta sér batna og leita uppi þolinmæðina.Sjáumst.
Kv anony.
At 6:49 AM, Oddrun said…
Svana mín vonandi ertu nú að ná þér í bakinu, en hver er slóðin á bloggsíðuna hennar mömmu þinnar? Viltu senda mér hana?
At 1:20 AM, Naglinn said…
Alveg sammála með "Girl with the pearl earring", ég var næstum farin að gráta í lokin. Ekki vegna myndarinnar heldur að hafa eytt tveimur dýrmætum klukkustundum af mínu lífi í þessa sóun á filmu. Þvílík og önnur eins leiðindi hef ég aldrei áður séð. Gerðist andskotann ekkert í þessari mynd.
At 2:25 AM, Anonymous said…
Loose [url=http://www.invoicesmaster.com]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in minute while tracking your customers.
Post a Comment
<< Home