skottuskrif

Wednesday, January 10, 2007

Velkomin í NÚIÐ


Í DAG

Dagurinn í dag
er dagurinn þinn,
þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.

Gærdaginn áttir þú,
honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú
ekki neitt.

En daginn í dag átt þú.
Gef þú honum allt
sem þú megnar,
Svo einhver finni í kvöld
að það er gott að þú ert til.

Ake Rosenblad


Eftir að hafa lesið ágæta morgunblaðsgrein um mindfulness, undirstöðu visku og innsæis í búddískri heimspeki ákvað ég að breyta lífsháttum mínum(allavega gera tilraun;-)
Á góðri(?) íslensku kallast mindfulness árvekni eða gjörhygli og er að ryðja sér rúms í nútíma sálfræði. Dæmi um árvekni í daglegu lífi er að þjálfa sig í að veita athygli því sem er að gerast á hverju augnabliki. Fólk á að gera eitt í einu og einbeita sér að því, ekki hugsa um öll verkefni dagsins eða vikunnar meðan það tannburstar sig, borðar eða gengur. Í stað þess að flýta sér í daglega rútínu á fólk að hægja á sér og njóta sama hversu lítið sem það er.
Ég ætla lifa í núinu á nýju ári og njóta augnabliksins.













3 Comments:

Post a Comment

<< Home