skottuskrif

Tuesday, February 06, 2007

Er ég orðin svo gömul..

..... að tíska æskunar standi ofar skilningi mínum á klæðaburði?
Eru náttbuxur á miðjum degi nýjasta trendið, eða nennti unglingspilturinn sem ég mætti á hitaveitustokknum ekki klæða sig? Hann sá að mér varð starsýnt á buxurnar og brosti bara út í annað:-)
Get svo sem lítið sagt, var fullgildur meðlimur kúkalabbatískunnar og virkur þátttakandi í þeirri iðju að klippa upp í buxur. Hvílík hörmung og þá sérstaklega fyrir foreldrana að horfa upp á barnið sitt tæta í sundur glænýjan Levis. Athöfnin var ofar þeirra skilningi.
Í öllu falli þá voru náttbuxur drengsins bæði flottar og snyrtilegar, bláköflóttar ala Jói Boxari.
Getum við gamla fólkið ekki tekið upp þessa tísku, svo notó að vera í náttfötum:-)

8 Comments:

  • At 10:42 AM, Blogger lil said…

    I'll do it if you do it...

     
  • At 12:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ekki viss um að þessari tísku yrði vel tekið ef ég mætti svona á spítalann... héldu eflaust allir að ég væri sjúklingur he he. Tók mig reyndar svoldinn tíma að fatta að þetta væri tíska, hélt í byrjun að allar ungu stelpurnar væru svona litlar í sér þegar þær yrðu veikar að þær treystu sér ekki í annað en náttföt. Fannst það eitthvað skrítið samt að allar ættu köflóttar náttbuxur ;) ... humm? kaaannski erum við orðnar gamlar Svana mín.

     
  • At 12:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég verð að játa það að þegar ég ætla mér ekkert að fara eftir kvöldmat finnst mér best að "hygga mig" heima í náttfötunum (mín eru reyndar frá La Sensa)og ég veit ekkert betra en að þrífa í þeim sama fatnaði og fara svo í góða sturtu á eftir. Sem sagt, mín náttföt eru fjölnota fatnaður!
    Kv.
    Rúna

     
  • At 1:01 AM, Blogger Skottan said…

    Ég veit nú ekki hvort ég tæki mikið mark á lækni í náttbuxum;-) Ætti ég hinsvegar að lýsa einkennisbúning ykkar myndi ég einna helst líkja honum við náttfatnað:-)
    Ég segi nú það sama Rúna mín, er algjör náttfatafrík og er annaðhvort í þeim eða jogging heima hjá mér. Man heldur ekki eftir að hafa þrifið í gallabuxum! Náttbuxnatískan skýrir allavega örtröðina í Joe Boxer fyrir jólin(reyndar er örtröð þó það séu bara þrír inn í búðinni). Ætli unglingar reyni ekki alltaf að aðgreina sig sem hóp með einhverjum hætti.
    Lilja, þú ættir að prófa að klæðast náttbuxum í fluginu, karlarnir yrðu yrðu brjálaðir;-)

     
  • At 1:42 AM, Blogger lil said…

    Stutta pilsið og sokkaböndin duga svosem ágætlega þar hehehehehe ;p

     
  • At 7:02 AM, Blogger Skottan said…

    Já ég meinti nú brjálaðir yfir að missa hefðbundna outfittið. Er viss um að karlmönnum finndist svínka sexy ef hún færi í gallann;-9

     
  • At 8:52 PM, Blogger Unknown said…

  • At 6:40 PM, Blogger 5200 said…

    0724jeje

     

Post a Comment

<< Home