skottuskrif

Wednesday, December 07, 2005

koffín í æð

Lofaði sjálfri mér að drekka hvorki kaffi né kók á kvöldin þrátt fyrir próflestur. Tókst ekki betur en svo að einn plús er kominn í hóp svikinna loforða, damn. Minn vanalegi 6 tíma svefn er kominn niður 5 tíma takk fyrir!!! Samkvæmt heilsusálfræðinni hefur fólk sem sefur færri en 6 tíma allt að 70% hærri dauðatíðni en þeir sem sofa 7 til 8 tíma og að sjálfsögðu kemur svefnskortur niður á einbeitingu fólks(sem er kannski ástæðan fyrir að ég er að blogga í staðinn fyrir að lesa:-(
Eitt að lokum.
Hvers vegna má ekki lengur tala um svertingja sem svarta og hvítt fólk sem hvítt fólk? Í bókinni sem ég er að lesa er talað um Afrísk Ameríska og Evrópsk Ameríska ogsfr. Svartur maður sem flytur frá Frakklandi til Ameríku og hefur kannski aldrei á ævinni komið til Afríku er samt Afrísk Amerískur. Mér finnst þetta óþarfa málalengingar.
Vá hvað ég er í miklu tuðskapi..., farin að lesa,,
Kveðja frá einni evrópsk íslenskri.

10 Comments:

  • At 12:50 AM, Blogger Oddrun said…

    Það þykir argasti dónaskapur og rasismi að tala um "svertingja" americaninn talar um "colored people", en ég er sammála það breytir því ekki að svertingar eru svartir ( eða allavega dökkir)

     
  • At 2:38 AM, Blogger Skottan said…

    Já ég veit að þetta á að koma í veg fyrir rasisma,en er eitthvað betra að vísa til þess að fólkið sé komið úr"frumskógum" Afríku, tengir Kaninn það ekki við einhverskonar villimennsku? Mér finnst allt í lagi að sleppa "Negri" en sumir eru bara svartir og aðrir hvítir!
    Ég veit enda er svefnleysið alveg að koma niður á lestrinum ég næ lítilli einbeitingu. Ég næ þessu eitthvað upp um jólin. En Auby eigum við ekki stefna á eitthvert annað en á Grund? það verða komnar ellisvítur í framtíðinni;-)

     
  • At 7:36 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hversvegna er ekki bara talað um fólk? Erum við eitthvað öðruvísi eftir litrófinu? Kv anony.

     
  • At 8:57 AM, Blogger Skottan said…

    Já það væri auðvitað lang best að tala bara um fólk. Hinsvegar er verið að rannsaka áhrif erfða og umhverfis í tengslum við geðraskanir.Þar sem svörtum er mismunað og eru líklegri til að vera í lágstétt þá þykir aðgreiningin gefa vísbendingar um umhverfisþætti.

     
  • At 9:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvar er þessi rannsókn gerð og hvenær?Hefur slík rannsókn farið fram á ríku hvítu fólki?
    Kv.anomy

     
  • At 11:33 AM, Blogger Skottan said…

    Ég var nú bara tala almennt, engin ein sérstök rannsókn:-) Borin er saman tíðni raskana eftir kynferði, kynþætti og þjóðfélagsstöðu. Þannig að hvítt ríkt fólk hefur örugglega fengið að vera með;-)
    Hinsvegar eru flestir rannsakendur/meðferðaraðilar örugglega hvítir í mið eða hástétt og mat gæti litast af gildum og hugmyndum þeirra um "normal" hegðun.(Reyndar mjög líklegt að svo sé) Til dæmis bendir til að svertingjar séu oftar ranglega greindir með Geðklofa!
    Neib ég veit ekki hver NN er, en áhugaverð komment:-)

     
  • At 11:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gaman að sjá að mínar athugasemdir hafa fengið þig til að hugsa djúpt.Gaman að heimsækja síðuna þína.
    Kv anony.

     
  • At 3:12 PM, Blogger Oddrun said…

    Þetta er svaka spennandi, eins og í leynilögrleglusögu. "Hver er ókunni einstaklingurinn sem commentar?" Annars Svana mín þetta með svefntímann þinn 5 tímar er bara nokkuð gott. Af hverju ættum við að eyða okkar dýrmæta tíma í svefn, nógur tími til að sofa þegar við erum dauð!!!

     
  • At 4:32 AM, Blogger Skottan said…

    Já, ég kommenta nú sjálf oft á síður án þess að segja til nafns. En það væri gaman að vita hvort ég þekki viðkomandi??
    Ég væri alveg til í að geta sofið lengur, sérstaklega þar sem vökustundirnar fara í próflestur:-(
    6-7 tímar er fínt.

     
  • At 1:29 AM, Blogger Naglinn said…

    Þetta er nú bara svona í Ameríku Hér í Bretlandi er fólk bara 'Black, Asian, White'.
    Ekkert pólítiskt kjaftæði, bara segja hlutina eins og þeir eru.

    Ragga hvíta

     

Post a Comment

<< Home