Valkvíði
Þegar kemur að því að velja námskeið fyrir næstu önn fer ég gjarnan að velta fyrir mér hvers vegna ég valdi sálfræðina. Hef þó lúmskan grun en sú ástæða er með öllu ófullnægjandi. Greinin er fjölþætt og nær yfir mörg spennandi viðfangsefni en mig vantar þennan brennandi áhuga. Sé mig ekki starfandi sem klíníker né við tilraunir sem útilokar ansi margt. Var að rýna í námsskrána og komst að því að það er ótalmargt ANNAÐ sem mig langar til að læra. Félagsfræði, sagnfræði, bókmenntafræði, íslenska og enska toppa listann. Í gamla daga langaði mig til að verða flugfreyja(sú hugmynd flaug sem betur fer rétt á eftir sjoppukonunni;-), rithöfundur, kennari eða lögfræðingur. Reyndar heldur kennsla á framhaldsskólastigi enn fast í mig en þá væri ég svo til föst hér á fróni.
Öfunda fólk sem hefur vitað frá blautu barnsbeini hvað það vildi gera við líf sitt. Man eftir bekkjarfélaga úr grunnskóla sem sagðist ákveðinn ætla að verða tannlæknir. Þó mér finnist óskiljanlegt hvernig 10 ára gutti gat ákveðið að vilja eyða deginum gónandi upp í fólk þá er sá ágæti drengur nú að klára námið.
Kannski ég láti bara gamla drauminn rætast og gerist sjopputæknir sem telur ekki í pokann:-)
Öfunda fólk sem hefur vitað frá blautu barnsbeini hvað það vildi gera við líf sitt. Man eftir bekkjarfélaga úr grunnskóla sem sagðist ákveðinn ætla að verða tannlæknir. Þó mér finnist óskiljanlegt hvernig 10 ára gutti gat ákveðið að vilja eyða deginum gónandi upp í fólk þá er sá ágæti drengur nú að klára námið.
Kannski ég láti bara gamla drauminn rætast og gerist sjopputæknir sem telur ekki í pokann:-)
9 Comments:
At 2:36 PM, Oddrun said…
Svana mín, ég ætla að leyfa mér að stinga upp á fjölmiðlafræði eða stjórnmálafræði, sé þig alveg fyrir mér þar, svo ertu slyngur penni, hvernig væri að leggja fyrir sig skrif? Hvernig er bakið og hvað með blogglinkinn hennar múttu þinnar?
At 3:28 PM, Skottan said…
Gleðileg jól Auby mín. Bakið mitt fer batnandi en ástandið hefur óneitanlega sett svip sinn á síðustu daga. Heyri í þér á morgun.
Ha ha Rúna mín ég hef áður sagt að ég nenni ekki að rífast allan daginn né kalla mótherja mína háttvirta;-)Skrifa kannski í ellinni.
Eitthvað hefur farið úrskeiðis við innskráninguna hjá mömmu því henni tókst aldrei að birta efni.
At 5:03 AM, TaranTullan said…
Hæ hæ Svana mín, og gleðileg jól og takk fyrir það gamla.
Mér líst rosalega vel á allt sem þú skrifaði. Þetta er eins og tekið úr mínum huga. Mig langar rosalega að læra þetta allt. Er að hugsa um að fara í sagnfræði þegar ég er búin með mitt nám, dúlla mér svona í því, í og með.
Annars sýnist mér nýja Bergdís, þ.e. nýji gaurinn vera svaka fínn. Þú ert að missa af miklu... Nei ég segi svona.
Kveðja...
At 5:31 AM, Skottan said…
Hubba hubba Tulla;-) Ég fór og heimsótti liðið síðastliðinn fimmtudag með smá nammilaði. I miss the girls;-( en ekki starfsins!! Sá sveinka og hann virðist ágætur, er hann giftur??;-) Hvernig leist þér annars á ástina mína? Ha Ha, læt ekki plata mig svona auðveldlega.
At 9:12 AM, Anonymous said…
Úr mörgu er að velja og að ýmsu að huga,t.d.hvar liggja hæfileikarnir.Mest um vert er að eg tel að velja eitthvað sem viðkomandi getur hugsað sér sem sitt ævistarf,ekki væri verra að það væri sæmilega launað.Sama gamla spurningin er hvað villt þú?
Vona að bakið sé betra.
Kv anony.
At 5:38 AM, TaranTullan said…
Hafðir þú séð svona hrekk áður Svana mín? Mér finnst þetta svo svakalega sniðugt, en það er ekkert sem hefur í raun komið á óvart með vinina. En Bart hefur nottlega heillað fólk síðasta áratuginn eða svo.
Ég veit ekki hvort hann er giftur, nýji bossinn, en hann á alveg eins bíl og ég, sem segir að sjálfsögðu hversu vel gefinn og góðan smekk hann hefur. En ég bið að heilsa þér.
Kær kveðja
At 6:52 AM, Skottan said…
Já þetta er erfitt val sérstaklega þegar hugað er að ÆVISTARFI. Ég veit bara að mig langar að vera innan um fólk og hafa gaman af því sem ég geri. Svo væri ágætt að launin nægðu til þess að ég gæti ferðast:-) Bakið er að komast í lag,takk fyrir, en það er enn sárt þegar ég beygi mig. Grær áður en ég gifti mig:-)Pottþétt!
Nei Tulla ég hef ekki séð svona hrekki áður, veit bara af þeim;-)
At 9:56 AM, Anonymous said…
Mr sýnist þú hafa hugmyndir um hvað þú villt ekki gera.Það er strax eitthvað til að byggja á.
Gleðilegt nýtt ár.
Kv anony.
At 12:00 PM, Oddrun said…
Gleðilegt bloggár Svana mín og skemmtu þér um áramótin. Þú verður góð í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur elskan. Kveðja frá Stykkishólmi
Post a Comment
<< Home