skottuskrif

Sunday, June 18, 2006

Hljóðfæraleikarar

Staðreynd 1;
Af 6 manna fjölskyldu er mamma sú eina sem hefur lært á hljóðfæri, píanó.
Staðreynd 2;
Á heimilinu eru til eftirfarandi hljóðfæri;
  • tveir kassagítarar
  • rafmagnsgítar
  • Píanó
  • hljómborð
  • bongó tromma
  • munnharpa
  • harmonika
  • hristidót 1, veit ekki hvað heitir
  • hristidót 2, veit ekki hvað heitir
  • hristidót 3, veit ekki hvað heitir
Fyrsta staðreyndin kemur ekki í veg fyrir að hljóðfærin eru óspart notuð. Bræður mínir og pabbi grípa í gítarana og virðast sérstaklega duglegir eftir þætti eins og Það var lagið og Idolið. Feðgarnir eru óneitanlega músíkalskir enda þarf talsvert tóneyra til að pikka upp lög á gítar. Með þeim tilfæringum eru raddböndin svo þanin!!
Ég á eitt hljóðfærið á listanum, hljómborðið. Fékk það í afmælisgjöf á þeim tíma þegar mini hljómborðin voru hvað vinsælustu, þau gáfu undirspil og lýstu upp aðalnóturnar. Sem betur fer var lagalistinn stuttur, fæ hroll þegar ég heyri lögin. Nema hvað þá fannst pabba dótið svaka skemmtilegt og þar sem ég sýndi hæfileika(kunni að pikka inn lögin eftir hundruði skipta) var mér gefið the real thing. Fannst alltaf eins og honum langaði meira í gripinn en mér, svona svipað og þegar Hómer gaf Marge keilukúlu merkta sjálfum sér í afmælisgjöf. Þessi kenning mín fékk byr undir báða þegar Hemmi fékk rafmagnsgítarinn í jólagjöf!
Til að gera langa sögu stutta var ég álíka hljómborðsleikari og Ross í Friends, nema ég vissi að dæmið var vonlaust, I SENSED IT;-) Því miður eru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki eins næmir. Því spyr ég, þarf Það var lagið ekki sumarfrí eins og aðrir þættir???

Wednesday, June 14, 2006

CrazyLacy

Er ég sú eina sem fyllist óyfirstíganlegri leti í svona veðri? Nenni ekki ræktina, legg ekki í göngu og hryllir við sundi. Langar mest að skríða upp í rúm með bók en það er júníkvöld og klukkan er hálf 8. Er á kafi í Kite runner, ágætis lesning sem maður lærir af. Fæ líka fríar DVD og spólur á safninu og þar sem kona kaupir inn myndirnar er úrvalið ólíkt því sem bræður mínir eiga, mikið af drama og rómantík, þið vitið. Oh trúi ekki að ég sé að tala um imbadót, en þetta er svona varaplan ef veðrið í dag reynist lýsandi fyrir sumarið. Annars hef ég ekkert á móti rigningu og roki ef það styttir upp um helgar.
jæja þá er bara Hm rúmið og ræktin í fyrramálið.

Tuesday, June 13, 2006

Bara eitt orð um tónleikana í gær, frábærir. Flestir gestirnir voru á aldri við foreldra mína, gaman að sjá fólk á sextugsaldri syngjandi og dillandi sér með lokuð augun, þvílík innlifun;-) Við sem fórum vorum samt sammála um að það hefði mátt bjóða fólki að borga extra fyrir sæti, OG láta þá vita sem keyptu sér bjór 10 mínútur fyrir tónleika að það mætti ekki fara með hann inn á aðalsvæðin. Þegar á leið horfði ég öfundaraugum upp í stúku en þar sátu Glitnismenn í hægindum með BJÓRINN SINN. Jæja þetta er víst gjaldið fyrir að vera JUST a person.

Sunday, June 11, 2006

So many books and the damn TV

Til hamingju með daginn sjómenn og co, konur þeirra og börn fá líka kveðju enda örugglega erfitt að þurfa sjá á eftir ástvinum í langa túra. Vonandi að fólk skemmti sér við höfnina meðan ég kúri inni í rigningunni.
Átti einu sinni grjónastelpu sem á var skrifað So many men, so little time. Þetta vandamál tuskudræsunnar er ekki beint að plaga mig heldur fjöldi bóka sem mig langar að lesa, so many books. Einhleyp og barnlaus manneskjan á ekkert með að kvarta yfir tímaleysi, en nú þegar 6 bækur eru á náttborðinu upplifi ég einskonar tímaþröng. Ekki bætir úr að á hverjum degi sé ég svona 50 bækur sem ég ÆTLA að lesa í sumar, einmitt. Það kom mér reyndar á óvart hve mikið er að gera á safninu. Sjálf er ég duglegust í skáldsögunum á sumrin því þá eru þær ekki viðbót við skólalesturinn. En ég er að segja ykkur að fólk er að taka svona 10 og 20 bækur í einu, kannski horfir það aldrei á sjónvarp. Sem er annað mál, baráttan við imbann. Hef nefnilega komist að því hvað það er miklu skemmtilegra að verða sér úti um HEILU seríurnar og horfa á nokkra þætti í einu, shame on you Herms.
Annað sem kom mér óvart eru vinsældir rauðu seríunnar. Hef lesið nokkrar og gef þeim falleinkunn. Vinnufélagi sem er í bókmenntafræði sagði margar kenningar vera til um hversvegna konur leita í þessar sögur, gott ef það er ekki bara heill áfangi. Ég man ekki eftir að þær sögur sem ég las hafi skilið nokkurn skapaðan hlut eftir sig nema lýsingar á lendarþukli. Annars get ég lítið sagt hafandi horft á allar seríurnar af O.C á innan við mánuði;-)
Horfði á fantagóða mynd um daginn, The life of David Gale. Kevin Spacey frábær að vanda, svona eiga sögur vera.
Að lokum. Ef þið eruð orðin heilabiluð á HMglápi mæli ég með gátunni í Tímariti Morgunblaðsins. Þið munuð upplifa úber stolt ef þið getið eitthvað.
Hér eru dæmi sem ég gat(úber stolt);

Alltaf með sandi hjá spennandi= Æsandi
Lituð lemur ávöxt= bláber
Andi skolla er hegnandi= Refsandi
Herma kisur eftir öðrum dýrum= Apakettir
Ósvipaðar setja belti í kar= Ólíkar

Hér eru nokkur sem ég get ekki(úber pirruð)
Að slá varnagla vegna bókar á Ásprenti(7)=?
Hólma vaggi með líkamshluta fisks(7)=?
Bendla sívalningi við geymslustað fyrir þráð(11)=?

Later

Monday, June 05, 2006

sveitasvein

Jæja þá er mans komin úr sveitinni. Brunaði upp í bústað með áform um hiking og afslappelsi í pottinum. Eitthvað sveigðist planið eftir veðrinu, lét mig þó hafa að fjúka aðeins áleiðis. Og þar sem heitapotturinn hitnaði ekki var í staðin kveikt upp í kamínu, spilað og lesið. Mikið finnst mér gott að komast út úr bænum, alveg endurnærist.
En svona til að taka þennan ljóðræna blæ af skrifunum þá verð ég að leggja fram kvörtun. Húsbílar, Fellihýsi eða hvað þetta nú heitir. Hvað er sameiginlegt með eigendum þessara farartækja? hmm látum okkur sjá, keyra á 60, ekki gefa merki um safe framúrakstur og alls ekki víkja þó röðin á bak við þig spanni 20 bíla! Smá alhæfing, sjálfsagt eru til bílsniglar sem taka tillit til annarra en þeir eru sjaldnast á sömu leið og ég.
Að lokum þá vill svo skemmtilega til að ég er einmitt byrjuð að vinna upp í sveit. Verð að taka svona til orða því ég hef alltaf kallað búsetu út fyrir 108, sveit. Verð semsagt í Foldasafni í sumar. Indælt starfsfólk, ekkert stress, bara bækur og til að setja súkkulaði á ísinn, frí ALLAR helgar. Það verður því lestur og landkönnun þetta sumarið.