skottuskrif

Monday, January 22, 2007

Ógleði

Ég fann til mikillar ógleði eftir Kompásþáttinn í gær. Hélt maðurinn virkilega að hann gæti afsakað framferði sitt með þeim rökum að móðir hans væri veik og að hann væri þunglyndur. Vel má vera að í einhverjum undarlegum tilfellum sé barnagirnd "afleiðing" þunglyndis , en veik móðir??
Annað sem ég hjó eftir í þessum þætti var umræðan um sálfræðileg próf. Ágúst sagði berort að hann hefði svarað spurningalistanum með það í huga að komast inn á Sogn í stað þess að fara í fangelsi. Hann vildi semsagt vera talin "geðveikur" glæpamaður til þess eins að komast hjá vel þekktum móttökum samfanga. Eftir slíkar staðhæfingar getur maður ekki annað en efast um réttmæti sálfræðilegra prófa. Eru prófin að mæla eitthvað annað en það sem svarandi vill að þau mæli?
Ekki misskilja þessar pælingar, ég er á þeirri skoðun að í tilfellum sem þessum sé einstaklingur mikið brenglaður. En að maður sem á að baki sér yfir 20 ára sögu um barnamisnotkun skuli ganga laus, get ég ekki skilið.
Þess má geta að Woodsman var sýnd á bíórásinni eftir þáttinn í gær. Hef áður tala um þá mynd enda setti hún mig í siðferðislega kemmu. Myndin fjallar um barnaníðing og átök hans við sjálfan sig og ég fór actually að vorkenna honnum, VORKENNA BARNANÍÐING! Eins og fram kom í Kompás í gær þá finnst þessum mönnum ekkert endilega að þeir séu að gera eitthvað rangt, telja jafnvel að barnið vilji athæfið, hafi beðið um það með augnaráðinu eða eitthvað álíka. Ég meina hver getur ekki vorkennt mönnum fyrir að hafa svo ógeðfelldar hvatir.
Ætla ekki ítarlega ofan í myndina en hvet sem flesta til að horfa á hana.
Later.

7 Comments:

  • At 12:52 PM, Blogger TaranTullan said…

    Er það myndin með Kevin Bacon, átti nebblega alltaf eftir að sjá hana?

     
  • At 6:02 AM, Blogger Skottan said…

    Já Oj, og hann fer þvílíkt vel með hlutverkið.

     
  • At 6:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vissulega eru þette mikið sjúkir einstaklingar.Eg hélt að eftir síendurtekin brot,og ef þeir vilja komast hjá þessu,væri fjarlæing á eistum og einhverjar lyfjagjafir e.t.v.lausnin.Er einhver sem getur svarað þessu?
    Spurning er líka um hvað hægt er að gera fyrir vesalinga móður þessa ógæfumanns?
    Félagsmála og Heilbrigðismálaráðuneytin ættu að kanna málin svo hún sé ekki gerð að blóraböggli.
    Kveðja Bettý,

     
  • At 7:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég er ekki viss um að gelding hafi áhrif á hneigðir og fýsnir þannig að þó getan sé kannski ekki lengur til staðar er löngunin ennþá jafn sterk og myndi því trúlega ekki koma í veg fyrir misnotkun, kannski í einhverjum tilfellum en ekki öllum þar sem menn myndu ábyggilega þurfa að fá útrás fyrir frustrationinni...nei ég veit það ekki...mér dettur það svona í hug

     
  • At 11:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei ég get svarað því að gelding hefur ekki áhrif á hneigðir fólks eða hvatir. Ég get vissulega fundið til samúðar veð veikum einstaklingum en fórnarlömbin eiga samt næstum alfarið samúð mína þar sem þetta markar þau fyrir lífstíð.
    Bestu kveðjur
    Rúna

     
  • At 3:02 PM, Blogger lil said…

    Í öllum almennilegum sálfræðilegum prófum er tekið tillit til þess að fólk muni reyna að sýnast á þeim og feika hvernig það er. Þess vegna eru alltaf "trick" spurningar til að klófesta fólkið sem feikar, og til að fólk geti feikað geðsjúkdóm þarf það að vera aaaaansi vel inní honum til að það sjáist ekki á prófinu.

     
  • At 11:16 AM, Blogger Skottan said…

    Já ég veit af þessum spurningum sem eiga að koma í veg fyrir slíkt;-) Var ekki málið að umorða spurningarnar og sjá hvort viðkomandi gefi sömu svörin, eða athuga hvort hann játi öllu eða neiti ogsfr??

     

Post a Comment

<< Home