skottuskrif

Monday, April 25, 2005

Kisukveðja

Er búin að gráta úr mér augun! Ekki vegna þess að ég er að lesa hagsögu Íslands(sem vissulega gefur oft tilefni til gráts) heldur vegna þess að kötturinn minn er að deyja. Hún Birta er búin að vera tryggur félagi í 17 ár. Þetta er talsvert langur tími og jafngildir um 100 árum í kattaldri. Í gegnum árin hef ég bölvað Birtu fyrir sóðaskap, kúkur á gólfi, piss í sturtunni og lotningaverðar fórnir í formi dauðra fugla og músa. Stundum gekk ég svo langt að biðja fólk um að bakka yfir hana. Á tímabili langaði mig líka rosalega mikið í hund en slíkt kom ekki til greina. Ástæðan var sú að Birta var bæði ráðrík og grimm. Hún hefði hakkað hundinn í sig. Eftir að við fluttum í Brekkugerðið hurfu allir kettir í götunni, það er jú bara pláss fyrir eina drottningu og þeir hæfustu lifa af. Hundaárátta mín varð einu sinni tilefni að vísu, hún var svona;
Kisa herfa
láttu þig hverfa
sýndu þá lund
svo við fáum hund.
Ég tek allt illt sem ég hef sagt um Birtu til baka. Í dag myndi ég ekki vilja skipta á henni og hundrað hundum. Hún var ein af fjölskyldunni og það sáu allir sem hingað komu, hún var einstök. Og núna bara græt ég. Málið er nefnilega það að hún hefur alltaf fundið á sér þegar mér líður illa. Hún skynjaði alltaf þegar voði var í vændum, horfði upp á mig í veikindum og þekkti allt ferlið. Svo kom hún og kúrði sig hjá mér. Samt held ég að það verði erfiðara fyrir Hermann að kveðja Birtu. Hann er að verða tvítugur og kötturinn hefur fylgt honum allt hans líf.
Það verður erfitt að fylla skarð Birtu ef það verður þá nokkurn tímann reynt. En við eigum svo sannarlegar góðar minningar um hana.
Jæja best að hætt þessu væli og halda áfram að lesa.

Wednesday, April 20, 2005

Tja hérna hér!

Tvöfaldur glaðningur?
Í sakleysi mínu, þegar ég ætlaði að skrá mig inn á þessa síðu til þess að segja ykkur hversu yndislegan föður ég á, en hann kom færandi hendi með blómvönd fyrir mig í tilefni sumarsins, þá varð mér á að setja tvö g í blogg. Tja, fékk hina furðulegustu síðu á skjáinn en ég hætti mér ekki lengra inn á hana.
Kannski einhvern tímann seinna:-)
Vil líka benda ykkur á síðuna hans Hemma bró, www.hemmihreins.blogspot eða /tk. Takið sérstaklega eftir skemmtilegu áhugamáli. Reyndar held ég að þetta sé aðal afþreying margra en það eru færri sem þora að viðurkenna það. Þannig að gott hjá þér Hemmi og haltu bara áfram að stunda þetta krefjandi áhugamál:-)
En allavega Túsund Takk For Mig Pabbi og gleðilegt sólríkt sumar!

JÖFNUÐUR

Er að lesa um mismunandi tegundir velferðaríkja. Þessi lestur hefur lagt styrkari stoðir undir pólítískar skoðanir mínar. Bróðir minn segir að ég sé KOMMi, er farin að hallast að því að hann hafi rétt fyrir sér.
Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir, skipt á milli sín skjólinu, trjánum og matnum þannig að ekkert þeirra upplifi skort. Ætli það sé í raun eðli dýranna að vilja hámarka hagsmuni sína jafnvel á kotnað annarra skógarbúa? Svo var víst endanlegi sannleikurinn í Animal Farm. Verður jafnaðarhugsjónin þá alltaf bara hugsjón? Eitthvað huglægt sem aldrei verður raungert? Eflaust, en mér finnst hugsunin jafnfalleg fyrir því.
Já, jöfnuður skal það vera! Og þó ég verði kommatittur í kjölfarið þá er það bara besta mál.

Að lokum , þá er leiðinlegt að horfa upp á meðlimi sömu tegundar éta hvorn annan, sérstaklega fyrir framan öll hin dýrin.

Friday, April 15, 2005

OF virkar mæður?

Geðlyfið Concerta sem ofvirkum börnum er aðallega gefið var í 8 sæti yfir söluhæstu lyf síðasta árs. Í þessu lyfi er sama örvandi innihaldsefnið og í rítalíni sem er skylt amfetamíni. Ennfremur var 80% aukning á notkun þessa lyfs frá því í fyrra.
Hmmm, sá einhver Desperat Housewives í gær?
Kom orsök þessarar aukningar fram í þættinum?

Nei hver djöfullinn!

Thursday, April 14, 2005

BITUR??

Jónína Ben er búin að vera áberandi í fjölmiðlum af undanförnu. Allavega hafa birst tvær greinar eftir hana í Morgunblaðinu og svo var hún í Íslandi í dag síðasta föstudag.
Jónína er átakamanneskja, hreinn Marxisti. Hún gagnrýnir auðvaldið og kapítalismann og er oftar en ekki málefnaleg. Hinsvegar les ég mikla biturð í málflutningi hennar og skrifum. Baugsveldið, Baugsmiðlar, kauphéðnar,,,, bla bla. Ætlast manneskjan til að tekið sé mark á orðum hennar?? Þó að gagnrýnin eigi oft rétt á sér þá verður ekki hjá því litið að Jónína er fyrrverandi ástkona Jóhannesar. Liggur einhver dulin fortíðarþrá að baki þessum óhróðri hennar? Tregi yfir að fá ekki lengur að fljóta um heimshöfin á snekkjum auðvaldsins?
Jónína ITS OVER, og að ráðast á fyrrverandi ástmann sinn í fjölmiðlum er ekkert nema ósmekklegt.

Að lokum, þá vissi ég að Ítalir hafa heitt blóð en það er óþarfi að kveikja í!!!

Wednesday, April 13, 2005

KILLS ME

Er að fara í próf í þessu á morgun:
  • Í ályktunartölfræði er reynt að meta hvort að tiltekinn munur milli einhverra gilda sé raunverulegur eða ekki. Lagt er mat á hvort munurinn teljist tölfræðilega marktækur eða ekki; ef líkurnar á að fyrirliggjandi munur ráðist af tilviljun eru innan ákveðinna marka, getum við hafnað núlltilgátunni um að munurinn sé ekki raunverulegur. SPSS býður notendum upp á framkvæma langflestar aðferðir ályktunartölfræði.
Takk SPSS, hvernig er hægt að hafna slíku boði!!! Skil þessa tölfræði reyndar mjög vel, en hinsvegar frýs ég alltaf í tölvuprófum, veit ekki af hverju. Þetta er mjög bagalegt þegar próftíminn er af skornum skammti.
En þetta er síðasta prófið fyrir lokaprófin:-)
Annars ætla ég í kvöld að leggja loka mat á hvort liðsmenn Liverpool eru sætari en liðsmenn Chelsea. Það er mikill þrýstingur hér heima þar sem Hemmi er harður poolari. Íris og Dóri eru líka í heimsókn og þegar ég kom heim í gær tók Ísabella á móti mér í Liverpool bol. Ekki nóg með það, heldur notar Hreinn Ingi Liverpool SMEKK.
Spurning hvort þetta hefur áhrif á fótboltasmekk minn en hann ræðst aðallega af fegurð leikmanna:-)

Tuesday, April 12, 2005

Hildur Vala STUÐMAÐUR

Nei Nei Nei Nei!!! hvers má veslings stúlkan gjalda. Þetta er án efa leiðinlegasta tónlist sem til er. Ekki nóg með að hún sé látin syngja Sálarlag inn safnplötu, heldur er hún "látin"(hlýtur að vera) fylla skarð í útbrunninni hljómsveit. Svei mér þá. Ég hefði ekki farið á tónleikana með þeim Royal Albert Hall þó ég hefði fengið borgað fyrir það. Tvíhöfðafréttir sögðu að þetta hefði verið samkoma þar sem nýríkir Íslendingar hefðu komið saman til að hrista skartgripi sína, SNILLINGAR.

Monday, April 11, 2005

UMM Bubbi Byggir :-)

Þórhallur fréttamaður á stöð 2 er svo mikið hönk. Það voru tveir strákar frá Keflavík í viðtali hjá honum og Svanhildi áðan. Þeir eru með sjónvarpsþátt á kapalstöðinni augnsýn þar sem þeir sýna okkur meðal annars næturlífið í Keflavík. Skrítið hvernig drukkið fólk dregst að myndavélum eins og mý að mykjuskán. Sérstaklega stelpur og virðast margar þeirra hafa strípiþörf með meiru. Ein keflavíkurdaman beraði barminn og ojjjj, það sást varla í geirvörturnar, manneskjan var með svona 10 hringi í hvorri vörtu. En annar piltanna var MJÖG sætur, tvítugur og temjanlegur, þannig að þið einhleypu stúlkur þarna úti tjékkið á Augnsýn.
Átti ágætt samtal við Elínu vinkonu í gær. Gat samt ekki einbeitt mér að lestrinum seinna um kvöldið þar sem íturvaxnir slökkvíliðsmenn vildu ekki yfirgefa hugsanir mínar, Skamm Elín. Já men in UNIFORMS eru ómótstæðilegir. Samt eru smíðabuxur sá vinnugalli sem mér er mest að skapi. Veit ekki hvort það eru buxurnar sjálfar eða rykfallnir sjúskaðir smiðir, en ég kikna í hnjánum. Er ég skrítin???
Eitthvað virðast íslenskar auglýsingar fara dalandi, hvað er málið með þetta HIVE. "ÉG FRELSAÐIST Í GÆR" og mynd af einhverjum gæja sem fékk sér nýja nettengingu. Er ég þá ófrjáls í þeim skilningi að geta ekki halað endalausu efni niður af netinu? Reyndar get ég það en þetta er engu að síður glötuð samlíking.
Að lokum, þá finnst mér að það eigi að banna auglýsingar þegar ég á ekki pening,.
Semsagt það á að banna allar auglýsingar, alltaf!!!
kannski ætti ég bara flytja til Kúbu:-(

Ömurleg byrjun á degi.

Þegar ég settist fyrir framan tölvuna í morgun uppgötvaði ég , mér til MIKILLAR gremju að ég hafði gleymt að vista helvítis glósurnar frá því í gær. ARGGGGG, þarna fór bara þriggja tíma vinna bara sísvona, OHHHH. Núna er ég líka brjáluð í skapinu, fór upp í skóla áðan og þá var krotað á töfluna að kennarinn væri veikur. HAAA, en ég tékkaði á veikindum áður en ég fór???, Veikindin voru sett inn á Ugluna 10 mínútum áður en tíminn átti að byrja. Eitt stórt PIRR. Verð að fara út að kæla mig niður, það sýður á mér.
Og Sienna Miller, maður dumpar ekki Jude Law!!!!

Sunday, April 10, 2005

STUPID ME

Er í kúrs sem heitir efnahagslíf og þjóðfélag. Þetta er svona Imba úttekt fyrir félagsfræðinema á efnahagslífi Íslands og OECD landanna. Allavega þar sem fyrri hluti námskeiðsins er á íslensku hef ég trassað að lesa í þessu fagi. Þegar ég sá að einn af kennurunum ætlaði að halda fyrirlestur í Öskju um Landbúnað og hlut hans í efnahagslífinu ákvað ég að skella mér.
Jamm, mætti þarna ásamt helstu hagfræðingum þjóðarinnar og nokkrum sveitalubbum. Reyndar var strákur við hliðina á mér sem var bæði sætur og töff. Komst fljótlega að því að umfjöllun og umræður voru ekki alveg á mínu level, leið reyndar eins og algjörum fávita. Sæti strákurinn var eitthvað að spyrja hvernig þessar og hinar tölurnar væru fengnar og salurinn snéri sér undrandi að honum og hneykslun yfir fáfræðinni skein úr augunum. Ég skildi samt að í dag eru færri og stærri mjólkurbú í landinu og fleiri lítrum er pumpað úr hverri kú en áður. Ég skildi líka að að heildarskuldir búanna eru meiri en tekjur þeirra og það er lítið sem réttlætir alla þessa ríkisstyrki. Ég bíð bara eftir að því að Baugur fái að kaupa upp öll mjólkubú landsins og stofni eitt stór BÓNUSbú. Það myndi rýmka landsvæði fyrir sumarbústaðalóðir og golfvelli, en það er víst trend hjá bændum í dag. Þegar skilningur minn á umfjölluninni var komin niður fyrir núll fór ég að sýna á mér fararsnið, þá spurði sæti strákurinn mig hvort ég ætlaði ekki að spyrja fyrirlesarann um eitthvað. UHHM NEI. Ég var ekki alveg tilbúin að auglýsa"takmarkaðan" skilning minn á hagfræði. En strákurinn var allavega sætur þannig að þessi ferð var ekki algjör tímasóun:-)
Hef ákveðið að taka frekar Sálfræðina til 60 eininga. Finnst samt pælingar félagsfræðinnar alveg frábærar, en á heildina litið skil ég fólk betur en verga landsframleiðslu.

Já og að lokum, eru Reykjavíkurnætur grín? Þó yngsta Clausen systirin sé sæt þá eru leikhæfileikarnir eitthvað takmarkaðir. Nema hún eigi að vera svona rosalega ýkt. Mér finnst eins og ég sé að horfa á Stundina Okkar þegar hún er á skjánum.

Saturday, April 09, 2005

Send this to að smart woman Who needs a laugh

Nokkrir Góðir;

He said.... I DON'T know why you wear a bra; you've got
nothing to put in it. She Said.... You wear pants don't you???

How does a man show that he is planning for the future???
He buys two cases of beer.

What is the difference between men and government bonds??
The bonds mature.

How many men does it take to change a roll of toilet paper?
We don't know; it has never happened.

What do you call a woman who knows where her husband is every night?
A Widow.

og að lokum;

Man says to God; "God, why did you make woman so beautiful?"
God says; "So you would love her"
But God, the man says, "why did you make her so dumb?"
God says; "My son, I did that so she would love you."

Friday, April 08, 2005

Enginn fuglasöngur.

Ok er með pínu samviskubit. Þannig er að fyrir viku vaknaði ég kl hálf sex við þvílíkt fuglagarg. Mig langaði mest til að fara út og fremja fjöldamorð á fuglunum. Daginn eftir var jörðin hvít og ég hef ekki heyrt fuglasöng síðan. Vona að greyin séu ekki frosin í hel.
Las í mogganum að árleg dauðaslys hafi verið í sögulegu lágmarki í ár. Svo virðist sem annars ógeðfelldar auglýsingar umferðastofu séu að bera árangur, sem er bara gott mál. Hinsvegar er ekki gott mál hve auglýsingum tekst oft vel að eyðileggja fyrir mér lög. Eins og lögin," augun mín og augun þin "og "Ég er sko vinur þinn, já besti vinur þinn". Ég fæ hroll þegar ég heyri þessi lög.
Ég vil að auglýsingum sé bannað eyðileggja lög!!
Horfði á mynd um V samtökin í gær, Úff. Viðbjóður!!! Þó að ég hafi lesið um svokallaðar þægindakonur í stríðum, þá var reynsla þeirra eitthvað svo fjarlæg. Frásagnir þessara kvenna í myndinni voru svo skelfilegar að ég táraðist. Þær þurftu að þjóna allt að 20 hermönnum á dag, og sumar voru í haldi í tvö ár, hugsa sér. Umskurður kvenna var líka tekin til umfjöllunar, alveg hræðilegt. Ef myndin verður endursýnd þá hvet ég alla til að horfa á hana.
Svo er það bara vinna kl 7 í fyrrmálið, JIBBÍ

Thursday, April 07, 2005

Hello folks

Jæja, þá er ég byrjuð að blogga. Veit ekki hversu dugleg ég verð að uppfæra, en það má reyna. Var að skila 30% verkefni í skólanum í dag og því ber að fagna, EN NEI. Skynsemin segir snemma í háttinn til að endurnýja orkuna til frekari lesturs. Óska samt ræðuliði sálfræðinnar velgengis en í kvöld er liðið að keppa til sigurs í Ciceró, ræðukeppni HÍ. Var að horfa á Ísland í dag þar sem krossfarinn mikli hann Gunnar var að fordæma samkynhneigð. Hann hélt því fram að hægt væri að lækna þennan"sjúkleika" og þar með koma þessu fólki til betri vegar. Mér varð óglatt að hlusta á hvernig maðurinn beitti orðum biblíunnar til að réttlæta þessa þvælu sína. Skil eiginlega ekki stöð 2 að gera Gunnari svo hátt undir höfði að hleypa honum í umræðuþátt með slíka fordóma, en geggjun selur víst. Mæli með að fólk fari á Krossinn. is og kynni sér fáranleika aldarinnar.
Svona að lokum þá vil ég að sólinni sé bannað að skína þegar ég er prófum. Ég veit að ég er einungis að hugsa um eigið rassgat, en ég vona heitt og innilega að það verði rigning og rok næsta mánuðinn.