Kisukveðja
Kisa herfa
láttu þig hverfa
sýndu þá lund
svo við fáum hund.
Ég tek allt illt sem ég hef sagt um Birtu til baka. Í dag myndi ég ekki vilja skipta á henni og hundrað hundum. Hún var ein af fjölskyldunni og það sáu allir sem hingað komu, hún var einstök. Og núna bara græt ég. Málið er nefnilega það að hún hefur alltaf fundið á sér þegar mér líður illa. Hún skynjaði alltaf þegar voði var í vændum, horfði upp á mig í veikindum og þekkti allt ferlið. Svo kom hún og kúrði sig hjá mér. Samt held ég að það verði erfiðara fyrir Hermann að kveðja Birtu. Hann er að verða tvítugur og kötturinn hefur fylgt honum allt hans líf.
Það verður erfitt að fylla skarð Birtu ef það verður þá nokkurn tímann reynt. En við eigum svo sannarlegar góðar minningar um hana.
Jæja best að hætt þessu væli og halda áfram að lesa.