skottuskrif

Thursday, April 14, 2005

BITUR??

Jónína Ben er búin að vera áberandi í fjölmiðlum af undanförnu. Allavega hafa birst tvær greinar eftir hana í Morgunblaðinu og svo var hún í Íslandi í dag síðasta föstudag.
Jónína er átakamanneskja, hreinn Marxisti. Hún gagnrýnir auðvaldið og kapítalismann og er oftar en ekki málefnaleg. Hinsvegar les ég mikla biturð í málflutningi hennar og skrifum. Baugsveldið, Baugsmiðlar, kauphéðnar,,,, bla bla. Ætlast manneskjan til að tekið sé mark á orðum hennar?? Þó að gagnrýnin eigi oft rétt á sér þá verður ekki hjá því litið að Jónína er fyrrverandi ástkona Jóhannesar. Liggur einhver dulin fortíðarþrá að baki þessum óhróðri hennar? Tregi yfir að fá ekki lengur að fljóta um heimshöfin á snekkjum auðvaldsins?
Jónína ITS OVER, og að ráðast á fyrrverandi ástmann sinn í fjölmiðlum er ekkert nema ósmekklegt.

Að lokum, þá vissi ég að Ítalir hafa heitt blóð en það er óþarfi að kveikja í!!!

1 Comments:

  • At 9:24 AM, Blogger Skottan said…

    Já það væri þá kannski einna helst þeir sem gætu kveikt ástarblossann hjá mér:-)

     

Post a Comment

<< Home