skottuskrif

Sunday, April 10, 2005

STUPID ME

Er í kúrs sem heitir efnahagslíf og þjóðfélag. Þetta er svona Imba úttekt fyrir félagsfræðinema á efnahagslífi Íslands og OECD landanna. Allavega þar sem fyrri hluti námskeiðsins er á íslensku hef ég trassað að lesa í þessu fagi. Þegar ég sá að einn af kennurunum ætlaði að halda fyrirlestur í Öskju um Landbúnað og hlut hans í efnahagslífinu ákvað ég að skella mér.
Jamm, mætti þarna ásamt helstu hagfræðingum þjóðarinnar og nokkrum sveitalubbum. Reyndar var strákur við hliðina á mér sem var bæði sætur og töff. Komst fljótlega að því að umfjöllun og umræður voru ekki alveg á mínu level, leið reyndar eins og algjörum fávita. Sæti strákurinn var eitthvað að spyrja hvernig þessar og hinar tölurnar væru fengnar og salurinn snéri sér undrandi að honum og hneykslun yfir fáfræðinni skein úr augunum. Ég skildi samt að í dag eru færri og stærri mjólkurbú í landinu og fleiri lítrum er pumpað úr hverri kú en áður. Ég skildi líka að að heildarskuldir búanna eru meiri en tekjur þeirra og það er lítið sem réttlætir alla þessa ríkisstyrki. Ég bíð bara eftir að því að Baugur fái að kaupa upp öll mjólkubú landsins og stofni eitt stór BÓNUSbú. Það myndi rýmka landsvæði fyrir sumarbústaðalóðir og golfvelli, en það er víst trend hjá bændum í dag. Þegar skilningur minn á umfjölluninni var komin niður fyrir núll fór ég að sýna á mér fararsnið, þá spurði sæti strákurinn mig hvort ég ætlaði ekki að spyrja fyrirlesarann um eitthvað. UHHM NEI. Ég var ekki alveg tilbúin að auglýsa"takmarkaðan" skilning minn á hagfræði. En strákurinn var allavega sætur þannig að þessi ferð var ekki algjör tímasóun:-)
Hef ákveðið að taka frekar Sálfræðina til 60 eininga. Finnst samt pælingar félagsfræðinnar alveg frábærar, en á heildina litið skil ég fólk betur en verga landsframleiðslu.

Já og að lokum, eru Reykjavíkurnætur grín? Þó yngsta Clausen systirin sé sæt þá eru leikhæfileikarnir eitthvað takmarkaðir. Nema hún eigi að vera svona rosalega ýkt. Mér finnst eins og ég sé að horfa á Stundina Okkar þegar hún er á skjánum.