skottuskrif

Wednesday, April 20, 2005

JÖFNUÐUR

Er að lesa um mismunandi tegundir velferðaríkja. Þessi lestur hefur lagt styrkari stoðir undir pólítískar skoðanir mínar. Bróðir minn segir að ég sé KOMMi, er farin að hallast að því að hann hafi rétt fyrir sér.
Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir, skipt á milli sín skjólinu, trjánum og matnum þannig að ekkert þeirra upplifi skort. Ætli það sé í raun eðli dýranna að vilja hámarka hagsmuni sína jafnvel á kotnað annarra skógarbúa? Svo var víst endanlegi sannleikurinn í Animal Farm. Verður jafnaðarhugsjónin þá alltaf bara hugsjón? Eitthvað huglægt sem aldrei verður raungert? Eflaust, en mér finnst hugsunin jafnfalleg fyrir því.
Já, jöfnuður skal það vera! Og þó ég verði kommatittur í kjölfarið þá er það bara besta mál.

Að lokum , þá er leiðinlegt að horfa upp á meðlimi sömu tegundar éta hvorn annan, sérstaklega fyrir framan öll hin dýrin.

2 Comments:

Post a Comment

<< Home