skottuskrif

Wednesday, April 13, 2005

KILLS ME

Er að fara í próf í þessu á morgun:
  • Í ályktunartölfræði er reynt að meta hvort að tiltekinn munur milli einhverra gilda sé raunverulegur eða ekki. Lagt er mat á hvort munurinn teljist tölfræðilega marktækur eða ekki; ef líkurnar á að fyrirliggjandi munur ráðist af tilviljun eru innan ákveðinna marka, getum við hafnað núlltilgátunni um að munurinn sé ekki raunverulegur. SPSS býður notendum upp á framkvæma langflestar aðferðir ályktunartölfræði.
Takk SPSS, hvernig er hægt að hafna slíku boði!!! Skil þessa tölfræði reyndar mjög vel, en hinsvegar frýs ég alltaf í tölvuprófum, veit ekki af hverju. Þetta er mjög bagalegt þegar próftíminn er af skornum skammti.
En þetta er síðasta prófið fyrir lokaprófin:-)
Annars ætla ég í kvöld að leggja loka mat á hvort liðsmenn Liverpool eru sætari en liðsmenn Chelsea. Það er mikill þrýstingur hér heima þar sem Hemmi er harður poolari. Íris og Dóri eru líka í heimsókn og þegar ég kom heim í gær tók Ísabella á móti mér í Liverpool bol. Ekki nóg með það, heldur notar Hreinn Ingi Liverpool SMEKK.
Spurning hvort þetta hefur áhrif á fótboltasmekk minn en hann ræðst aðallega af fegurð leikmanna:-)