skottuskrif

Friday, April 08, 2005

Enginn fuglasöngur.

Ok er með pínu samviskubit. Þannig er að fyrir viku vaknaði ég kl hálf sex við þvílíkt fuglagarg. Mig langaði mest til að fara út og fremja fjöldamorð á fuglunum. Daginn eftir var jörðin hvít og ég hef ekki heyrt fuglasöng síðan. Vona að greyin séu ekki frosin í hel.
Las í mogganum að árleg dauðaslys hafi verið í sögulegu lágmarki í ár. Svo virðist sem annars ógeðfelldar auglýsingar umferðastofu séu að bera árangur, sem er bara gott mál. Hinsvegar er ekki gott mál hve auglýsingum tekst oft vel að eyðileggja fyrir mér lög. Eins og lögin," augun mín og augun þin "og "Ég er sko vinur þinn, já besti vinur þinn". Ég fæ hroll þegar ég heyri þessi lög.
Ég vil að auglýsingum sé bannað eyðileggja lög!!
Horfði á mynd um V samtökin í gær, Úff. Viðbjóður!!! Þó að ég hafi lesið um svokallaðar þægindakonur í stríðum, þá var reynsla þeirra eitthvað svo fjarlæg. Frásagnir þessara kvenna í myndinni voru svo skelfilegar að ég táraðist. Þær þurftu að þjóna allt að 20 hermönnum á dag, og sumar voru í haldi í tvö ár, hugsa sér. Umskurður kvenna var líka tekin til umfjöllunar, alveg hræðilegt. Ef myndin verður endursýnd þá hvet ég alla til að horfa á hana.
Svo er það bara vinna kl 7 í fyrrmálið, JIBBÍ

1 Comments:

  • At 11:40 AM, Blogger Skottan said…

    Já, ég lofaði sjálfri mér að leggja mitt af mörkum í baráttunni. Konurnar sem eru í forsvari fyrir V samtökin hafa unnið frábært starf og það er okkar að halda því áfram. Ég veit það er allt of langt síðan ég hitti þig Edda mín og reyndar allar vinkonur mínar:-( Það bætist fljótlega úr því!!!

     

Post a Comment

<< Home