skottuskrif

Thursday, April 07, 2005

Hello folks

Jæja, þá er ég byrjuð að blogga. Veit ekki hversu dugleg ég verð að uppfæra, en það má reyna. Var að skila 30% verkefni í skólanum í dag og því ber að fagna, EN NEI. Skynsemin segir snemma í háttinn til að endurnýja orkuna til frekari lesturs. Óska samt ræðuliði sálfræðinnar velgengis en í kvöld er liðið að keppa til sigurs í Ciceró, ræðukeppni HÍ. Var að horfa á Ísland í dag þar sem krossfarinn mikli hann Gunnar var að fordæma samkynhneigð. Hann hélt því fram að hægt væri að lækna þennan"sjúkleika" og þar með koma þessu fólki til betri vegar. Mér varð óglatt að hlusta á hvernig maðurinn beitti orðum biblíunnar til að réttlæta þessa þvælu sína. Skil eiginlega ekki stöð 2 að gera Gunnari svo hátt undir höfði að hleypa honum í umræðuþátt með slíka fordóma, en geggjun selur víst. Mæli með að fólk fari á Krossinn. is og kynni sér fáranleika aldarinnar.
Svona að lokum þá vil ég að sólinni sé bannað að skína þegar ég er prófum. Ég veit að ég er einungis að hugsa um eigið rassgat, en ég vona heitt og innilega að það verði rigning og rok næsta mánuðinn.