skottuskrif

Monday, May 22, 2006

Húbba húlla húlla húlla-=-

Jæja þá er hinni ofur umtöluðu evróvision allri lokið, í bili. Er lítill aðdáandi keppninnar og nenni ekki að fara um hana mörgum orðum. Velti þó fyrir mér þátttöku Íslands. Fyrir utan kostnað í tengslum við framlag myndi sigur(sem aldrei verður) sjá botninn á buddunni, ansi dýr verðlaun. En keppnin gefur tilefni til gleðskapar og stundum er í lagi að loka augunum fyrir hallærinu, allavega hljómuðu lögin betur með þeirri taktík.
Annað, hef aðeins verið að fylgjast með sögu HM í fótbolta. Hvernig stendur á að buxur knattspyrnumanna síkkuðu á sama tíma og pils kvenna styttust?

Svona að lokum þá var Eden í Hveragerði að auglýsa eftir talandi kráku og skemmtilegum öpum í Fréttablaðinu í gær. Svona í alvöru, má fólk eiga Apa sem gæludýr á Íslandi, spyr sú sem ekki veit?????

2 Comments:

  • At 4:06 AM, Blogger Skottan said…

    Gleymdi að taka það fram, þá er æskilegt að krákan tali íslensku og að apinn kunni kúnstir, þó ekki skilyrði, ef ske kynni að nágrannar ykkar eigi slík dýr!!!!

     
  • At 6:45 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég legg til að öll lönd sem keppa í Evrovision sendi lögin sín inn undir dulnefni og engin fái að hlusta á þau fyrirfram nema dómnefndin, svo sem einu sinni!! Hm, 100 milljónir, það er trúlega hægt að nota þær í eitthvað annað, don't you think?

     

Post a Comment

<< Home