Bíll versus Hjól?
Hef verið að gæla við þá hugmynd að selja bílinn og fá mér hjól. Eftir tvo hjólastuldi á innan við mánuði hét ég að fá mér aldrei aftur slík farartæki. Þar sem 14 ár eru liðin frá þeim leiðindum hefur tíminn læknað sárin. Er samt hrædd um að löngunin sé umræðutengd og að hjólið muni bara sofna í bílskúrnum eftir fyrstu ferðina. Sá kjörið tækifæri til að prófa áhugann á nýja hjólinu hans Hemma. Raunin varð sú að mín náði ekki niður á pedalana, skrítin gullíverismi hjá framleiðanda. Í morgun fékk ég svo aðra bakþanka þegar ég sá konu reiða hjólið sitt eftir göngustíg. Konan skjögraði á HÁ háhæluðum með pena hliðartösku fyrir fartölvuna, plastpoka og Coofee to go! Langaði mest að stöðva bílinn, bjóða fram aðstoð eða benda henni á að stundum þarf að fórna stílnum með bílnum. Svo fór ég að hugsa um veðrið, veturinn, kuldan, svitan, innkaupin, sveitina...... Langar alveg enn í hjól en ætla að halda aðeins lengur í bílinn svona til að sjá hvernig mér farnast.
Svona að lokum.
Eyþór Arnalds:
Geir Haarde telur að Eyþór hafi tekið á málinu af myndarskap og axlað þá ábyrgð sem rétt er að hann axli vegna þessa(segir á baksíðu mbl).
Bíddu, ábyrgð og myndarskapur???
Svona að lokum.
Eyþór Arnalds:
- ók drukkinn
- keyrði niður ljósastaur
- flúði af vettvangi
- NÁÐIST
Geir Haarde telur að Eyþór hafi tekið á málinu af myndarskap og axlað þá ábyrgð sem rétt er að hann axli vegna þessa(segir á baksíðu mbl).
Bíddu, ábyrgð og myndarskapur???
6 Comments:
At 7:03 AM, Anonymous said…
Alveg er ég sammála þér.. þetta er sko engin ábyrgð og myndarskapur!! ég meina hann gerði hit and run..
kv. Dóra
At 8:12 AM, Oddrun said…
Sammála líka en Geir er vorkunn, tveir af þingmönnum sjálstæðismanna sitja á alþingi og sáu ekki ástæðu til að breyta því þótt þeir hafi báðir hlotið dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis svo það er ekki skrýtið að Geir tali um að "axla ábyrgð" því Eyþór ætlar að draga sig í hlé.. En hvernig er þetta annars með þessa alþingismenn, skyldu þeir almennt vera fyllibyttur?
At 3:38 AM, TaranTullan said…
Ohhh ég er svo sammála þér með hann Eyþór... Þetta er náttúrlega bara djók þegar hann er að segjast sýna ábyrgð með þessu og Geir líka, þegar hann flúði af vettvangi og fékk konuna til að keyra.
Glætan að hann hefði hringt þegar heim var komið í lögguna "heyrðu ég keyrði niður þarna ljósastaur vegna drykkju, ætliði að athuga með það"
Þetta er svo mikið djöfulsins rugl að það geriri mig brjálaða.
Ábyrgð væri að segja af sér oddvitasætinu, ekki bara draga sig úr baráttunni svo hann losni við að svara óþægilegum spurningum frá almenningi.
Ég er svo hneyksluð
At 5:16 AM, lil said…
Já! OG! Ekki gleyma því, að í sömu andrá og Geir segir að þetta sé fyrst og fremst "persónulegt áfall fyrir Eyþór" þá sýni "myndarskapur hans og ábyrgð" að "Sjálfstæðisflokkurinn hlaupist ekki undan ábyrgð"!!! WTF?!!
At 11:56 AM, Skottan said…
Rúna mín, við skulum ekkert vera að alhæfa þennan ósóma sjálfstæðismanna yfir á alla alþingismenn;-)
Já Tulla, ótrúlegt hvað fólk getur logið blákalt í beinni. Að ætlast til að fólk trúi slíkri útskýringu.
Þetta er með ólíkindum.
At 1:32 PM, Oddrun said…
Æi Svana mín og þið skvísur hinar, mínu sjálfstæðishjarta blæðir við öll þessi ósköp!! En ég er sammála tarantullunni Eyþór er lítilmenni
Post a Comment
<< Home