skottuskrif

Wednesday, May 10, 2006

Fögur Fyrirheit

Var semsagt búin að skipuleggja ferð á Esjuna í gærmorgun, leikar fóru 1, O fyrir Esjunni. Ég er farin að halda að þetta snúist um nálægð, Esjan er ekki nógu langt í burtu! Í staðinn tók ég út skautana og renndi mér niður við sjávarsíðuna. Hætti mér varla út í umferðina á þessum skautum ,þeir renna svo hratt að ég þarf að grípa í ljósastaura til að stoppa mig, frekar halló;-)
Annars spáir skottan bæði ljúfu og spennandi sumri. Ljóshærði álfurinn minn ætlar að kaupa sér mótorhjól, YES, sé mig alveg aftan á fákinum, bara gaman. ÆTLA að prófa sigla með stóra bró og kvinnu, spila golf(a.m.k 1 sinni) og slaka á í bústaðnum, já svo SKAL ég sigra Esjuna þetta sumarið.
Að öðru, lenti í því um helgina að ræða staðsetningu Reykjavíkurflugvallar við leigubílstjóra! Vá hvað þetta er orðin þreitt umræða, svona svipuð og veðrið.

5 Comments:

  • At 2:18 PM, Anonymous Anonymous said…

    Fyrst ég, konungur letingjanna, komst upp og niður esjuna tvisvar síðasta sumar þá held ég að þú farir létt með hana. You go girl!

     
  • At 3:28 PM, Blogger Skottan said…

    Já Valur, þú ert alltaf að koma mér á óvart. Annars held ég að þú hafir titil að verja því H prinsinn er í sókn;-)

     
  • At 4:23 PM, Blogger Oddrun said…

    Ég fór einu sinni og lifði það af. Galdurinn er að fara ekki of hratt til að sprengja sig ekki!!

     
  • At 6:48 AM, Blogger TaranTullan said…

    Hvar verðuru að vinna í sumar Svana?

     
  • At 8:12 AM, Blogger Skottan said…

    Ódýrar gráður, hmm.
    Ég verð á bókarsafni í sumar, veit bara ekki hvar, kannski í kringlunni eða á Aðalsafninu. En þú??

     

Post a Comment

<< Home