skottuskrif

Monday, May 08, 2006

Feel free to fart

Ok, stóð í biðröð áðan í Hagkaup þegar konan á undan mér rekur svona líka við. Vá hvað mín átti bágt með sig og svipurinn á veslings konunni, ha ha. Hún ætlaði augljóslega að læða en Úpps. Sem minnir mig á The Fartroom. Vissuð þið að á ST jóseps spítalanum í Hafnarfirði er sérstakt fretherbergi. Fór í allsherjarspeglun um daginn og eftir rannsóknina var ég keyrð í herbergið og mér tilkynnt að ég ætti ekkert að vera feimin við að reka við. Var uppfull af lofti eftir rannsóknina en að vera með 3 öðrum fretandi manneskjum í herbergi fannst mér frekar skammarlegt. Ef ekki hefði verið fyrir kæruleysisprautuna hefði ég örugglega frekar sprungið.
En svona til að setja punktinn yfir þetta prumputal þá stinkar kötturinn minn! Tulla, Lilja, Eva eða annað kattafólk, er þetta bara þurrfóðrið, ég gef henni ekkert annað og það var ekki svona svæsin lykt af gömlu kisunni??

5 Comments:

  • At 2:51 AM, Blogger Oddrun said…

    Svana mín, einu sinni fór ég ásamt fullt af fólki á heilsuviku á Reykhólum. Þar vorum við látin fara í jóga og þar voru margir "aumingjalegir" í æfingunum sínum þegar þeir "fretuðu" óvart. Og trúðu mér, þetta er eina skiptið sem ég hef fokið um í logni!!
    p.s. búin að blogga

     
  • At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    hahahaha... alltaf hefur maður jafn gaman af prumpu tali ;) Aldrei of gamall fyrir slíkt... ég var nú einmitt í tíma um daginn og gellan sem sat við hliðiná mér var að rotna að innan. Hún skammaðist sín svona mikið að hún mætti ekki aftur eftir hlé... Ég var fegin...
    Ertu game á laugardaginn?? Ef þú verður orðin lofttæmd...
    Ég vona að þetta hafi gengið vel (xoxo)

     
  • At 4:06 PM, Blogger TaranTullan said…

    Hahahaha, ég hefði gufað upp konunar vegna.....
    Sem minnir mig á eitt, einu sinni var ég í röð í bíó á klósettið, og tvö kló virkuðu, ein lítil aumingja stúlka, 12 ára kannski, gat ekki haldið í sér og pissaði á sig. Ég fékk kökk í hálsin, ég vorkenndi henni svo. Það var hræðilegt.
    Varðandi köttinn, þá er mín reynsla sú að þurfæði er afar mismunandi, ég t.d. var með mína á einhverju lífrænu, án rotvarnarefna, og svo videre, mataræði og lyktin var viðbjóður. Ég bara gat þetta ekki, fæðið var gott en lyktin hræðileg. Þá skipti ég bara yfir í svona Odor control fæði og það skánaði til muna. Hvaða fæði ertu með hann á?

     
  • At 2:47 AM, Blogger Skottan said…

    Ha ha, já þetta er alltaf jafn neyðarlegt.
    Ég er semsagt formlega hætt að drekka eftir síðustu helgi:-) Fór í afmæli þar sem boðið var upp á hættulega góða bollu, fékk heldur betur að finna fyrir henni daginn eftir. Ætla samt að hitta ykkur og kannski fá mér eitt hvítvínsglas. Mig minnir samt að Sigrún hafi talað um föstudaginn?
    Heyrðu Tulla, ég er með hana á konunglegu fæði, Royal Conin og svo eitthvað annað sem heitir Friskios, báðar tegundirnar eru kettlingafóður.

     
  • At 5:29 AM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home