skottuskrif

Friday, May 05, 2006

Ég skil ekki

þá "góðmennsku" þingmanna að leggja niður störf svo þeir steli ekki þrumu sveitastjórnakosninga! Geta þeir ekki brainstormað næstu kosningaloforð(svik) á kvöldin?
Annað, las grein í dag undir yfirskriftinni Skólabúningar- að hætti hersins. Greinin er eftir fyrrum kennara minn og núverandi aðjúnkt í ensku við HÍ. Í Greininni undrast höfundur á að jafn framsækið afl og B-listinn í Reykjavík skuli kenna sig við jafn gamaldags hugmynd og skólabúninga. Hér fór ég auðvitað strax að efast, ég meina listinn heitir Framsókn og þar við lýkur framsókninni.
Áfram gagnrýnir höfundur þá staðhæfingar að skólabúningar geti dregið úr einelti, aukið sjálfstraust nemenda, dregið úr neikvæðu áreiti og stuðlað að betri námsárangri. Að lokum segir höfundur að í frjálsu lýðræðisríki eigi ekki að líðast að börnum sé skipað að klæðast sömu fötunum dag eftir dag árum saman, slíkt kallist ill meðferð á börnum. Gott og vel, skólabúningar hífa ekki greindarvísitöluna en málið snýst bara ekkert um það. Hver man ekki eftir því hvernig þetta var í grunnskóla, allir þurftu að eiga einhver stöðluð föt annars var þeim strítt! Ég varð aldrei fyrir einelti í skóla en varð vitni af mörgum tilfellum þar sem klæðaburður nemenda kom við sögu. Eigum við ekki bara sem frjálst lýðræðisríki að hætta að skipa börnum að ganga í skóla dag eftir dag ár eftir ár. Ég veit ekki í hvaða draumalandi höfundur býr ef hann skilgreinir skólabúninga sem illa meðferð á börnum. Það má gagnrýna Framsókn fyrir ansi margt en að mínu mati er þessi tillaga ekki svo galin. Nóg er mismununin í samfélaginu og grunnskólabörn ættu ekki að þurfa líða fyrir ef foreldrar hafa ekki efni á nýjustu tísku.

4 Comments:

  • At 10:45 AM, Anonymous Anonymous said…

    Alveg er ég sammála þér svana ;)
    kv. Dóra

     
  • At 4:49 PM, Blogger Oddrun said…

    Halló krúttið mitt, ég ætla að segja þér að þetta er besta grein sem þú hefur skrifað í langan tíma og ég er hjartanlega sammála þessu öllu. Ertu að jafna þig eftir lasleikan um daginn? Þú hringir bara ef þú þarft á því að halda, við erum þér til þjónustu reiðubúin ef þú þarft á einhverju að halda. Kveðja. Gamla frænkan sem elskar þig

     
  • At 6:05 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já vá hvað ég er sammála þér Svana. Ótrúlegt alveg að aðilar líta á þetta sem illa meðferð. Ég er eiginlega bara furðu lostin yfir þessu viðhorfi.
    Höfundur hefur sjálfur kannski einhverja komlexa varðandi fötin sín eða e-h. Þetta er mér alveg óskiljanlegt.
    Já nú er ég búin að segja það nógu oft

     
  • At 5:07 AM, Blogger Skottan said…

    Já þetta var hallærisleg grein með meiru.
    Takk Rúna mín, já ég held þetta sé komið eftir síðasta lyfjakúr, allt annað líf.

     

Post a Comment

<< Home