skottuskrif

Friday, May 26, 2006

SOS

Þvílík spenna, þvílíkir leikar, allt að gerast..... hef semsagt verið dugleg að fylgjast með kosningasjónvarpi NFS. Er lítið fyrir að ræða stjórnmál á síðunni, fæ útrásina annarsstaðar. En VÁ hvað framkoma í sjónvarpi hefur mikil áhrif á skoðanamyndun. Var gráti og hlátri næst þegar ég horfði á frambjóðendur í Reykjanesbæ og Kópavogi. Jafnvel ég myndi kjósa Sjálfstæðið í Reykjanesbæ, lægi fyrr dauð en að kjósa það í Kópavogi. Hér í borginni vil ég minna fólk á að nota atkvæði sitt og kjósa með hjartanu. Ef hjartað segir D eða F skuluð þið hunsa það og nota skynsemina, ef það segir B þá er hjartabilun.

6 Comments:

  • At 5:45 PM, Blogger Oddrun said…

    Ég ætla að kjósa með hjartanu.

     
  • At 12:33 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já þú segir nokkuð Svana mín, fyrir mitt leyti, þá er ég alveg að fá upp í kok af þessari kosningabaráttu.
    Og ég sit nánast á bæn og vona að EXBÉ nái ekki inn manni *krossafingur*

     
  • At 3:40 AM, Blogger Skottan said…

    Já Rúna mín ég veit að hjarta þitt er blátt, mættir alveg fara að blása lífi í það, he he.
    Já Tulla, baráttan er löngu orðin þreitt, þetta var nú bara smá kaldhæðni hjá mér. Ég er því miður næstum viss um að framsóknin nái einum inn, ég meina það vinna nú ansi margir fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.

     
  • At 11:00 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég ætla að krossa fingur með þér,Tulla og Svana hjarta mitt er blátt eins og hafið og himinninn og blátt er líka konunglegur litur ekki satt?

     
  • At 9:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég var ekki sérstaklega spenntur fyrir því að framsókn myndi ná inn manni.. en betra er að þeir fái einn en samfylkingin taki fimm, þá fyrst hefðum við verið í vandræðum.

    Ég held að stjórn D og V gæti verið góð lausn núna. Alls ekki D og B.

     
  • At 9:45 PM, Blogger Unknown said…

Post a Comment

<< Home