Post-gervihnattaöld
Á tímum netsamskipta, hver eru rökin fyrir að setja á fót sendiráð um allar trissur? Eru þessar stofnanir að ganga frá mikilvægum viðskiptasamböndum? Ég viðurkenni fáfræði mína, veit ekki hvað dagleg störf sendiherra fela í sér. kannski eru þau ómetanleg fyrir land og þjóð, kannski eru þau endastaður fyrir útbrunna ráðherra?
Annað sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér menntun ýmissa ráðherra. Til að mynda var Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra en hún er sjúkraþjálfari að mennt. Ég veit vel að baki ráðherra starfar fjöldi sérfræðinga á viðkomandi sviði, en hver er þá tilgangurinn með toppinum? Er ekki rökréttara að ráðherra hafi a.m.k grunnmenntun sem með einhverjum hætti tengist stöðu hans? Man bara hvað mér brá, var fullviss um að Sif væri doktor í svifryksmengun, byggingarverkfræðingur eða eitthvað álíka:-)
Annað sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér menntun ýmissa ráðherra. Til að mynda var Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra en hún er sjúkraþjálfari að mennt. Ég veit vel að baki ráðherra starfar fjöldi sérfræðinga á viðkomandi sviði, en hver er þá tilgangurinn með toppinum? Er ekki rökréttara að ráðherra hafi a.m.k grunnmenntun sem með einhverjum hætti tengist stöðu hans? Man bara hvað mér brá, var fullviss um að Sif væri doktor í svifryksmengun, byggingarverkfræðingur eða eitthvað álíka:-)