skottuskrif

Tuesday, February 28, 2006

Post-gervihnattaöld

Á tímum netsamskipta, hver eru rökin fyrir að setja á fót sendiráð um allar trissur? Eru þessar stofnanir að ganga frá mikilvægum viðskiptasamböndum? Ég viðurkenni fáfræði mína, veit ekki hvað dagleg störf sendiherra fela í sér. kannski eru þau ómetanleg fyrir land og þjóð, kannski eru þau endastaður fyrir útbrunna ráðherra?
Annað sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér menntun ýmissa ráðherra. Til að mynda var Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra en hún er sjúkraþjálfari að mennt. Ég veit vel að baki ráðherra starfar fjöldi sérfræðinga á viðkomandi sviði, en hver er þá tilgangurinn með toppinum? Er ekki rökréttara að ráðherra hafi a.m.k grunnmenntun sem með einhverjum hætti tengist stöðu hans? Man bara hvað mér brá, var fullviss um að Sif væri doktor í svifryksmengun, byggingarverkfræðingur eða eitthvað álíka:-)

Monday, February 27, 2006

Michelin maðurinn og Sterar

Vaknaði við vondan draum á laugardagsmorgunin, leit út eins og Michelin maðurinn í framan. Var svo útblásin að kinnarnar og augun féllu saman Ojj. Fékk vægt taugaáfall og dreif mig bráðamóttökuna. Þar var tekin blóðprufa og mér gefnir sterar og ofnæmistöflur. Þar sem ég hef netta töflufóbíu var mér órótt yfir skammtinum, 9 töflur takk fyrir. Mín fór eitthvað að kvarta og spyrja lækninn hvort allar þessar töflur væru nú nauðsynlegar. Hann tjáði mér að þetta væri LÍTILL skammtur, gamlar konur tækju oft miklu stærri skammta. Nú okei þá er þetta í lagi, NOT. Ég get ekki fundið neinar tengingar við eitthvað sem ég hef borðað enda lítið fyrir tilraunastarfsemi á því sviði. Er hræddust um að ég sé komin með andlegt ofnæmi fyrir sjálfri mér sem brýst út með þessum hætti..... ARRRGGGGG.
Er svo til búin að sofa síðan á þetta gerðist. Fyrir utan þreitu og magapínu af þessum LITLA skammti líður mér samt betur.
Later
Steratröllið.

Friday, February 24, 2006

Allt fyrir peninga og SÚKKULAÐI

Mér finnst ránið sem var framið í Bretlandi alveg magnað. Að ganga út með 6 milljarða, ekki slæmt, ja nema fyrir Securitas. Burtséð frá siðferði, réttlæti og skynsemi hef ég lúmskt gaman af svona málum. Hvers konar fólk fremur slíkan glæp, hugrakkt eða heimskt?. Ef lögreglan hefur rétta aðila í varðhaldi=heimska. Ef lögreglan hefur ranga aðila í varðhaldi= hugrakkir siðblindir snilllingar. Langar mest að fara til Kent, leysa málið og næla mér í 200 milljónir!
Var einu sinni með ransom plan. Eiginkona íslensks auðmanns labbaði daglega með hundinn sinn fram hjá vinnustaðnum mínum. Hefði getað rænt henni og hundinum og krafist lausnargjalds. Hætti við, kannski yrði maðurinn bara feginn að losna við kellu;-)...
Nektin er greinilega AUÐkeypt í henni Hollywood. Eva Longoria neitaði að koma nakin fram í atriði sem verið var að taka upp fyrir sjónvarpsþáttaröðina Desperat housewives. Það var ekki fyrr en framleiðendur gáfu Evu dýrustu gerð af súkkulaði að hún samþykkti atriðið. Súkkulaði er gott en svo gott?? Skrítin skipti! Spái því að Hugh Hefner kaupi sér súkkulaðiverksmiðju.

Wednesday, February 22, 2006

Lúða-Lover

Hef komist að því að ég hef fáranlegan smekk á karlmönnum. Var að horfa á Chelsea- Barcelona og innan um alla spænsku húlíóana, þá slefar míns yfir John Terry!! Damn he's fine. Hann skoraði reyndar sjálfsmark og fór í smá handbolta en af minni hálfu er honum fullkomlega fyrirgefið:-)
Held því miður að Chelsea menn hafi spilað sig úr keppninni að þessu sinni. Þeir þurfa að vinna Barcelona á heimavelli með 2 marka mun sem er ekki að fara gerast. Skottan verður þá að leita sér að öðrum fótboltalúða sem heldur henni við skjáinn. Bye Terry;-(

Sunday, February 19, 2006

Kompás

Vá hvað kompás var magnaður í kvöld, isss. Hver hefði trúað þessu í henni Reykjavík? Kompásmenn settu auglýsingu inn á Einkamál.is og þóttust vera 13 ára stelpa í leit að eldri strák. 80, já áttatíu karlmenn á aldrinum 16-70 ára höfðu samband við hana á 2 dögum. Klámfengin skilaboð, símtöl og sóðaskapur. Kompás náði nokkrum þegar þeir ætluðu að hitta stúlkuna til að hafa við hana mök. Einn mannanna sagðist sjálfur vera gera könnun á hversu langt stúlkur væru tilbúnar að ganga, umm já einmitt vinurinn.,, Hvet alla til að horfa á þáttinn sem verður án efa endursýndur.

Friday, February 17, 2006

Tjej og Killar

Er að fara kanna sambandið á milli klámnotkunar og Kynlífshegðunar hjá framhaldsskólanemum. Það verður gaman að skoða niðurstöðurnar þó ekki verði hægt að segja neitt til um orsakasamband.. Í tengslum við verkefnið var ég að skoða spurningalista sem hafa verið lagðir fyrir unglinga í öðrum löndum. Ef þið vitið hvað orðin Tjej og Killar þýða eruð þið betri í viðkomandi tungumáli en ég.
Bara svona til að gera þetta auðveldara þá þýða orðin ekki; Tæja eða Morðing;-)

Wednesday, February 15, 2006

Klukk

Jæja, hún Dóra sæta frænka mín klukkaði mig. Ég ætla auðvitað að vera kona með konum og vera með;

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina;
  • Smash og Deres í kringlunni
  • Húsgagnaverslunin InnI
  • Kaffihús/Miðasala
  • Morgunblaðið(áskrift)
Fjórir staðir sem ég hef búið á;
  1. Kársnesbraut
  2. Miðleiti
  3. Brekkugerði
  4. (Bjó næstum hjá Ingunni vinkonu þegar ég var lítil;-)

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur;
  1. Goodfellas
  2. Silence of the Lambs
  3. Die Hard 1
  4. Seven
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar;
  1. Law and Order(SVU)
  2. Reunion
  3. PUNKT
  4. IDOL(Sorry)
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;
  1. HI.is
  2. Mbl.is
  3. HVAR.IS(ekki alveg dagleg)
  4. Barnaland.is(ekki alveg daglega)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;
  1. Spánn
  2. England
  3. Danmörk
  4. Austuríki
Fjögur matarkyns sem ég held uppá;
  1. Epli
  2. Vanillujógúrt
  3. Poppkorn
  4. PepsiMAX
Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
  1. Á skíðum í Austurísku ölpunum
  2. Á ferðalagi um Suður Ameríku
  3. Í Rússíbana
  4. Uppí rúmi hjá Colin Firth
Fjórir bloggarar sem ég klukka
  1. Tulla
  2. Ingunn
  3. Aubs
  4. Ragnhildur
Takk fyrir Mig!

Monday, February 13, 2006

Makalaus dagur

Valentínus, einn af þessum óþolandi dögum fyrir einhleypa!!! Vil afþakka allar blómasendingar en þeir sem vilja minnast mín, Send Me A Man.

Thursday, February 09, 2006

Félagsskapur

Það verður seint sagt að einmanaleiki hrjái kjallaraskottuna. Því miður er félagsskapurinn af verri endanum. Það væri óskandi að ég þyrfti að slá karlkynið frá mér af eins miklum eldmóði og helv. flugurnar, eða sópaði upp seðlum í sama magni og flugnahræum. Guð var klókur að gera þessi kvikindi mikilvæg fyrir ljóstillífunarferlið, VIÐBJÓÐUR!!!!.

Tuesday, February 07, 2006

Skoðanir

Mig langar að forvitnast um skoðanir fólks á eftirfarandi staðhæfingum;
  • Já okkur kemur "ofurlaun" bankamanna við
  • Tjáningarfrelsið réttlætir að gert sé grín að trú annarra
  • Samkynhneigðir eiga rétt á að ættleiða börn
  • Samkynhneigðir eiga að fá að gifta sig í kirkju