skottuskrif

Monday, February 13, 2006

Makalaus dagur

Valentínus, einn af þessum óþolandi dögum fyrir einhleypa!!! Vil afþakka allar blómasendingar en þeir sem vilja minnast mín, Send Me A Man.

6 Comments:

  • At 3:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Mér fynnst þetta líka þreytandi dagur. Það er bara að vera skapa bissness fyrir blómabúðirnar. Ég er miklu hlyntari að halda upp á konudag og bóndadag. Þessa góðu íslensku daga hvað fynnst þér?

     
  • At 4:44 AM, Blogger TaranTullan said…

    Ég er sammála síðasta ræðumanni, þetta er frekar þreytandi dæmi...

     
  • At 8:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Allt étum við upp frá Ameríku,hef þó ekki trú á að þú þarfnist hjálpar við karlaleit.Skal reyna að finna einhvern.
    Kv anony.

     
  • At 9:33 AM, Blogger Skottan said…

    Já það er rétt, þetta er bara bandarísk markaðssetning. VElJUM ÍSLENSKT;-)Væri samt alveg til í DAG EINHLEYPRA, þar sem allir í samböndum gerðu eitthvað til gleðja vonleysingjana!
    Já takk anony fyrir hjálpina, hennar er augljóslega þörf þar sem bráðum fer að myndast köngulóarvefur á annarri hlið rúmsins.
    Minn elskulegi faðir gaf mér samt bílaþvott í tilefni dagsins(eða af illri nauðsyn til að koma í veg fyrir sjónmengun fyrir utan húsið sitt,( ég kýs fyrri útgáfuna;-))

     
  • At 10:30 AM, Blogger Naglinn said…

    Einhvern tíma heyrði ég að Hallmark kortafyrirtækið hefði fundið þennan dag upp til að pikka upp söluna í kortum út af lægð eftir jólin.
    Sel það ekki dýrara en ég keypti það.... en ég þoli ekki þennan dag. Hann snýst bara um peningaplokk í óþarfa drasl eins og konfekt og bangsa...þvílíkt rugl!!

     
  • At 7:15 AM, Blogger Oddrun said…

    Vertu kát frænka mín, einhvernveginn hef ég trú á því að þeir bíði þín í röðum, er ekki málið að þú skilar þeim öllum? Fékk blóm og gaf blóm og vísu, en blómabúðirnar þurfa líka að lifa.

     

Post a Comment

<< Home