skottuskrif

Friday, February 24, 2006

Allt fyrir peninga og SÚKKULAÐI

Mér finnst ránið sem var framið í Bretlandi alveg magnað. Að ganga út með 6 milljarða, ekki slæmt, ja nema fyrir Securitas. Burtséð frá siðferði, réttlæti og skynsemi hef ég lúmskt gaman af svona málum. Hvers konar fólk fremur slíkan glæp, hugrakkt eða heimskt?. Ef lögreglan hefur rétta aðila í varðhaldi=heimska. Ef lögreglan hefur ranga aðila í varðhaldi= hugrakkir siðblindir snilllingar. Langar mest að fara til Kent, leysa málið og næla mér í 200 milljónir!
Var einu sinni með ransom plan. Eiginkona íslensks auðmanns labbaði daglega með hundinn sinn fram hjá vinnustaðnum mínum. Hefði getað rænt henni og hundinum og krafist lausnargjalds. Hætti við, kannski yrði maðurinn bara feginn að losna við kellu;-)...
Nektin er greinilega AUÐkeypt í henni Hollywood. Eva Longoria neitaði að koma nakin fram í atriði sem verið var að taka upp fyrir sjónvarpsþáttaröðina Desperat housewives. Það var ekki fyrr en framleiðendur gáfu Evu dýrustu gerð af súkkulaði að hún samþykkti atriðið. Súkkulaði er gott en svo gott?? Skrítin skipti! Spái því að Hugh Hefner kaupi sér súkkulaðiverksmiðju.

3 Comments:

  • At 2:39 AM, Blogger Oddrun said…

    Já en það besta við þetta rán er að þetta voru íslenskar krónur sem þeir rændu. Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar að íslenska krónan sem var einu sinni hlegið að skuli vera svona vinsæl að henni sé rænt!!

     
  • At 11:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    Eva Longoria er náttúrulea gullfalleg kona og hvað er að því að hún skuli sína kroppinn sinn í sjónvarpi ;) og ég er sammála þér með þetta rán, mér finnst brilliant þegar að eikkerju crimmafólki tekst eitthvað svona furðulegt. Ég meina ef einhver af okkur myndi geta, þá er ég viss um að við myndum fremja þetta rán. ég meina sex milljarðar það má kaupa allmikið fyrir það

     
  • At 11:36 AM, Blogger Skottan said…

    Hermann minn, þetta komment bragðast eins og bjór;-). Maður á aldrei að tjá sig undir áhrifum á netinu, ha ha. Ég get ekki ímyndað mér að fólk geti lifað með sjálfu sér eða notið peninganna þegar þeir eru fengnir með slíkum hætti. En vissulega er hægt að kaupa ansi margt fyrir þessa upphæð. Nú er ljóst að um 6 milljarða var að ræða.
    Ég var ekkert að setja út að Eva sýndi kroppinn,en fáranlegt að láta súkkulaði ráða úrslitaákvörðuninni.
    Voru þetta íslenskar krónur? Ætli þetta séu Íslendingar?
    Já Aubs en spurning hvort hún myndi koma fram nakin fyrir það? Væri ekki auðveldara að kaupa súkkulaðið fyrir peninganna sem hægt er að fá fyrir að sitja nakin fyrir? Varla hefur þetta verið svo dýrt súkkulaði. Ég veit ekki, en hefði ekkert á móti að vera með líkama eins og Eva

     

Post a Comment

<< Home