skottuskrif

Tuesday, February 07, 2006

Skoðanir

Mig langar að forvitnast um skoðanir fólks á eftirfarandi staðhæfingum;
  • Já okkur kemur "ofurlaun" bankamanna við
  • Tjáningarfrelsið réttlætir að gert sé grín að trú annarra
  • Samkynhneigðir eiga rétt á að ættleiða börn
  • Samkynhneigðir eiga að fá að gifta sig í kirkju

9 Comments:

  • At 11:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    nei okkur kemur ekki við ofurlaun bankamanna.Nei okkur ber að virða trú annarra.Já samkynhneigðir eiga að fá að gifta sig í kirkju og ættu að geta ættleitt börn ef þeir uppfylla þau almennu skilyrði sem eru.
    Velkomin á bloggið aftur.
    Kv anony

     
  • At 2:54 PM, Blogger Oddrun said…

    Ofurlaun eru laun sem ég vildi gjarnan hafa og gaman væri að vita hvað þarf til, en nei okkur kemur ekki við laun bankamanna. Ég held að Danir hafi nú ekki búist við að þessar saklausu myndir yllu slíku fjaðrafoki, það var ekki verið að gera grín að trúnni þeirra að mínu viti, þetta fólk er svo ofstækisfullt að ef þetta hefði ekki komið til þá væri það bara eitthvað annað. Ég veit ekki með ættleiðinguna, ég er svo gamaldags að mér þætti undarlegt að eiga tvær mömmur eða tvo pabba en mín vegna meiga samkynhneigðir gifta ´sig hvar sem er. Elsku Svana hvað ég er fegin að sjá lífsmark frá þér. Vilkommen meine liebe

     
  • At 5:04 PM, Blogger TaranTullan said…

    Erfiðar spurninga Svana.
    Já mér finnst ofurlaun bankastjóra og annarra ráðamanna, sem stjórna fyrirtækjum og stofnunum sem hafa mikið með samfélagið að gera, koma okkur við. Mér er t.d. skítsama hvaða ofurlaun forstjóri Byko er með.
    Tjáningarfrelsi eru forréttindi sem margir börðust í sjálfu sér fyrir, í gegn um aldirnar. Þessar myndbirtingar eru ótrúlega flókið mál. Ég t.d. vissi ekki að þetta væri svona mikið issue, en t.d. pabbi minn sem stúderaði guðfræði var mjög hneykslaður því hann vissi og er búin að vita lengi að þetta er mikil óvirðing. Ég held að mörgu leyti svör mín séu grunnhyggin, ég vissi ekki um issuið og þess vegna finnst mér þetta ekkert svakalega merkilegt að birta þessar skopteikningar. Mér finnst tjáningafrelsið vera mikilvægara. Frelsinu fylgir ábyrgð þó, sem fólk verður svo bara sjálft að axla.
    Samkynhneigðir eiga hiklaust að fá að ættleiða börn, svo lengi sem þeir uppfylli þau ströngu skilyrði sem okkur gagnkynhneigðu eru sett.
    Varðandi kirkjuna, þá verð ég að segja að það er algerlega í hennar valdi að ákveða þetta. Ég virði alveg skoðun hennar að vilja þetta ekki í dag. Þetta er að mínu mati sennilega þróun sem verður að gerast á mun lengra tímabili en 10-20 árum. Kirkjunni er frjálst að hafa sín boð og bönn, og ég virði það. Annars er öllum frjálst að segja sig úr henni.
    Vó langt svar, en svona er þetta víst, þegar stórt er spurt.....

     
  • At 6:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur, var farin að hafa áhyggjur af því að þú værir horfin af yfirborði jarðar því það er líka svo erfitt að ná í þig í síma.
    Mér er nokk sama um laun bankastjóra, vildi reyndar að unglæknar hefðu svipuð kjör ;) á erfitt með að átta mig á öllum látunum kringum skopmyndirnar (en góður punktur hjá Tullu) og stend með samkynhneigðum í sinni baráttu. Virðist sem sagt hafa lítið nýtt um málin að segja.
    Hlakka til að heyra meira frá þér.

     
  • At 10:49 AM, Blogger Skottan said…

    Mér finnst þetta ekki erfiðar spurningar:-) Þar sem bankarnir eru einkareknar stofnanir finnst mér okkur(sem ekki eigum hlutabréf) ekki koma laun þeirra við. Því hærri laun sem þeir fá, því hærri skatta eru þeir jú að borga, sem er samfélaginu til góða.
    Ég held að allir þeir sem einhvern tímann hafa lesið trúarbragðasögu hafi vit á að gera ekki grín að trú annarra. Tjáningafrelsið er mikilvægt en því fylgir líka ábyrgð. Persónulega finnst mér grunnhyggið að réttlæta dónaskap með vísunum í tjáningarfrelsið. Við eigum að virða hugmyndir og trú annarra. En þar fyrir utan var þessi skopteikning bara punkturinn yfir Iið.
    Er betra að eiga enga foreldra en tvær mömmur eða tvo pabba? Auk þess getur ættleiðing í sumum tilvikum verið spurning um líf eða dauða fyrir munaðarlaus börn.
    Elskaði ekki Jesú "alla" menn? Ég viðurkenni að ég hef lesið meira í Kóraninum en Biblíunni og veit ekki nákvæmlega hvað hún segir um hjónabandið. En því hefur verið haldið fram að orðið "hjón" verði að vísa til Karls og Konu. Tölum þá bara frekar um Ástarband og leyfum samkynhneigðum að gifta sig í kirkju.
    Og Elín dittó, hef líka reynt að hringja í þig;-)

     
  • At 3:26 AM, Anonymous Anonymous said…

    Okkur kemur ekki við hvað aðrir hafa í laun. Já okkur ber að virða trú annara en hvað um að þeir virði líka okkar trú. Þessir muslimar oftúlka allt, hvað hefur ekki oft verið gerð skop mynd/myndir af Jesú. Er orðin þokkalega þreitt á þessu fólki á ekki mikla samúð með þeim. Kallið mig bara rasista þá má aldrei seigja neitt þá er maður titlaður rasismi. Ég stend líka með samkyneigðu fólki, er alveg sama að þeir giftist í kirkju, en þeir vera samt að vera umburðarlindir gagnvart kirkjunni þú breitir henni ekki á 1 nóttu. Er vissum að eftir 5 ár verði þetta allt komið í gegn. Og ég er vissum að það sé ekki verra að alast upp hjá tveimur konum eða 2 köllum frekar en hjá venjulegum hjónum.

    kv. Kristín

     
  • At 4:53 AM, Blogger TaranTullan said…

    Jú Svana, bankarnir eru einkareknir og auðvitað skiptir það máli, en þeir voru nú ekki beint einkavæddir á neitt sérstaklega sannfærandi sanngjarnan hátt. Ég, sem er viðskiptavinur í banka, í augljósri fákeppni, vil fá að vita hvað bankinn er að nota vextina mína í. Og meðan það er engum manni mögulegt að kaupa hlutabréf í þessum bönkum, nema að hafa til þess forkaupsrétt, er bara ágætt að við hin vitum hvað allir þessir milljarðar sem bankarnir hafa í hagnað fara í... Kannski er ég tilætlunarsöm en mér finnst það bara í góðu lagi.
    Svo aftur erum við ósammála varðandi tjáningarfrelsið. Það þarf sko enginn að segja mér það að ritstjóri Jyllands-posten, hafi ekki vitað hvað hann var að gera þegar hann birti þessar myndir. Hann var að hæða það sem er allra heilagast í augum mjög margra. Mér finnst þetta frekar en sjálf óvirðingin, lýsa frekar ástandinu í Danmörku. Ég held að margir Danir séu bara komnir með upp í kok af fjölmenningunni. Við Íslendingar þurfum nú ekki að líta lengra til að skynja hvernig margur Íslendingurinn fílar þjóðmenninguna, og í DK er hún margfalt meiri.
    Jæja þetta er komið út í vitleysu, en ég er sammála um að vera ósammála þér, sem er skrítið, því við höfum svo svipaðar skoðanir varðandi margt.
    Náðí Rósa annars í þig, hún spurði mig um símann þinn, en ég var bara ekki viss um að það væri rétti síminn sem ég hafði gefið henni?

     
  • At 6:42 AM, Blogger Skottan said…

    Kristín,leynt eða ljóst, þá held ég að allir hafi fordóma gagnvart því sem ekki samrýmist þeirra eigin hugmyndum, en það er alveg óþarfi að leggja slíkt að jöfnu við rasisma:-)Við skiljum ekki þeirra gildi og þeir ekki okkar, og svo mun alltaf vera. Okkur finnst þetta róttæk viðbrögð vegna þess að við gerum grín að okkar trú.Þetta er spurning um smá Virðingu.
    En Tulla ég er alveg sammála varðandi fjölmenninguna þess vegna sagði ég að þetta hefði verið punkturinn yfir Iið:-) Teikningin og viðbrögðin endurspegla ekki bara ástandið í Danmörku heldur líka og kannski frekar ástandið í löndum Múslima.
    Ég er líka sammála þér varðandi ferlið að baki einkavæðingu bankanna , ekki til fyrirmyndar, og forkaupsrétturinn er tvíræður. En að sama skapi er ég langþreitt á allri þessari umfjöllun um laun þessara manna. Kannski ættum við að fá okkur Konungsfjölskyldu svo við höfum eitthvað annað til að tala um;-)
    Já Rósa náði á mig. Bara minni fólk á að tala ekki inn á talhólfið mitt því ég hlusta aldrei á það,sorry;-Þ

     
  • At 9:05 AM, Blogger lil said…

    Nei okkur koma þau ekki við - en mér finnst þau samt alltof há :p
    Tjáningarfrelsi "réttlætir" ekki tillitsleysi. Tvennt ólíkt. Eiginlega: löglegt en siðlaust (eins og með bankastjórana)
    Auðvitað eiga allir að hafa sama rétt óháð kynhneigð, alveg eins og allir eiga að hafa sama rétt óháð kynferði, litarhætti o.s.frv.

     

Post a Comment

<< Home