skottuskrif

Wednesday, February 22, 2006

Lúða-Lover

Hef komist að því að ég hef fáranlegan smekk á karlmönnum. Var að horfa á Chelsea- Barcelona og innan um alla spænsku húlíóana, þá slefar míns yfir John Terry!! Damn he's fine. Hann skoraði reyndar sjálfsmark og fór í smá handbolta en af minni hálfu er honum fullkomlega fyrirgefið:-)
Held því miður að Chelsea menn hafi spilað sig úr keppninni að þessu sinni. Þeir þurfa að vinna Barcelona á heimavelli með 2 marka mun sem er ekki að fara gerast. Skottan verður þá að leita sér að öðrum fótboltalúða sem heldur henni við skjáinn. Bye Terry;-(

6 Comments:

  • At 5:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þú verður að vera dugleg að líta upp úr bókunum til þess því ekki leynast þeir þar.Það hljóta nú að vera einhverjir frambærilegir í H.Í.gangi þér vel.
    Kv anony.

     
  • At 7:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nú svo þú ert orðin fótboltafan... margir sætir kroppar þar á ferð, þú verður bara á drífa þig á völlinn og kynnast einhverjum sætum Svana mín...
    Erum að spá í að hittast á fimmtudagskvöldið eftir viku einhverstaðar niðrí bæ... taktu þann dag endilega frá sæta mín!!!

    Kv. Sigrún.

     
  • At 8:11 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég er sammála þér um John Terry en Arsenal (það er liðið mitt) hefur úr mörgum fallegum karlmönnum að spila og þeir uhnnu Real Madrid. Þar finnst mér Dennis Bergkamp bera af í fríðleik en sennilega er hann of gamall fyrir þig.

     
  • At 11:05 AM, Anonymous Anonymous said…

    hææ sæta,
    en gaman að hafa fundið þig hér á öldum internetsins. hafðu það gott mín kæra.
    bestu kveðjur frá newyork,

     
  • At 10:14 PM, Blogger Skottan said…

    Hæ Auður mín, mikið hefði nú verið gaman að hitta þig á götum NY í staðinn fyrir á netinu:-)Nú fer ég að fylgjast með þér,Knús til þín.
    Sigrún, Nei ég er nú ekkert fótboltafan en þar sem Sýn, enski boltinn + 2 karlmenn eru á heimilinu neyðist ég til að fylgjast með. Annars vorum við Aubs og Jóna að tala um að fara á vellina í fleirtölu og hvetja ALLA vænlega spilara;-). Hlakka til að hitta ykkur skvísurnar.
    Rúna aldurinn skiptir ekki máli bara fagrir fótleggir,ha ha.
    Anony, þú vilt meina að það sé ekki nóg að horfa á gæja í sjónvarpinu til að ganga út?:-)

     
  • At 10:40 AM, Anonymous Anonymous said…

    Segðu bara sannleikann Svana mín, sama hvað þú leitar geturðu ekki fundið neinn sem er eins fullkominn og ég, þú verður að hætta að bera menn saman við mig annars verðurðu piparjunka for live. Og vorum við ekki búin að ræða það að þú átt að halda með Liverpool.

     

Post a Comment

<< Home