skottuskrif

Monday, February 27, 2006

Michelin maðurinn og Sterar

Vaknaði við vondan draum á laugardagsmorgunin, leit út eins og Michelin maðurinn í framan. Var svo útblásin að kinnarnar og augun féllu saman Ojj. Fékk vægt taugaáfall og dreif mig bráðamóttökuna. Þar var tekin blóðprufa og mér gefnir sterar og ofnæmistöflur. Þar sem ég hef netta töflufóbíu var mér órótt yfir skammtinum, 9 töflur takk fyrir. Mín fór eitthvað að kvarta og spyrja lækninn hvort allar þessar töflur væru nú nauðsynlegar. Hann tjáði mér að þetta væri LÍTILL skammtur, gamlar konur tækju oft miklu stærri skammta. Nú okei þá er þetta í lagi, NOT. Ég get ekki fundið neinar tengingar við eitthvað sem ég hef borðað enda lítið fyrir tilraunastarfsemi á því sviði. Er hræddust um að ég sé komin með andlegt ofnæmi fyrir sjálfri mér sem brýst út með þessum hætti..... ARRRGGGGG.
Er svo til búin að sofa síðan á þetta gerðist. Fyrir utan þreitu og magapínu af þessum LITLA skammti líður mér samt betur.
Later
Steratröllið.

5 Comments:

  • At 4:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    ÆÆÆjjjææjjjææ...hljómar ekki vel:( ...hvað gæti þetta verið??? Vona að þú finnir út úr því svo þetta gerist ekki aftur....

     
  • At 4:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gleymdi að segja: Kveðja Ingunn :)

     
  • At 4:35 AM, Blogger TaranTullan said…

    Jiminn elskan mín...
    Vonandi batnar þér sem allra fyrst.
    Kær kveðja

     
  • At 7:42 AM, Blogger Oddrun said…

    Svana mín, þú hefur bara samband ef eitthvað er að og við getur hjálpað þér með eitthvað.
    Kveðja
    Rúna frænka

     
  • At 12:48 PM, Blogger Skottan said…

    Takk elskurnar mínar. Síðasti steradagurinn var í dag, svo er bara að sjá hvernig morgundagurinn verður.
    Takk Rúna mín það er gott að eiga góða að.
    Knús Svansa

     

Post a Comment

<< Home