skottuskrif

Sunday, February 19, 2006

Kompás

Vá hvað kompás var magnaður í kvöld, isss. Hver hefði trúað þessu í henni Reykjavík? Kompásmenn settu auglýsingu inn á Einkamál.is og þóttust vera 13 ára stelpa í leit að eldri strák. 80, já áttatíu karlmenn á aldrinum 16-70 ára höfðu samband við hana á 2 dögum. Klámfengin skilaboð, símtöl og sóðaskapur. Kompás náði nokkrum þegar þeir ætluðu að hitta stúlkuna til að hafa við hana mök. Einn mannanna sagðist sjálfur vera gera könnun á hversu langt stúlkur væru tilbúnar að ganga, umm já einmitt vinurinn.,, Hvet alla til að horfa á þáttinn sem verður án efa endursýndur.

5 Comments:

  • At 12:52 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já þetta er ótrúlegt.. maður hefði ekki trúað þessu.. viðbjóðslegt! Það er eins gott fyrir ungar stúlkur að passa sig í dag
    kveðja Dóra frænka

     
  • At 4:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það hvarlaði ekki að mér hversu margir fullorðnir karlmenn eru alvarlega sjúkir og siðlausir.Þátturinn var frábær og vonandi bjargar hann einhverjum unglingnum, en er ekki eitthvað undarlegt við þessa unglinga? eitthvað er þeirra mat á kynlífi ekki rétt.
    Kv anony.

     
  • At 7:29 AM, Blogger Oddrun said…

    Jú það eru alveg ótrúlega margir sjúkir einstaklingar til því miður. Þetta var magnaður þáttur en hverjir haldið þið séu aðalnotendur klámsíðna? Unglingar frá 12 til 19 ára svo það er ekki skrýtið þótt mat þeirra á kynlífi sé eitthvað brenglað.
    Kv.
    Rúna frænka

     
  • At 7:56 AM, Blogger Skottan said…

    Þetta var hreint ótrúlegt. Að sjá skilaboðin og hlusta á símtölin"Nú ertu ekki orðin 14 ára?" Ef hún hefði verið 14 ára væri nefnilega ekki hægt að dæma viðkomandi í 12 ára fangelsi.
    En við skulum samt ekki fara að alhæfa slíka netnotkun yfir á alla unglinga, það þarf bara að ræða hætturnar við krakkana.

     
  • At 10:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta er viðbjóður, það ætti að láta svona menn "týnast" það myndi enginn sakna þeirra

     

Post a Comment

<< Home