Er að fara á fund í World Class á morgun í annað skipti síðan stöðin opnaði í Laugum. Nokkrir fastagestir koma þar saman og ræða hvað megi betur fara. Hef æft í WC í 8 ár en undanfarið hef ég verið alveg einstaklega löt, fer kannski á mánudegi og læt það duga út vikuna. Auk þess reyni ég að vera eins fljót og ég get, 20 mínútna sprikl, teygjur og út. Bara alveg hætt að nenna þessu. Samt er staðurinn þvílíkt flottur og vel hægt að hugsa sér að eyða heilum degi þarna í dekri. Ég held að málið sé að mig vantar einhverja áskorun, eitthvað markmið, ekki bara lyfta lóðum eins og heilalaus hálfviti. Er eiginlega ennþá fúl yfir að Bjössi vildi ekki skvass-sal í Laugum. Þegar ég lít til baka þá var skvassið í raun það eina sem mér fannst virkilega skemmtilegt þegar ég fór í ræktina. Það var áskorun og útrás að tapa fyrir öðrum, ég gat allavega lamið þá með spaðanum. Og markmiðið var auðvitað að verða betri og lemja fastar næst. Það verður að viðurkennast að hlaupabretti, stigvélar og róðurtæki hafa lítið skemmtanagildi:-(
Reyndar er eitt við Laugar sem mér finnst ókostur, allt er svo STÓRT, stórir gangar, stór brjóst, stór salur, stór brjóst, stór brjóst, stór brjóst, stór brjóst!!!! Það örlar nú á smá minnimáttarkennd, kannski að ég ætti að biðja um afslátt þar sem mín brjóst taka minna pláss!! Svona eins og að borga fyrir barnasæti í flugvélum;-)
Ég ætla allavega að halda áfram að væla um skvass-sal.