skottuskrif

Sunday, November 27, 2005

Kata Lisa

Breska listakonan Stella Vine málaði mynd eftir ljósmyndinni sem sýndi Kate Moss undirbúa snjósnorkið fræga. Málverkið er sýnt í galleríi í London. Stella þessi segir að það sé dirfska í augum kate og líkir henni við Monu Lisu. Er augndirfska Moss eitthvað annað en alkunna einkenni kókaín vímu? kannski hefur Monan barasta verið útúrreykt á því fræga málverki. Greyið Kate að láta góma sig. Maður ætti kannski að mála mynd eftir ljósmyndinni af Bubba sem gerði allt vitlaust í sumar. Nei annars ég teikna illa óla prik, og vil ekki lögsókn þannig að ég læt það eiga sig.
Snjókorn falla, á allt og alla, börnin snorka og skemmta sér, tralla lalla,.......

Saturday, November 26, 2005

Spegill, Spegill...

.... herm þú mér af hverju í ósköpunum úrslitin í Herra Ísland voru eins og þau voru? Þvílík vonbrigði, ég hef greinilega eitthvað undarlegan smekk á karlmönnum. Hinsvegar finnst mér strákurinn sem komst áfram í Idolinu í gær algjör dúlla. Perrinn ég kaus hann áfram:-)

Thursday, November 24, 2005

Þægilega dofin!!

Ég einfaldlega elska comfortable numb með pinkurunum. Flottasta gítarsóló sem ég hef heyrt, og djúpur texti. Annað lag á repeat er Baby im gona leave you með Zeppelin. Skrítið hvað tónlistarsmekkur breytist með aldrinum. Hlusta til dæmis reglulega á Bach, Beethoven og Mozart, ef svoleiðis liggur á mér. Hinsvegar er ein tegund tónlistar sem ég get ekki skilið að fólk nenni á hlusta á, Ópera. Kannski þarf ég 20 ár í viðbót til að kunna að meta hana en í dag hreyfir hún ekki við mér.
Allavega ég skal ná næstu tónleikum með Dúndurfréttum!!!

Wednesday, November 23, 2005

???

Ekki hægt að opna deild vegna manneklu!!
Hvernig væri nú að reyna manna deildir þeirra sjúkrahúsa sem þegar eru starfandi í stað þess að ráðast í byggingu á nýju sjúkrahúsi. Það er lítið gagn af hátæknisjúkrahúsi án starfsfólks. Menn eru ansi glaðir að spara tíkalla en spreða þúsundköllum.

Fatal attraction !!

Í ljósi umfjöllunar siðustu daga má segja að orðtakið" Oft er flagð undir fögru skinni"eigi nokkurn rétt á sér. Svo bíður aukin greind gjarnan hættunni heim!!!
Ég fæ hroll.

Sunday, November 20, 2005

Leti!!!

Er að fara á fund í World Class á morgun í annað skipti síðan stöðin opnaði í Laugum. Nokkrir fastagestir koma þar saman og ræða hvað megi betur fara. Hef æft í WC í 8 ár en undanfarið hef ég verið alveg einstaklega löt, fer kannski á mánudegi og læt það duga út vikuna. Auk þess reyni ég að vera eins fljót og ég get, 20 mínútna sprikl, teygjur og út. Bara alveg hætt að nenna þessu. Samt er staðurinn þvílíkt flottur og vel hægt að hugsa sér að eyða heilum degi þarna í dekri. Ég held að málið sé að mig vantar einhverja áskorun, eitthvað markmið, ekki bara lyfta lóðum eins og heilalaus hálfviti. Er eiginlega ennþá fúl yfir að Bjössi vildi ekki skvass-sal í Laugum. Þegar ég lít til baka þá var skvassið í raun það eina sem mér fannst virkilega skemmtilegt þegar ég fór í ræktina. Það var áskorun og útrás að tapa fyrir öðrum, ég gat allavega lamið þá með spaðanum. Og markmiðið var auðvitað að verða betri og lemja fastar næst. Það verður að viðurkennast að hlaupabretti, stigvélar og róðurtæki hafa lítið skemmtanagildi:-(
Reyndar er eitt við Laugar sem mér finnst ókostur, allt er svo STÓRT, stórir gangar, stór brjóst, stór salur, stór brjóst, stór brjóst, stór brjóst, stór brjóst!!!! Það örlar nú á smá minnimáttarkennd, kannski að ég ætti að biðja um afslátt þar sem mín brjóst taka minna pláss!! Svona eins og að borga fyrir barnasæti í flugvélum;-)
Ég ætla allavega að halda áfram að væla um skvass-sal.

Wednesday, November 16, 2005

EINHORN.

Ef þið rekist á RISABÓLU á leiðum ykkar í dag, verið óhrædd, því sjá andlit mitt er þar að baki.
Ég er eins og fokking Einhyrningur, er að hugsa um að ganga með poka á hausnum næstu daga;-)
Einhorn, Svana, Einhorn, Svana, Einhorn.............

Monday, November 14, 2005

OG Þess má geta.......

....að nánast var fullt tungl um helgina. Svo hljóðaði lokasetning í grein Morgunblaðsins sem fjallaði um ölvun í miðborginni og eril hjá lögreglu. Skýrir fullt tungl á einhvern hátt að 6 voru teknir fyrir ölvunarakstur og að lögreglan þurfti að hafa afskipti að svo og svo mörgu fólki???? Hvað um allar hinar helgarnar þegar EKKI var fullt tungl og annir lögreglunnar voru engu minni???
Kannski hafa lögreglumenn og eða blaðamenn horft einum of oft á Thriller.

Þetta er svona smá vangavelta í tilefni þess að ég var í prófi í skýringum á hegðun í dag;-)

Friday, November 11, 2005

Próf, próf og aftur próf

Ef það er eitthvað leiðinlegra en próf á laugardegi þá er það próf á mánudegi. Talandi um glataða helgi!!!! Langar að sofna og vakna aftur 14 des.

Monday, November 07, 2005

Major=Meirháttar

Ég er að lesa um lyndisraskanir í klínunni, þunglyndi, maniu ogfl. Finnst algjör snilld hvernig kennarinn sem annars er ótrúlega indæll, þýðir Major depression. Major depression er alvarlegasta tegund þunglyndis en fær heitið Meiri háttar þunglyndi. Hér skítur pínu skökku við enda almenn hugmynd að eitthvað sem erMeiriháttar sé frábært, æðislegt, gaman og gott. Hann hefur þetta reyndar í tveimur orðum en samt. Væri ekki betra að tala um djúpt þunglyndi?
Gaman að þessu.
Annars fór helgin í allt annað en lestur og ég er að deyja úr samviskubiti yfir kæruleysinu. Var að passa krílin hennar Risu á föstudagskvöldið, fór að vinna á laugardaginn og í þrítugsafmæli um kvöldið. Skottan var ansi svört enda var bollan bara góð. Sunnudagur til svefns var svo þemað í gær. Shame on me!!!

Thursday, November 03, 2005

D kosningar

Það er verst að ekki er hægt að kjósa alla frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, ef svo væri raunin hlyti Reykjvíkurborg að verða utopia. Mogginn í dag er stútfullur af aðsendum greinum þar sem keppst er um ná til sem flestra þjóðfélagshópa með fjölbreyttum loforðum. Verum góð við gamlingja, föðmum fatlaða, gleðjum geðsjúka, eflum umferðöryggi, elskum náttúruna... Vilhjálmur trompar og býður fram borg án biðlista. Annað hvort eru R listamenn virkilega vondir(að hjálpa ekki bágstöddum) eða þá að sjálfstæðismenn luma á földum fjarsjóði. Fyndnastar finnst mér samt auglýsingarnar hjá Gísla Marteini. Hann virðist halda (og vonandi hefur hann rangt fyrir sér) að fólk skimi yfir stuðningsaðila hans og ákveði á grundvelli þeirra að kjósa hann. Ég ætla sko að kjósa Gísla Martein af því að Eiður Smári kýs hann eða kannski ég kjósi hann úr því að fallega og fræga fólkið ætlar að kjósa hann. Það hlýtur að vita hvað góður borgarstjóri þarf að bera. Með fullri virðingu fyrir stuðningsmönnum Gísla, þá er þetta frekar yfirborðskennd auglýsingatækni.
En ég hlakka samt til kosninganna:-)

Wednesday, November 02, 2005

Happy Nation

Danir eru víst hamingjusamasta þjóð í heimi og Íslendingar fylgja fast á eftir. Hvað er það annars við Ísland sem gerir okkur svona afskaplega hamingjusöm? Er það skammdegið, kuldinn, Vöruverðið, drykkjumenningin, íslenska sjónvarpsdagskráin, lífsgæðakapphlaupið, öfundin, slúðrið, einokunin, hrútspungarnir, klíkuskapurinn, bláu augun.. eða hvað?? Varla skýrir íslenska vatnið alla hamingjuna, þó sundferð sé góð fyrir geðheilsuna). Danir hafa allavega lagkager með flödeskum.
Vona að rannsakendur hafi tekið tillit til þjóðarnotkunar á þunglyndislyfjum, lifi Prozac.