Major=Meirháttar
Ég er að lesa um lyndisraskanir í klínunni, þunglyndi, maniu ogfl. Finnst algjör snilld hvernig kennarinn sem annars er ótrúlega indæll, þýðir Major depression. Major depression er alvarlegasta tegund þunglyndis en fær heitið Meiri háttar þunglyndi. Hér skítur pínu skökku við enda almenn hugmynd að eitthvað sem erMeiriháttar sé frábært, æðislegt, gaman og gott. Hann hefur þetta reyndar í tveimur orðum en samt. Væri ekki betra að tala um djúpt þunglyndi?
Gaman að þessu.
Annars fór helgin í allt annað en lestur og ég er að deyja úr samviskubiti yfir kæruleysinu. Var að passa krílin hennar Risu á föstudagskvöldið, fór að vinna á laugardaginn og í þrítugsafmæli um kvöldið. Skottan var ansi svört enda var bollan bara góð. Sunnudagur til svefns var svo þemað í gær. Shame on me!!!
Gaman að þessu.
Annars fór helgin í allt annað en lestur og ég er að deyja úr samviskubiti yfir kæruleysinu. Var að passa krílin hennar Risu á föstudagskvöldið, fór að vinna á laugardaginn og í þrítugsafmæli um kvöldið. Skottan var ansi svört enda var bollan bara góð. Sunnudagur til svefns var svo þemað í gær. Shame on me!!!
10 Comments:
At 7:23 AM, Oddrun said…
Major depression þýður auðvitað mjög alvarlegt þunglyndi en kennar ykkar hefur eitthvað "runkað sér í rímini" eins og Túrilla sú færeyska sagði. En mér finnst "meiriháttar" að vera að fara til Danmerkur á morgun
At 12:28 PM, Skottan said…
Rétt þetta stelpur enda er samviskubitið að mestu farið. Ég er allavega ekkert frábærlega þunglynd yfir þessu kæruleysi:-) Góða skemmtun í Svíþjóð Elín mín og ég bið að heilsa unga sveininum og Rúna hvenær kom þessi ferð eiginlega upp, ertu að fara til Sverris?
At 2:43 AM, Oddrun said…
Ég keypti farið í vor og fékk það á 11 þús. báðar leiðar m.sköttum. Já og ég er eins og jólasveinninn með fulla tösku af jólagjöfum frá fjölskyldunni og ég sem ætlaði bara að fara með handfarangur með mér. Ég fer sem sagt eldsnemma í fyrramálið og ég læt þig frétta af mér á meðan ég er úti. Hafðu það skemmtilegt á meðan krúttið mitt
At 2:44 AM, Oddrun said…
P.S. Hvernig væri nú að gefa mér komment á bloggið mitt? það er svo gaman að sjá að einhver nenni að skoða það..
Bless elskan
At 3:41 PM, TaranTullan said…
Jaaaááá...
Nú er ég greinilega svolítið á skjön við "almenningsálitið". Mér finnst "meiriháttar" ekkert endilega vera jákvætt frekar en neikvætt. Við í lögfræðinni tölum t.d. um stórkostlegt gáleysi, en yfirleitt notar maður stórkostlegt sem svona eitthvað jákvætt en mér finnst það alveg ganga sem neikvætt líka. Ég er kannski bara svona skrítin.
At 4:53 AM, TaranTullan said…
Og til að styrkja mál mitt ennfremur, þá erum við einnig með í lögfræðinni "minniháttar nauðung" og "meiriháttar nauðung"
Þannig að það er spurning hvort þetta sé ekki bara eitthvað sem þarf að venjast. Maður er búin að venja sig svo á að segja "Meiriháttar, það er partý á morgun!!!" að raunveruleg meining orðsins er búin að glata sér. En nóg um þetta. Kveðja til þín Svana. P.s. svo er Bergdís bara að hætta!! Ótrúlegt
At 9:12 AM, Oddrun said…
Já ég veit frá því að ég var að vinna hjá sambandi ísl. tryggingarfélaga að talað er um stórkoslegt gáleysi en meirihátta er að mínu mati frekar jákvætt og eins er alveg "stórkostlegt" að vera stödd í Danmörku og það er einnig að mínu mati oftar notað í jákvæðri meiningu. En er ekki samt meiriháttar og stórkostlega gaman að skiptast svona á skoðunum á blogginu? Svana mín takk fyrir að nenna að kommenta.
At 12:33 PM, Skottan said…
Já Tulla mín þetta er ágætis punktur hjá þér, maður segir svo sem að eitthvað sé sjúklega gaman, þó sjúklegt geti varla merkingarlega séð verið eitthvað gamanmál. Meiriháttar er auðvitað eitthvað sem er"stórt" eða mikið en þetta kemur bara svo tvistað út þegar það er sett fyrir framan þunglyndi. En já ég frétti þetta með Bergdísi og það kom mér verulega á óvart, en ég skil hana vel enda ástandið frekar dapurt og þreitandi til lengdar. Hún ætti barasta að drífa sig í skóla. Knús til þín Tulla mín. Og Rúna hættu að monta þig að vera í Köben:-) Það er miklu skemmtilegra á Íslandi NOT.
At 8:48 AM, Oddrun said…
Já ég skal ekki monta mig meir af því að vera í Danmörku, en samt, við fórum til Århus í dag og röltum um miðbæinn þar. Það er orðið jólalegt hér en ég er nú ekkert heppin með veður, það er rigning en mjög hlýtt. Farvell, og på gensyn
At 1:11 PM, Skottan said…
Rigning pigning, Allt í lagi meðan það rignir ekki inn í búðunum;-)
Post a Comment
<< Home