skottuskrif

Thursday, November 03, 2005

D kosningar

Það er verst að ekki er hægt að kjósa alla frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, ef svo væri raunin hlyti Reykjvíkurborg að verða utopia. Mogginn í dag er stútfullur af aðsendum greinum þar sem keppst er um ná til sem flestra þjóðfélagshópa með fjölbreyttum loforðum. Verum góð við gamlingja, föðmum fatlaða, gleðjum geðsjúka, eflum umferðöryggi, elskum náttúruna... Vilhjálmur trompar og býður fram borg án biðlista. Annað hvort eru R listamenn virkilega vondir(að hjálpa ekki bágstöddum) eða þá að sjálfstæðismenn luma á földum fjarsjóði. Fyndnastar finnst mér samt auglýsingarnar hjá Gísla Marteini. Hann virðist halda (og vonandi hefur hann rangt fyrir sér) að fólk skimi yfir stuðningsaðila hans og ákveði á grundvelli þeirra að kjósa hann. Ég ætla sko að kjósa Gísla Martein af því að Eiður Smári kýs hann eða kannski ég kjósi hann úr því að fallega og fræga fólkið ætlar að kjósa hann. Það hlýtur að vita hvað góður borgarstjóri þarf að bera. Með fullri virðingu fyrir stuðningsmönnum Gísla, þá er þetta frekar yfirborðskennd auglýsingatækni.
En ég hlakka samt til kosninganna:-)

3 Comments:

  • At 3:33 PM, Blogger Oddrun said…

    Svana mín, hefur þér aldrei dottið í hug að beita þér í pólitík? Þú værir góð þar og ég kisi þig frekar en Gísla Martein eða Vilhjálm'

     
  • At 1:37 AM, Blogger TaranTullan said…

    Úff!!!
    Ég vona að sjálfstæðismenn fara ekki að kjósa þennan sprelligosa í borgarstjórastólinn. Ég verð miður mín, ef það verður raunin. Ég hef samt ekkert persónulegt út á hann Gísla að segja, er hinn prýðilegasti gaur, en kommon!! Borgarstjóri...Því það er alveg gefið að Sjálfstæðiflokkurinn vinnur borgina í næstu kosningum.

     
  • At 10:06 AM, Blogger Skottan said…

    Nei Rúna ég myndi ekki nenna að rífast allan daginn á alþingi takk fyrir. Og ég tek undir með þér Tulla ég hef ekkert á móti Gísla, en hann setur markmið sín kannski heldur hátt, hefur óbilandi trú á sjálfum sér(sem er kannski ekki svo slæmt, veit ekki).
    Já Auby þú hefðir án efa staðið þig betur en auglýsingastjórinn hans Gisla. Ég held samt að besti auglýsingastjóri í heimi hefði ekki getað komið honum í fyrsta sætið, hann hefur bara ekki reynsluna. Eins og Egill sagði þá eru Sjálfstæðismenn ekki mikið fyrir ævintýri(íhaldssemin) og það varð Gísla að falli.

     

Post a Comment

<< Home