skottuskrif

Monday, November 14, 2005

OG Þess má geta.......

....að nánast var fullt tungl um helgina. Svo hljóðaði lokasetning í grein Morgunblaðsins sem fjallaði um ölvun í miðborginni og eril hjá lögreglu. Skýrir fullt tungl á einhvern hátt að 6 voru teknir fyrir ölvunarakstur og að lögreglan þurfti að hafa afskipti að svo og svo mörgu fólki???? Hvað um allar hinar helgarnar þegar EKKI var fullt tungl og annir lögreglunnar voru engu minni???
Kannski hafa lögreglumenn og eða blaðamenn horft einum of oft á Thriller.

Þetta er svona smá vangavelta í tilefni þess að ég var í prófi í skýringum á hegðun í dag;-)

3 Comments:

  • At 10:40 AM, Blogger Oddrun said…

    Og þess má geta að Danmerkurdvölinni hjá mér er að verða lokið, Kem heim á fullu tungli og engin læti með það. borðuðum danska jólaönd í kvöld með ávaxtafyllingu og Waldorfsallati, meiri háttar gott! (ég eldaði) Hlakka til að sjá þig Svana mín

     
  • At 4:55 AM, Blogger Skottan said…

    Varstu að halda snemmbúin jól Rúna mín? Ætli rjúpuóðir Íslendingar verði ekki bara að taka upp Jólaöndina eins og danir vorir frændur?
    Og Auby mín viltu gjöra svo vel að informa mig um Frikka ef hann gerist svo djarfur að koma upp að þér í skólanum;-) hí hí. Já þessi hittingur verður vonandi bráðum að veruleika, bara ef við byggjum ekki svona langt frá hvor annarri;-) En hvenær ertu búin í prófunum??

     
  • At 5:18 AM, Blogger Oddrun said…

    Já það má kannski segja það að þetta hafi verið fyrsti í jólum og það dönskum jólum. Er komin heim og fer beint í vinnu. Á frí á laugardaginn og ætla að fara á sjóinn (var beðin um að fara sem kokkur á Baldri) Gaman gaman

     

Post a Comment

<< Home