skottuskrif

Sunday, July 31, 2005

Allt í drasli

Á meðan aðrir sofa af sér áfengisvímu á tjaldstæðum landsins er skottan í óða önn. Upphaflega átti helgin að vera hin mesta afslöppun en snerist óvart í allsherjar tiltekt. Orðatiltækið "hálft er verk þá hafið er" á svo sannarlega rétt á sér. Ef komið er skipulagi á eina skúffu verða hinar fylgja með, ekkert vit að vera í fínum sokkum við drullugallann. Það er alveg með ólíkindum hvernig mér tekst að sanka að mér allskyns drasli. Fór með 5 troðna ruslapoka í tunnuna. Þrátt fyrir að ég vinni glósur og önnur tilfallandi verkefni á tölvuna fylgir náminu óhóflegt blaðadrasl. Til að mynda tek ég mun ítarlegri glósur þegar ég slæ þær á tölvuna og geri fastleg ráð fyrir að svo eigi við um fleiri. Útprentun á glærum og glósum verður því óhjákvæmlega meiri. Það er allavega ljóst að rafræn notkun bjargar ekki regnskógunum. Svo er bara að sjá hversu lengi skúffuskipulagið heldur sér.
Til að updata smá þá fékk skottan magabólgur. Sökum nýfundinnar vellíðunnar síðustu daga tímdi ég ekki að storka maganum með sukklíferni landa minna. Ætla að verða vel frísk svo ég komist út í haust.

Monday, July 25, 2005

Sveitasæla

Þetta var yndisleg helgi þökk sé henni Brynhildi sem var svo væn að vinna fyrir mig á Laugardeginum. Fékk að fljóta með Tinnu og Sigga upp í Borgarnes á Laugardaginn því Hermann bró beilaði á mér, hann er haugur!!! Íris systir sótti mig í Hyrnuna og við skunduðum í sumarhöll foreldranna. Ég lýg ekki neinu þegar ég segi að pabbi minn er den flinkeste far í verden. Hann er ótrúlega listrænn og skapandi þarna í sveitinni. Smíðaði bústaðinn frá grunni ásamt þáverandi svila sínum og er alltaf að betrumbæta og laga.
Mikið var ljúft að liggja eins og bökuð skata í heitapottinum. Fór í gönguferð með frænkunum, systur og pabba, óðum í ánni og borðuðum kók og prins á fjallstindi(sem er eiginlega bara lítill hóll). Æskuminningarnar hrönnuðust upp enda eyddi ég ófáum sumarstundum í þessari paradís. Á gelgjunni þótti ekki lengur kúl að vera með gamla settinu í sveitinni en með árunum hefur áhuginn vaknað á ný. Jæja þá er kl 16 og ég farin heim.
Tjá.

Friday, July 15, 2005

Jæja ástandið er aðeins betra í dag en í gær. Kallaði samt á lækni í nótt því ég leið næstum út af á leiðinni upp stigann. Það er frekar óhugnanlegt þegar slíkt gerist sérstaklega þegar engin er heima til að grípa mann. Hringdi á læknavaktina þar sem ung hjúkkurödd spurði mig ítarlegra spurninga um einkenni og ástand mála. Mér leið eins og aumingja, fékk á tilfinninguna að ég væri sóa tíma stúlkunnar sem og peningum skattgreiðenda. Attitutið var svona, gæskan víst þú getur talað í símann þá ertu nú varla á banabeðinu. Doktorinn tók púlsinn og sagði mér að halda áfram að drekka Powerade og vera duglegri að borða á morgun. Tókst meðal annars að halda niðri Special K, flatköku með osti, banana, Powerade, Spergilkáli og soja jógúrt. Hlýt að verða orkumeiri á morgun. Verð nú að játa að mér finnst frekar leiðinlegt að eyða frídögum á þennan hátt. Á móti kemur að oft þarf eitthvað svona til að stjaka aðeins við mér. Var farin að borða alltof einhæft. Held líka að mig skorti járn því ég hef hugsað svo mikið um lifrarpylsu, uMMMM. Brokkolí er betra en ekkert, mjög járnríkt.
Semsagt stefni ótrauð í átt að heilsusamlegra mataræði.
Að lokum þá horfði ég á Nágranna þriðja daginn í röð hjálp!! Hékk svo yfir sjónvarpinu allt kvöldið. Silvía nótt kom með fyndnasta komment sem ég hef heyrt í langan tíma. Silvía var að taka viðtal við einhvern tölvuséní þegar hún varpaði fram þessari skemmtilegu spurningu" Fæddistu nörd eða gafstu bara upp einhversstaðar á leiðinni?"

Thursday, July 14, 2005

Milk.. not so good

Maginn er ekki besti vinur minn þessa dagana. Gat með engu móti mætt í vinnuna í gær þar sem morgunmaturinn var allur á uppleið eftir sturtuferðina. Svo var engin heima til að hjúkra mér buhhuu. Hvaðan fékk ég annars þá flugu í höfuðið að mjólk væri góð í veikan maga? Passaði mig að drekka extra mjólk í gær en svo segja mér allir Í DAG að þessu sé þveröfugt farið. Aðeins of seint í rassinn gripið. Íris systir benti mér á að drekka Powerade og það svínvirkar, finnst loks eins jafnvægi sé að komast á sykur og saltbúskap líkamans. Það er lítið hægt að gera þegar maginn er á hvolfi, ligg til skiptis upp í rúmi og sófa. Á dögum sem þessum er gott að hafa fjölbreytta blaðaflóru þó ég bölvi stundum ólesnum hrúgum. En mikið djöfull geta menn básúnað í bréfum til Morgunblaðsins. Allt í lagi að hafa sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. En að tína saman allt það sem miður fer í málfari annarra og pakka því saman í eina grein er frekar hvimleitt. Ég er að tala um grein Péturs Péturssonar þular sem rausar um "ambögur og orðaskrípi í fréttaflutningi og kynningum" eins og hann orðar það sjálfur. Greinin er undir yfirskriftinni "Smásmygli og kotungsháttur sæmir ekki". Maðurinn er að missa sig yfir að fólk skuli tala um augna og eyrnakonfekt og skötuhjú í stað sómahjóna. Come On. Ég ætla rétt að vona að Pétur bjóði mér aldrei í kaffispjall, eitthvað segir mér að maðurinn sé leiðinlegt nöldur konfekt.
Svo er bara að smæla framan í dagana þó þeir líti stundum undan.

Tuesday, July 12, 2005

...Pest

Síðan kl 8 í gærkveldi hef ég kastað 5 sinnum upp, eða í hvert skipti sem ég hef reynt að borða eitthvað. Peppaði mig í vinnuna en hafði varan á og sagði yfirmanni mínum að ég væri með ælupest og fékk að fara heim eftir tvo tíma. Hvað á maður eiginlega að reyna að láta ofan í sig samfara svengd og ógleði? Ég hef enga lyst en er bæði svöng og orkulaus, ömurleg samsetning á líðan. Hélt satt að segja að það myndi líða yfir mig í morgun.
Er bara búin að liggja og sofa en vonast til Serjosið sem nú hvolfist í maganum haldist niðri. Velti fyrir mér hvort þetta sé ælupest, mataróþol eða matareitrun. Undanfarið hef ég reynt að bæta mataræðið með því að auka ávaxta og grænmetisneyslu. Þetta átak hefur vissulega tekið á magasýrunum og kannski er þessi góði ásetningur að snúast gegn mér. Hef reyndar lúmskan grun að hrökkbrauðstegund sem ég hef nýverið byrjað að maula sé sökudólgur. Ég hélt að öll hrökkbrauð væru gerlaus en svo er víst ekki. Ég þoli ekki ger. Næstu daga ætla ég að skippa þessu viðbiti sem og daglegu Kíví sem er heldur súrt. Ef það virkar ekki verð ég víst að fara í matarspæjaraleik og útiloka eitt af öðru.
Vonandi er þetta bara ...pest eins og mamma vill meina, sem verður liðin hjá á morgun.

Monday, July 04, 2005

Ágætis byrjun

Þessi mánudagur var nú aldeilis ágætis byrjun á viku. Undanfarið hef ég fundið lítinn dagamun um helgar enda alltaf í vinnunni. Vanalega eru mánudagarnir frekar strembnir en í dag var allt með rólegasta móti. Hinsvegar var helgin helvíti og kannski verður það svo að ég fari bara að hlakka til mánudaga. Saknaði samt ákveðinnar samstarfskonu sem sat frammi í afgreiðslu lungan úr deginum.
Ég fór reyndar í matarboð til Elínar um helgina sem eldaði að sögn stúlknana dýrindis humarrétt. Því miður á ég bágt með að bíta í Humar og Rækju. Finnst þessi matur bæði skrítin undir tönn og ólystugur. Fyrir utan það að rækjan er hrææta, jakk. Já Skottan er skrítin skrúfa.
Er þessa stundina að horfa á Ísland í dag og fór allt í einu að hugsa um Revenge of the Nerds, hmmm hvers vegna skildi það nú vera? Kannski að ég fari að endurnýja kynnin við þær myndir. Voru þær ekki annars fleiri en ein? Eða á maður frekar að halda í góða minningu? Um daginn lýsti Halldór bró nefnilega vonbrigðum sínum með ævintýra myndina Goonies sem á sínum tíma tröllreið öllu. Hann gat þó hlegið að "tæknibrellunum".
Að lokum þetta. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir mig á næstu dögum(sjö, níu, þrettán) þá labbaði svartur köttur fyrir bílinn minn í morgun OG ég ryksugaði óvart upp járnsmið, jæts.