skottuskrif

Thursday, July 14, 2005

Milk.. not so good

Maginn er ekki besti vinur minn þessa dagana. Gat með engu móti mætt í vinnuna í gær þar sem morgunmaturinn var allur á uppleið eftir sturtuferðina. Svo var engin heima til að hjúkra mér buhhuu. Hvaðan fékk ég annars þá flugu í höfuðið að mjólk væri góð í veikan maga? Passaði mig að drekka extra mjólk í gær en svo segja mér allir Í DAG að þessu sé þveröfugt farið. Aðeins of seint í rassinn gripið. Íris systir benti mér á að drekka Powerade og það svínvirkar, finnst loks eins jafnvægi sé að komast á sykur og saltbúskap líkamans. Það er lítið hægt að gera þegar maginn er á hvolfi, ligg til skiptis upp í rúmi og sófa. Á dögum sem þessum er gott að hafa fjölbreytta blaðaflóru þó ég bölvi stundum ólesnum hrúgum. En mikið djöfull geta menn básúnað í bréfum til Morgunblaðsins. Allt í lagi að hafa sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. En að tína saman allt það sem miður fer í málfari annarra og pakka því saman í eina grein er frekar hvimleitt. Ég er að tala um grein Péturs Péturssonar þular sem rausar um "ambögur og orðaskrípi í fréttaflutningi og kynningum" eins og hann orðar það sjálfur. Greinin er undir yfirskriftinni "Smásmygli og kotungsháttur sæmir ekki". Maðurinn er að missa sig yfir að fólk skuli tala um augna og eyrnakonfekt og skötuhjú í stað sómahjóna. Come On. Ég ætla rétt að vona að Pétur bjóði mér aldrei í kaffispjall, eitthvað segir mér að maðurinn sé leiðinlegt nöldur konfekt.
Svo er bara að smæla framan í dagana þó þeir líti stundum undan.

2 Comments:

  • At 7:33 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já nákvæmlega, þegar ég var lítil máttí ég bara alls ekki drekka mjólk ef ég var með æluna, en er misskilningurinn með mjólkina kannski byggður á því að það þyki gott að fá sér mjólk eftir fyllerí og í þynnkunni til að róa magann??? Gæti verið.
    Annars vorkennum við þér allar, hér niðri í vinnu, voðalega mikið að vera veik í fríinu þínu. Vonandi gerir Power...drykkurinn sitt gagn svo þú getir nú nýtt fríhelgina þína, svona for once allavega

     
  • At 11:24 AM, Blogger Skottan said…

    Ha Ha. Heldurðu að ég hafi ekki verið að segja við pabba(sem var svo góður að koma heim og kíkja á veiku stelpuna sína) að þetta hlyti að vera þynnku hugmyndin sem væri að rugla mig;-)

     

Post a Comment

<< Home