skottuskrif

Tuesday, July 12, 2005

...Pest

Síðan kl 8 í gærkveldi hef ég kastað 5 sinnum upp, eða í hvert skipti sem ég hef reynt að borða eitthvað. Peppaði mig í vinnuna en hafði varan á og sagði yfirmanni mínum að ég væri með ælupest og fékk að fara heim eftir tvo tíma. Hvað á maður eiginlega að reyna að láta ofan í sig samfara svengd og ógleði? Ég hef enga lyst en er bæði svöng og orkulaus, ömurleg samsetning á líðan. Hélt satt að segja að það myndi líða yfir mig í morgun.
Er bara búin að liggja og sofa en vonast til Serjosið sem nú hvolfist í maganum haldist niðri. Velti fyrir mér hvort þetta sé ælupest, mataróþol eða matareitrun. Undanfarið hef ég reynt að bæta mataræðið með því að auka ávaxta og grænmetisneyslu. Þetta átak hefur vissulega tekið á magasýrunum og kannski er þessi góði ásetningur að snúast gegn mér. Hef reyndar lúmskan grun að hrökkbrauðstegund sem ég hef nýverið byrjað að maula sé sökudólgur. Ég hélt að öll hrökkbrauð væru gerlaus en svo er víst ekki. Ég þoli ekki ger. Næstu daga ætla ég að skippa þessu viðbiti sem og daglegu Kíví sem er heldur súrt. Ef það virkar ekki verð ég víst að fara í matarspæjaraleik og útiloka eitt af öðru.
Vonandi er þetta bara ...pest eins og mamma vill meina, sem verður liðin hjá á morgun.

2 Comments:

Post a Comment

<< Home