skottuskrif

Sunday, July 31, 2005

Allt í drasli

Á meðan aðrir sofa af sér áfengisvímu á tjaldstæðum landsins er skottan í óða önn. Upphaflega átti helgin að vera hin mesta afslöppun en snerist óvart í allsherjar tiltekt. Orðatiltækið "hálft er verk þá hafið er" á svo sannarlega rétt á sér. Ef komið er skipulagi á eina skúffu verða hinar fylgja með, ekkert vit að vera í fínum sokkum við drullugallann. Það er alveg með ólíkindum hvernig mér tekst að sanka að mér allskyns drasli. Fór með 5 troðna ruslapoka í tunnuna. Þrátt fyrir að ég vinni glósur og önnur tilfallandi verkefni á tölvuna fylgir náminu óhóflegt blaðadrasl. Til að mynda tek ég mun ítarlegri glósur þegar ég slæ þær á tölvuna og geri fastleg ráð fyrir að svo eigi við um fleiri. Útprentun á glærum og glósum verður því óhjákvæmlega meiri. Það er allavega ljóst að rafræn notkun bjargar ekki regnskógunum. Svo er bara að sjá hversu lengi skúffuskipulagið heldur sér.
Til að updata smá þá fékk skottan magabólgur. Sökum nýfundinnar vellíðunnar síðustu daga tímdi ég ekki að storka maganum með sukklíferni landa minna. Ætla að verða vel frísk svo ég komist út í haust.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home