skottuskrif

Monday, July 04, 2005

Ágætis byrjun

Þessi mánudagur var nú aldeilis ágætis byrjun á viku. Undanfarið hef ég fundið lítinn dagamun um helgar enda alltaf í vinnunni. Vanalega eru mánudagarnir frekar strembnir en í dag var allt með rólegasta móti. Hinsvegar var helgin helvíti og kannski verður það svo að ég fari bara að hlakka til mánudaga. Saknaði samt ákveðinnar samstarfskonu sem sat frammi í afgreiðslu lungan úr deginum.
Ég fór reyndar í matarboð til Elínar um helgina sem eldaði að sögn stúlknana dýrindis humarrétt. Því miður á ég bágt með að bíta í Humar og Rækju. Finnst þessi matur bæði skrítin undir tönn og ólystugur. Fyrir utan það að rækjan er hrææta, jakk. Já Skottan er skrítin skrúfa.
Er þessa stundina að horfa á Ísland í dag og fór allt í einu að hugsa um Revenge of the Nerds, hmmm hvers vegna skildi það nú vera? Kannski að ég fari að endurnýja kynnin við þær myndir. Voru þær ekki annars fleiri en ein? Eða á maður frekar að halda í góða minningu? Um daginn lýsti Halldór bró nefnilega vonbrigðum sínum með ævintýra myndina Goonies sem á sínum tíma tröllreið öllu. Hann gat þó hlegið að "tæknibrellunum".
Að lokum þetta. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir mig á næstu dögum(sjö, níu, þrettán) þá labbaði svartur köttur fyrir bílinn minn í morgun OG ég ryksugaði óvart upp járnsmið, jæts.

1 Comments:

  • At 4:35 AM, Blogger TaranTullan said…

    Æi greyið járnsmiðurinn!! En ég á báðar Revenge of the nerds myndirnar, eða Jónas reyndar. Og þér er Guðs velkomið að fá þær lánaðar ef þér sýnist svo.

     

Post a Comment

<< Home