skottuskrif

Monday, July 25, 2005

Sveitasæla

Þetta var yndisleg helgi þökk sé henni Brynhildi sem var svo væn að vinna fyrir mig á Laugardeginum. Fékk að fljóta með Tinnu og Sigga upp í Borgarnes á Laugardaginn því Hermann bró beilaði á mér, hann er haugur!!! Íris systir sótti mig í Hyrnuna og við skunduðum í sumarhöll foreldranna. Ég lýg ekki neinu þegar ég segi að pabbi minn er den flinkeste far í verden. Hann er ótrúlega listrænn og skapandi þarna í sveitinni. Smíðaði bústaðinn frá grunni ásamt þáverandi svila sínum og er alltaf að betrumbæta og laga.
Mikið var ljúft að liggja eins og bökuð skata í heitapottinum. Fór í gönguferð með frænkunum, systur og pabba, óðum í ánni og borðuðum kók og prins á fjallstindi(sem er eiginlega bara lítill hóll). Æskuminningarnar hrönnuðust upp enda eyddi ég ófáum sumarstundum í þessari paradís. Á gelgjunni þótti ekki lengur kúl að vera með gamla settinu í sveitinni en með árunum hefur áhuginn vaknað á ný. Jæja þá er kl 16 og ég farin heim.
Tjá.

4 Comments:

Post a Comment

<< Home