skottuskrif

Friday, July 15, 2005

Jæja ástandið er aðeins betra í dag en í gær. Kallaði samt á lækni í nótt því ég leið næstum út af á leiðinni upp stigann. Það er frekar óhugnanlegt þegar slíkt gerist sérstaklega þegar engin er heima til að grípa mann. Hringdi á læknavaktina þar sem ung hjúkkurödd spurði mig ítarlegra spurninga um einkenni og ástand mála. Mér leið eins og aumingja, fékk á tilfinninguna að ég væri sóa tíma stúlkunnar sem og peningum skattgreiðenda. Attitutið var svona, gæskan víst þú getur talað í símann þá ertu nú varla á banabeðinu. Doktorinn tók púlsinn og sagði mér að halda áfram að drekka Powerade og vera duglegri að borða á morgun. Tókst meðal annars að halda niðri Special K, flatköku með osti, banana, Powerade, Spergilkáli og soja jógúrt. Hlýt að verða orkumeiri á morgun. Verð nú að játa að mér finnst frekar leiðinlegt að eyða frídögum á þennan hátt. Á móti kemur að oft þarf eitthvað svona til að stjaka aðeins við mér. Var farin að borða alltof einhæft. Held líka að mig skorti járn því ég hef hugsað svo mikið um lifrarpylsu, uMMMM. Brokkolí er betra en ekkert, mjög járnríkt.
Semsagt stefni ótrauð í átt að heilsusamlegra mataræði.
Að lokum þá horfði ég á Nágranna þriðja daginn í röð hjálp!! Hékk svo yfir sjónvarpinu allt kvöldið. Silvía nótt kom með fyndnasta komment sem ég hef heyrt í langan tíma. Silvía var að taka viðtal við einhvern tölvuséní þegar hún varpaði fram þessari skemmtilegu spurningu" Fæddistu nörd eða gafstu bara upp einhversstaðar á leiðinni?"

2 Comments:

Post a Comment

<< Home