skottuskrif

Sunday, June 11, 2006

So many books and the damn TV

Til hamingju með daginn sjómenn og co, konur þeirra og börn fá líka kveðju enda örugglega erfitt að þurfa sjá á eftir ástvinum í langa túra. Vonandi að fólk skemmti sér við höfnina meðan ég kúri inni í rigningunni.
Átti einu sinni grjónastelpu sem á var skrifað So many men, so little time. Þetta vandamál tuskudræsunnar er ekki beint að plaga mig heldur fjöldi bóka sem mig langar að lesa, so many books. Einhleyp og barnlaus manneskjan á ekkert með að kvarta yfir tímaleysi, en nú þegar 6 bækur eru á náttborðinu upplifi ég einskonar tímaþröng. Ekki bætir úr að á hverjum degi sé ég svona 50 bækur sem ég ÆTLA að lesa í sumar, einmitt. Það kom mér reyndar á óvart hve mikið er að gera á safninu. Sjálf er ég duglegust í skáldsögunum á sumrin því þá eru þær ekki viðbót við skólalesturinn. En ég er að segja ykkur að fólk er að taka svona 10 og 20 bækur í einu, kannski horfir það aldrei á sjónvarp. Sem er annað mál, baráttan við imbann. Hef nefnilega komist að því hvað það er miklu skemmtilegra að verða sér úti um HEILU seríurnar og horfa á nokkra þætti í einu, shame on you Herms.
Annað sem kom mér óvart eru vinsældir rauðu seríunnar. Hef lesið nokkrar og gef þeim falleinkunn. Vinnufélagi sem er í bókmenntafræði sagði margar kenningar vera til um hversvegna konur leita í þessar sögur, gott ef það er ekki bara heill áfangi. Ég man ekki eftir að þær sögur sem ég las hafi skilið nokkurn skapaðan hlut eftir sig nema lýsingar á lendarþukli. Annars get ég lítið sagt hafandi horft á allar seríurnar af O.C á innan við mánuði;-)
Horfði á fantagóða mynd um daginn, The life of David Gale. Kevin Spacey frábær að vanda, svona eiga sögur vera.
Að lokum. Ef þið eruð orðin heilabiluð á HMglápi mæli ég með gátunni í Tímariti Morgunblaðsins. Þið munuð upplifa úber stolt ef þið getið eitthvað.
Hér eru dæmi sem ég gat(úber stolt);

Alltaf með sandi hjá spennandi= Æsandi
Lituð lemur ávöxt= bláber
Andi skolla er hegnandi= Refsandi
Herma kisur eftir öðrum dýrum= Apakettir
Ósvipaðar setja belti í kar= Ólíkar

Hér eru nokkur sem ég get ekki(úber pirruð)
Að slá varnagla vegna bókar á Ásprenti(7)=?
Hólma vaggi með líkamshluta fisks(7)=?
Bendla sívalningi við geymslustað fyrir þráð(11)=?

Later

6 Comments:

  • At 8:46 AM, Blogger Naglinn said…

    Guð minn góður hvað ég er clueless í svona gátum.
    Ég gat ekki einu sinni þessar sem þú gafst svörin við.
    Ég kalla þig góða að hafa getað þó þessar!

    Við mamma reyndum við SuDoku um daginn í fyrsta skipti og eftir milljón útstrikanir, pirring, grát og gnístran tanna ákváðum við að þetta hentaði okkur bara ekki.
    Það er greinilegt að orðagátur henta mér ekki heldur. Svona er maður takmarkaður!

     
  • At 3:01 PM, Blogger Oddrun said…

    Já þetta gæti ég líka dottið í. Krossgátur myndagátur og talnaþrautir,(ekki suDoku) það er frábært en þetta hef ég aldrei séð áður. Verður að skoðast betur!!
    En veistu hvað, þegar ég fór í vinnuna í morgun var 2ja stiga hiti. Og það er að koma sautjándi júní hm!! Já og HM, ég elska Þýskaland og HM

     
  • At 4:41 PM, Blogger TaranTullan said…

    Jeminn Svana... Þú og pabbi væruð *like this* í þessu krossgátu máli, eða eins og ég kalla hana "ráðgátumáli". Þetta er óvinnandi andskoti, en samt drattast pabbi til að klára þetta sunnudag hvern, þú mannst nú eftir sunnudagskvörtununum á löngunni. "Hvar er Sunnudagsmogginn?? Ég þarf krossgátuna". Og hvernig í andskotanum gastu þetta síðasta sem þú sagðir?
    Ég man samt eftir einu, sem er alveg lýsandi fyrir þessa Krossgátu -> Líkur aðalpersónum Hringadróttinssögu á ensku? Já og þar hefuru það.... Svarið við þessu var "sómasamlegur"
    Ég gæti þetta aldrei, ég verð meira að segja pirruð yfir hvað ég get ekki rass í þessu.
    Bæjó, annars ætla ég að kíkja á þig upp á safn við tækifæri og taka einhverja góða bók...

     
  • At 4:42 PM, Blogger TaranTullan said…

    Búin að fatta þetta síðasta.... check

     
  • At 7:29 AM, Blogger Skottan said…

    Oh Eva ég öfunda þig bara mikið. Er sjálf að pæla í að fara eitthvað út og vinna í vetur, svona til að fá smá tilbreytingu.
    Varðandi gáturnar þá er þetta bara æfing, en tímaritsgátan steikir alveg heilann.
    Ósvipaðar setja belti í kar= ósvipaðar getur þýtt ólíkar, svo er ól samnefni yfir belti og setja belti í kar = ól i kar.
    Hvað var þetta siðasta?

     
  • At 12:28 PM, Blogger Skottan said…

    tvinnakefli, ef bendla getur þýtt að bendla?

     

Post a Comment

<< Home