skottuskrif

Tuesday, June 13, 2006

Bara eitt orð um tónleikana í gær, frábærir. Flestir gestirnir voru á aldri við foreldra mína, gaman að sjá fólk á sextugsaldri syngjandi og dillandi sér með lokuð augun, þvílík innlifun;-) Við sem fórum vorum samt sammála um að það hefði mátt bjóða fólki að borga extra fyrir sæti, OG láta þá vita sem keyptu sér bjór 10 mínútur fyrir tónleika að það mætti ekki fara með hann inn á aðalsvæðin. Þegar á leið horfði ég öfundaraugum upp í stúku en þar sátu Glitnismenn í hægindum með BJÓRINN SINN. Jæja þetta er víst gjaldið fyrir að vera JUST a person.

4 Comments:

  • At 2:01 PM, Blogger TaranTullan said…

    Omg, ég kalla þig góða að tíma þessu...

     
  • At 5:26 AM, Blogger Oddrun said…

    Já ég líka, en samt ég veit að þeir hafa verið frábærir, tónleikarnir. Hefði gjarnan viljað fara en svona er að vera í vaktavinnu

     
  • At 12:18 PM, Blogger Skottan said…

    Reyndar gaf Hemmi mér miðann fyrir löngu í fyrirfram afmælisgjöf, ég var svo hrikalega blönk í vetur, ha ha. En ég hefði alveg borgað 15 fyrir miðann í sæti. Tulla mín af þessum tveimur ógeðslegu einkennismyndum þínum fannst mér gamla skárri, ojjjjj.
    Rúna ég finn til með þér að vinna vaktavinnu mér finnst það hörmung. Reyndar vinn ég á tveimur tímum frá 9 til 5 eða 11.30 til 19, en það er allavega á skikkanlegum tíma sólarhringsins. Heyrðu já ég get ekki lengur kommentað hjá þér, frekar pirrandi!

     
  • At 12:55 AM, Blogger Oddrun said…

    Það er eitthvað stillingaratrið hjá annað hvort þér eða mér Svana mín. Ég athuga mitt og biddu Hermann að tékka á þínu bloggi eða að ég geri það fyrir þig þegar ég kem næst í bæinn

     

Post a Comment

<< Home