skottuskrif

Monday, June 05, 2006

sveitasvein

Jæja þá er mans komin úr sveitinni. Brunaði upp í bústað með áform um hiking og afslappelsi í pottinum. Eitthvað sveigðist planið eftir veðrinu, lét mig þó hafa að fjúka aðeins áleiðis. Og þar sem heitapotturinn hitnaði ekki var í staðin kveikt upp í kamínu, spilað og lesið. Mikið finnst mér gott að komast út úr bænum, alveg endurnærist.
En svona til að taka þennan ljóðræna blæ af skrifunum þá verð ég að leggja fram kvörtun. Húsbílar, Fellihýsi eða hvað þetta nú heitir. Hvað er sameiginlegt með eigendum þessara farartækja? hmm látum okkur sjá, keyra á 60, ekki gefa merki um safe framúrakstur og alls ekki víkja þó röðin á bak við þig spanni 20 bíla! Smá alhæfing, sjálfsagt eru til bílsniglar sem taka tillit til annarra en þeir eru sjaldnast á sömu leið og ég.
Að lokum þá vill svo skemmtilega til að ég er einmitt byrjuð að vinna upp í sveit. Verð að taka svona til orða því ég hef alltaf kallað búsetu út fyrir 108, sveit. Verð semsagt í Foldasafni í sumar. Indælt starfsfólk, ekkert stress, bara bækur og til að setja súkkulaði á ísinn, frí ALLAR helgar. Það verður því lestur og landkönnun þetta sumarið.

4 Comments:

  • At 4:07 PM, Blogger Oddrun said…

    Já hvernig er nýja vinnan, er þetta ekki fínt?
    Kveðja úr 101 Stykkishólmi

     
  • At 3:43 AM, Blogger TaranTullan said…

    Foldasafn *hrollur*, minnist bara viðveru minnar í foldunum/sveitinni. En jú það er nú alltaf gott að komast í sveitina. Hvar er foldasafn annars nákvæmlega? Kem því alls ekki fyrir mig!

     
  • At 5:51 AM, Blogger Skottan said…

    Safnið er niðri í kirkjunni við vatnið, rosa flott staðsetning. En já ég hefði átt að gera aðeins minna grín að Grafarvoginum;-) Ég er samt ekki nema 7 mín á leiðina í vinnuna því umferðin er alltaf á móti,ekki margir á leiðinni í Grafarvoginn kl 8.30.

     
  • At 4:47 PM, Anonymous Anonymous said…

    Gott að þér líkar vel í vinnunni og að þú hafðir það gott í sveitinni.Þegar fólk fer upp í sveit á það ekki að láta aðra ferðalanga stressa sig það eina sem í raun gerist er að þú pirrar sjálfa þig.Næst þegar þjóðvegamenning okkar angrar þig skaltu anda 3.djúpt að þér og frá og reyna að slaka á.Hef lært af langri reynslu að það hjálpar
    Kv anony.

     

Post a Comment

<< Home